Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 Neytendur 0V Neytendur Dauðinn bíður okkar allra, óháð stöðu og eignum. Hann er það síðasta sem við neytendur komum að, þá í aðalhlutverki athafna sem kosta mismikið. Að mati Ólafs Arnar Péturssonar hjá Útfararþjónustu borgarinnar eru íslendingar kröfu- harðir þegar að kveðjustund kemur en bendir fólki á að sómasamleg útför þurfi ekki að vera svo dýr. | Séra Ólafur Jó- hannsson Telurað styrkur stéttarfélaga bjargi mörgum frá frekari harmi. Erfidrykkja Talið er að um 80% allra útfara sé lokið með erfidrykkju. Hefðin kalli oft á þá samverustund, en undanfar- ið hefur kostnaður vegna þeirra gengið fram úr öllu hófi að margra mati. „Hér bjóðum við upp á kaffihlað- borð með tertum og brauðmeti á 1250 krónur fyrir hvern gest," segir Jón Ögmundsson, veitingamaður á Hótel Loftleiðum. Hann telur að reikna megi að 70 prósent gesta í kirkju komi í erfidrykkjuna. „Fjöldi gesta er mjög misjafn," segir Jón. „100 til 150 manns er algengt, en einstaka sinnum nær fjöldinn allt að 500 manns." Verð: 1.150 til 1.400 krónur á mann. ^ .Hvað kostar útförin? ^ Hér eru þrjú verðdæmi frá Kirkjugörðum Reykjavikur: Útför í kyrrþey frá kapeilunni Fossvogi Kista 71.737 Líkklæði 5.490 Sæng, koddi og blæja 10.807 Útfararþjónusta 67.568 1 Organisti 12.230 Einsöngur 14.495 Umsjónargjald 2.672 Stefgjald Samtals kr. 1.336 186.335 Útförfrá Fossvogskirkju Kista 79.549 Sæng, koddi og blæja 10.807 Llkklæði 5.490 Útfararþjónusta 67.568 1 Organistl vlð útför 12.230 Kór 6 manna 51.882 Sálmakrá 150 stk. 23.867 Kross á leiði 6.742 Skilti á kross 5378 Kistuskreyting 20.000 Umsjónargjald 8.411 Stefgjald Samtals kr. 3.205 295.129 Útförfrá annarri kirkju Kista 79349 Sæng; koddi og blæja 10.807 Ukklæði 5.490 Erfidrykkjur oft dýrari en út- förin „Fólk munar auðvitað um þessa peninga," segir séra Ólafur Jóhanns- son, prestur við Grensáskirkju. „Oft á tíðum hefur gamla fólkið safhað sam- an fé til að hafa fyrir sinni jarðarför, en ég get alveg tekið undir að þetta getur verið mikill fjárhagslegur baggi fyrir marga. Eftir að stéttarfélögin komu að kostnaði útfarar varð það til mikilla hagsbóta," segir Ólafiir og bætir við að margir væru verr settir ef þess ijárstyrks nyti ekki við. Ólafi finnst að fólk megi hugsa út í | þann kostað sem falinn er í erfi- t drykkju. „Mér finnst nokkuð algengt að'. fólk haldi að það verði að halda erfi- drykkju," segir Ólafur. „Ég veit að þegar um stórar útfarir er að ræða getur erfi- drykkjan verið mun j kostnaðarsamari en út- förin. Að mínu mati er i allt eins hægt að hafa j huggulega samveru- stund heima við." Hvað er innifalið í þjónustu útfararstjóra? -Flytja hinn látna af dánarstað í lík- hús. -Aðstoða við val á kistu og líkklæði. -Undirbúa lík í kistu og snyrta. -Útvega kapellu til kistulagningar. -Útvega dánarvottorð. -Pöntun á stað og stund fyrir útför. -Útvega organista, söng- fólk, einleikara, blóm, fána og sálmaskrá. -Útvega legstað í kirkju- garði. -Útvega líkbrennslu- heimild. -Útvega kross og skilti á leiði. -Flytja kistu innan landshluta eða jafnvel frá og til landsins. Stjórna útför. haraldur@dv.is Útfararþjónusta 67.568 Kistuskreytinq 20.000 Kirkjuvörður 3.000 Stefgjald 3.205 Samtals kr. 304.429 Líkkista Kistur eru misjafnar að útliti og verði. Þær geta verið einfaldar án málmskrauts, sérhannaðar til bálfara, en einnig er hægt að kaupa eikarkistur á hærra verði. Verð: 70 til 175 þúsund krónur. Blómaskreytingar „Fólk hugsar óneitanlega um verð- ið," segir Kristján Jón Bóasson blómaskreytingamaður hjá Blóma- vali. „Maður verður að finna út hvað fólk hefur í huga hvað kostnað varð- ar en gera það á mjög nærgætinn hátt. Venjulegt verð á kransi hjá okkur er um 18 þúsund krónur og svo höfum við kistuskreytingar sem geta verið mjög fallegar á um 20 til 22 þúsund krónur. Verð: 20 til 30 þúsund krónur. Kross á leiði 6.742 6 manna kór 51.882 „Því eitt sinn verða allir menn að deyja," söng Vilhjálmur Vil- hjálmsson á sínum tíma. Á jafn erfiðri stundu er oft þungbært að hugsa um krónur og aura, en hjá mörgum verður kostnaður við útför ástvinar að bagga sem engum er hollt að burðast með. Ólafur örn segir að oft vilji fólk koma sér undan því að horfast í augu við kostnaðinn á sorgarstundu. Því er ekki ráð nema í tíma sé tekið og líta til kostnaðarins án þess að það komi niður á virðingu útfararinnar. „Jarðarför þarf ekki að vera svo dýr eins og margir halda," segir Ólafur öm. Hann segir marga vera við- kvæma fyrir því að ræða peningamál eftir dauða ástvinar en telur að betra sé að íhuga málið áður en að dauða kemur. „Það er svo margt sem hægt er að sleppa án þess að það komi niður á gæðum útfararinnar. Við leiðbeinum fólld í gegnum þennan sorgartíma og hluti af starfinu er að gefa góð ráð hvað peningana varðar." Kristján Jón Bóasson Blómaskreytingar kosta um 18-20 þúsund krónur en hægt er að spara sér þann pening. Sálmaskrá 150 stk. ■ Skilti á kross Blóm á altari ............I Organisti við útför Umsjónargjald 23.867 5.378 6.000 12.230 8.711 Hver jarðarför einstök Engar tvær jarðarfarir em eins. Þar koma til mismunandi óskir hins látna sem og aðstandenda, en sameiginlegt með mörgum þáttum útfararinnar er að hægt er að spara fé án þess að það komi niður á virðingu athafnarinnar. Eins geta aðstandendur fengið lánað- an fána til að hjúpa kistuna við at- höfnina í stað blómaskreytinga sem kosta um 20 þúsund. Líkklæði, sæng og kodda geta aðstandendur útvegað sjálfir og þurfa ekki að kosta miklu til. Sálmabækur, kransa og tónlistar- flutning er Hka hægt að skera niður án þess að hughrifum athafnarinnar sé haggað. Þannig getur fallegur orgel- leikur komið í stað margra manna kórs. Aðkoma stéttarfélaga Mörg stéttarfélög taka þátt í útfar- arkostnaði og telur Ólafttr að þau mættu mörg hver gera þær upplýs- ingar aðgengilegri félögum sínum. „Það er oft sem við þurfum að benda fólki á að athuga hvort stéttar- félögin taki þátt í kostnaðinum. Víða á Norðurlöndunum er greitt fyrir þessa þjónustu beint úr sjóðum stéttarfé- lagsins, án þess að aðstandendur komi þar nærri. Það má alveg benda fólki á misjafnar reglur stéttarfélag- anna um þessi mál og lendi fólk í þessari aðstöðu ætti að vera auðvelt að nálgast styrkinn." Aðstandendur ættu því að athuga vel hversu hár útfararstyrkur eða dán- arbætur stéttarfélög viðkomandi ein- staklings veita. Ólafur Örn Pétursson útfararstjóri „Hluti afstarfinu að leiðbeina fólki um kostnað útfara."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.