Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDACUR 1. MARS2006 Fréttír X*V Kostir & Gallar VSlgBPÖUP Valgerður er traust, dugleg og afar metnaðarfuH manneskja. Einnig þykir hún greind og kraftmikil. Hennar helstu gallar eru þeir að hún á það tíl að gleyma sjálfri sér, í öllum sínum metnaði fyrir starfi sínu. Binnig þykir sumum það galli hversu fá eintök eru til af henni. „Valgerður er mjög traustog frambærileg manneskja, stendur sig mjög vel I staríi sinu og hefur aukið veg lista og menningar hér í bænum. Égþekki hana lika sem íslenskukennara og hún stóö sig frábær- lega I þvi starfi. Ég kenndi með henni og þaö er mjög gott að vinna með henni, bara fyrirtaksmanneskja og myndi treysta henni í hverju sem er. Helsti gallinn er að það er bara tileitt eintakafhenni." Jóhann Geirdal, oddviti Samfylkingarinn- ar í bæjarstjórn í Reykjanesbæ. „ Valgerður er mjög greind kona. Hún er líka kraftmikil og mjög úr- ræðagóð. Hún hefur unnið mjög vel i sínu starfí sem menningar- fulltrúi og sinnt því afstakri prýði og á stóran þátt i þvi hvernig okkur hefur tekist að setja Reykjanesbæ á kortið sem menningarbæ. Hún ermjög ósérhlífín en um leið kann það að vera galli. Hún þarf líkaað hllfa sjálfum sér stundum en það er llka eini galli hennar. " Arnl Sigfússon, bæjarstjóri i Reykjanesbæ „Hún Valgerður er hörkudugleg kona. Hún hefur helgað sig þess- um málafíokki sem hún vinnur að, menningarmálunum. Hún hefur alveg griðarlegan áhuga fyrir menningarmálunum og sýnir mikinn metnað í starfí. Það er ótrúlegur kostur. Ég á erfítt með að koma auga á galla henn- ar. Ég myndi helst segja að hún gleymir stundum sjálfri sér; hugar kannski ofmikið að starfí sínu. En það er náttúrulega mikill kostur fyrir Reykjanesbæ að hafa svona konu í starfí, einhverja sem ersvona áhugasöm í starfí." Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ Valgeröur Guömundsdóttir er fædd 3.júni 1955. Hún er menningarfulltrúi Reykjanes- bæjaroghefur kennt íslensku i einum af grunnskólum bæjarins. Valgeröur er einnig konan á bak viö einn farsælasta framsóknar- mann landsins, Hjálmar Árnason, en hann fékk hjartaáfall fyrir skemmstu en er á bata- vegi. Valgeröur hlúir aö manni slnum sam- hliöa kröfuhöröu starfí hjá Reykjanesbæ. Ölvaðurog sokkalaus íflókaskóm Lögreglan á Hvolsvelli ók fram á berfættan mann í bleikum flókaskóm aðfara- nótt sunnudagsins á hlaup- um á þjóðveginum vestan við Landvegamót. Maðurinn var fáklæddur og undir áhrifum áfengis og hafði orðið sundurorða við vini sína. Hann hafði í hyggju að hlaupa til Reykjavíkur en þegar þetta átti sér stað var einnar gráðu frost. Maður- inn var keyrður til Lögreglunnar á Sel- fossi og þaðan kom Selfosslögreglan honum til Reykjavík- ur í upphituðum lögreglubfl. Ingimundur Kjarval er afar ósáttur við að til standi að gera ijárnám i búi móður hans Guðrúnar Kjarval, sem er 89 ára. Er um að ræða málskostnaðarkröfu sem varð eftir mál hennar á hendur Pétri Þór Gunnarssyni. Málið var fellt niður. Ingimundur telur að um samsæri sé að ræða til að tengja Kj arvalsíj ölskylduna í fölsunarmál. Fjárnám yert í bái Gulránar Kjarval „Ég er á því að þetta hafí verið samsæri til að fiækja Kjarvalsfjöl- skylduna í þetta mái, enda skilst mér að rikislög- reglustjóri hafí bent Ólafí á þessa leið." I Sigríður Rut Juli- usdóttir Skuld | gömlu konunnar er | eftir að mál gegn | Pétri Þór, skjólstæð- | ingi Sigrlðar, var fell S niður. I Ingimundur Kjarval Barna- barn meistarans berst nú á mörg- um vfgstöðvum. Eignað Kjarval Hér getur að líta eitt verk- anna úr Stóra málverka■ fölsunarmálinu sem eignað varKjarvai. „Nú á að leggjast í íjárnám gegn móður minni 89 ára gamalli. Ég hef fengið staðfestingu á að enginn í fjölskyldunni skrifaði und- ir neina stefnu," segir Ingimundur Kjarval, barnabarn Jóhannes- ar Kjarval. Ingimundur er afar óhress með að gera eigi fjámám í eigum móður hans, vegna máls sem gamla konan hafi nánast verið plötuð út í og hafi engin tök á að greiða kostnaðinn. Hún eigi ekki neitt. Ekki er um háa upphæð að ræða eða 125 þúsund krónur en Ingimundur er engu að síður afar ósáttur við að hið óskipta bú móður sinnar skuli blandast í málið. Mogens Hoff er enginn Kjarval Aðdragandi málsins er að Guð- rún Kjarval, tengdadóttir Jóhannes- ar Kjarval, höfðaði að undirlagi Ólafs Inga Jónssonar, að sögn Ingimund- ar, einkamál á hendur Pétri Þór Gunnarssyni í kjölfar Stóra mál- verkafölsunarmálsins. Var Pétur Þór sakaður um fölsun og sölu á mál- verki sem ranglega var eignað Jó- hannesi Kjarval. Lögmaður Guðrún- ar, Jóhannes Albert Sævarsson, hélt því fram að Pétur hefði fest kaup á málverki eftir danska málarann Mogens Hoff á uppboði hjá Bruun Rassmusen í Kaupmannahöfn árið 1992. Það málverk hafi svo dúkkað upp á uppboði í Gallerí Borg meðan Pétur var þar framkvæmdastjóri sem „Vorkoma" og merkt JSKjarval. Pétur Þór vissi ekki af lög- sókninni, hafði ekki uppi neinar varnir, og var dæmdur til þess að greiða milljón í sekt. Sigríður Rut Júl- íusdótt- lög- Jóhannes Albert Sævarsson Lögmaður Guðrúnar segir að eftir standi 12S þúsund króna skuld i málskostnaðarkröfu. ir, maður Péturs Þórs, fór fram á endurupptöku málsins og var það þá fellt niður. Enda Pétur Þór með staðfestingu frá Bruun um að hann hafi ekki keypt myndina. 125 þúsund krónur til Sigríðar Rutar „Já, eftir standa 125 þúsund krónur. Eftir að málið var fellt niður á sínum tíma. Ég veit svo sem ekki hvar það er statt," segir Jóhannes Al- bert, lögmaður Guðrúnar. Eru þetta málsvarnarlaun Sigríðar Rutar. Jó- hannes segist ekki vita hvar málið er statt en verið sé að þreifa á því hvernig þetta verður greitt eða hvernig því verður komið frá. „Lög- fræðilega lítur þetta þannig út.“ Ingimundur segir móður sína engin tök hafa á að greiða þá upp- hæð. „Mamma á ekki neitt. En til eru myndir á íslandi eftir afa sem fund- ust fyrir nokkru í Stýrismannaskól- anum og eru vinnuteikningar af veggmyndunum í Landsbankanum meðal annars. Ekki væri ég hissa þó gengið yrði í þær. Það er það eina sem er í þessu dánarbúi svo ég viti sem er einhvers virði." Samsæri um að flækja Kjarvalsfjölskylduna í málið Ingimundur segir svo frá að Ólaf- ur Ingi hafi komið til systur hans Kolbrúnar Kjarval og sagt að nú væru góð ráð dýr. Ekki nema klukkutími til stefnu. „Eftir það átti ekki að vera hægt að snerta þessa falsara. Systir mín gaf samþykki undir pressu, en skrifaði ekki undir neitt. Eg er á því að þetta hafi verið samsæri til að flækja Kjarvalsfjöl- skylduna í þetta mál, enda skilst mér að ríkislögreglustjóri hafi bent Ólafi á þessa leið," segir Ingimundur. DV hafði samband við Kolbrúnu sem vísaði á Ólaf Inga Jónsson for- íií'v ; '■ ■ ..... vörð. Ólafur Ingi segir þetta rangt hjá Ingimundi. Kæran hafi ekki ver- ið lögð fram án vitundar Guðrúnar sem situr í óskiptu búi. Ólafur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ingimundur liggur hins vegar hvergi á skoðunum sínum en hann sjálfur mætir til landsins í apríl til að reka mál á hendur Reykjavíkurborg sem Ingimundur sakar um að hafa stolið verkum afa síns þeim sem mynda stofn inn í safni Kjarvals- staða. Réttar- höldin hefjast 26. apríl. jakob@dv.is Ólafur Ingi Jónsson Forvörðurinn sem Ingi mundur teiur vera að flækja fjölskylduna fföls I unarmáisem hann vill ekkert um vita. : WÉ Boðaði forföll og kallaði til varamenn Dagur komst ekki á fundi vegna annríkis „Ég var nú úti í Istanbúl í síðustu viku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi en hann hefur líkt og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sleppt því að mæta á tvo fundi borgarráðs á þessu ári. Dagur var úti í Istanbúl þegar annar fundurinn var haldinn að skrifa undir sameiginlegt for- varnarverkefni fyrir hönd Evrópu- samtaka gegn fíkniefnum. Dagur segir að Istanbúl sé falleg borg en það hafi samt verið ansi kalt. Hinn borgarráðsfundinn komst hann ekki á vegna þess að hann hitti á annan fund sem Dagur átti með hollensk- um arkitekt sem er sérlegur ráðgjafi Reykjavíkurborgar. í bæði skiptin mætti Björk Vilhelmsdóttir sem varamaður fyrir hann. „Hinn frábæri Andri Snær Magnason hefur verið varamað- ur minn í menningar- og ferðamálaráði," segir Dagur um fjarveru sína á fundi hjá menn- ingar- og ferðamálaráði sem Stefán Jón Hafstein er formaður í en Dagur hefur ekki mætt á fund eftir áramót. Dagur segir að hann hafi tekið frí frá nefndinni á meðan hann stóð I prófkjörs- barátt- unni enda um mikla vinnu að ræða. Dagur \ segir að Andri Snær * hafi stað- ið sig svo vel að hann viti ekki hvort sæti hans í nefndinni sé betur skip- að með Andra frekar en honum. Dagur bætir þó við að skammvinnri sælutíð Andra sé lokið því hann byrji aftur í dag á nefndarfundum. „En það er ánægjulegt að Vil- hjálmur þurfi ekki lækninn sinn á fundum," segir Dagur og hlær vegna heilsuhreystis Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, oddvita Sjálfstæðis- flokksins, sem sagði í viðtali við DV í gær að hann hefði ekki orðið veik- ur síðan í ágúst 1982. B- E99ertsson Finnst dnægjulegt að Vilhjálmur þurfí ekki lækni á fundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.