Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 Siöast en ekki síst DV Aðdáendur Ágústs Borgþórs Sverrissonar smásagnahöfundar hafa fylgst spenntir með baráttu hans við pistlaformið á heimasíðu hans. En hann hefur, til skamms tíma, verið fastráðinn pistlahöfund- ur Blaðsins. En einhvern tíma endar allt. Sama hversu gott það er. Ágúst Borgþór, sem kallaður er Blogg-Þór vegna mikillar virkni í netheimum, birti lesendum sínum bréf frá Ás- [T*E] geiri Sverrissyni, ritstjóra * T t'■ !■ Blaðsins, þar sem hann segir Blogg-Þóri upp störfum. Ekki vegna ónánægju með skrifm heldur vegna breyttrar forgangsraðar. Og endurskipulagningar. Blogg-Þór fær að fjúka „Ef mönnum er sagt nógu víða upp þá eru þeir ekkert leng- ur. Þá er ekkert eftir nema að standa á nánast mannlausu Hlemmtorginu og góla vitfirrtur út íloftið," skrifarÁgúst Borgþórharm- rænn í bragði. Aðdáendur hans munu tæplega taka því þegjandi ef Blogg-Þór fykur en meinlokumenn á borð við Bjarna Harðarson skrifa áfr am á sama vett- vangi. Hvað veist þú um Einar Örn Benediktsson 1. Hvaða heimsffægu hljómsveit söng hann með á níunda áratug sfðustu aldar? 2. Hvað heitir núverandi hijómsveit hans? 3. Með hvaða fræga breska söngvara gerði hann tónlist- ina við kvikmyndina 101 Reykjavík? 4. Hvað hét smáskífan sem hljómsveit Einars Arnar gaf út í nóvember á síðasta ári? 5. Hvaða metsölurithöfundi var Einar öm með í bekk í barnaskóla? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Ég hefkomið að uppeldi Hermanns frá því hann var sexáragamall ogeraðsjálf- sögðu glöð og stolt af þvl hve hann hefur náð langt I llf- inu'segir Ágústa Jóns- dóttlr, stjúp- móðirHer- manns Hreiöarssonar, landsliðsmanns I knattspyrnu.„Ég man að alveg frá upphafi stefndi Hermann að þvl að verða meðal þeirra bestu I sinni iþrótt og þaö er aug- Ijóst aö þeim áformum slnum hefurhann náð: Hermann Hreiðarsson erfæddur í Reykjavík 1974. Fótbolti hefur átt hug hans og hjarta alla tíð og varð hann sfðast fslandsmeistari með liði Vestmannaeyja árið 1997 áður en hann gerðist atvinnumaður á Eng- landi. Fyrst lék hann með Crystal Palace það ár en hefur sfðan leikið með ýmsum liðum í neðri deildunum f enska boltanum. Árið 2003 gekk hann hins vegar til liðs vlö úrvals- deildarliðið Charlton á þriggja ára samningi. Hann á fast sæti f íslenska landsliðinu. ætla að leyfa Hjálmari slnum að hvllast. 1. Það voru Sykurmolarnir. 2. Hún heitir Ghostigital. 3. Það var Damon Albarn. 4. Hún hét Not Clean. 5. Hann var í bekk með Ólafi Jóhanni Ólafssyni. • Spádómar • • Þórarins • • (helgast af • • óskhyggju): • g Besti leikarinn: Philip Seymor Hoffman p „Ég held með honum. Fyrir hlutverk Capote. Útiloka þó p ekki að Heath Ledger vinni sem kynvilltur kúreki. Það f þætti mér miður. Mér finnst hann leiðinlegur þó hann leiki Besta leikkonan: Felicity Huffman „Þætti vænt um ef hún myndi vinna fyrir að leika kynskipt- ing íTransAmerica." • Besti leikstjórinn: _ George Clooney W „Þar geri ég skýlausa kröfu um g, George Clooney fyrir Good V Night, and Good Luck." Bionöed meö palladoma Þorarinn lýsir Oskarnum a netinu f Þórarinn Þórarinsson Miskunnarlausir palla- dómar um leikara sem fara f taugar kvik- myndanördsins. ívar Guðmundsson Þórarinn vill að skrúfað verði niður íhin- um íslenska kynni og menn lesi lýsingar hans heldur. „Ég byrjaði á þessu árið 2001 á strik.is sem er horfið til feðranna. Eiginlega til að skemmta sjálfum mér yfir óskarsverðlaunaafhending- unni og jafnframt er þetta andóf gegn hinum íslenska þul sem gjammar yfir allt og alla með inni- haldslausa fróðleiksmola um myndirnar og stjörnurnar,“ segir Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og kvikmyndagagn- rýnandi. Þórarinn ætlar sér að lýsa ósk- arsverðlaunaafhendingunni á vis- ir.is en Óskarinn er á dagskrá Stöðv- ar 2 aðfaranótt mánudags. Þórarinn hikar hvergi við að lýsa sér sem bíónörd. Og eftir að strik.is lagði upp laupana hélt hann uppteknum hætti á síðu sinni, badabing.is, en hún liggur nú tímabundið niðri. Þröstur Emilsson fékk því Þórarinn til að hafa lyklaborðið við hendina þegar óskarsverðlaunaafhendingin fer fram. „Ég ætla að sýna fram á og sanna að ef endilega þarf að vera með ís- lenskan kjaftavaðal yfir þessari ser- emóníu þá megi gera það skemmti- lega,“ segir Þórarinn sem lengi hef- ur haft brennandi áhuga á kvik- myndum og öllu þeim tengdum. Hann hefur sótt fjölda hátíða, með- al annars var hann á vegum Frétta- blaðsins í för með Friðriki Þór Frið- rikssyni á Cannes árið 2005. Og stefnir á óskarsverðlaunaafhend- inguna ef Fréttablaðið splæsir. „Þó að óskarsverðlaunin séu að öllu leyti yfirgengilega amerísk og hallærisleg hátíð, (þó ekki eins aumkunarverð og Edduverðlaunin), þá er þetta engu að síður stórhátíð bíónördanna. Þetta er álíka fyrir okkur og EM og HM í fótbolta. Stærsti viðburðurinn í þessum geira." Þórarinn telur sig til frumkvöðla með netlýsingu sinni. „Og þótt ég sé þekktur fyrir að skrifa fágaðan og fallegan stíl þá leyfi ég mér, í þess- um lýsingum, bæði að sletta og blóta. Ég hika ekkert við að halda með tilteknum myndum og tiltekn- um leikurum. Sumir leikarar fara í taugarnar á mér og þá fá þeir mis- kunnarlausa palladóma." Þórarinn mælir eindregið með því að menn skrúfi niður í ívari Guðmundssyni, sem hefur haft með höndum að lýsa Óskarnum undan- farin ár, og verði með tölvuna opna. jakob@dv.is Krossgátan Lárétt: 1 fjöldi, 4 kústur, 7 hreykni, 8 aðsjáll, 10 sigaði, 12deila, 13 eyktamark, 14 ástarguð, 15 stúlka, 16 Iftill, 18 orku,21 brotna,22 blað, 23 stuðningur. Lóðrétt: 1 háð,2 hæðir, 3 skammhlaup,4 dæg- urlagsins, 5 hratt, 6 þreyta, 9 hænum, 11 veiðarfæri, 16 ánægð, 17 ker, 19 bakki, 20 venju. Lausná krossgátu ’0is 0r'iej6l'nuj?zi '|æs 91 '||ojj 11 'uinjnd 6 '!P| 9 'JJ9 S 'sueje6e|s v jojujnejjs £ 'es? z 'sA6 i ijjajQpn •gojs tz jne| ZZ 'eujojq iz 'sge 81 'J?uis 91 'jseui s t 'Joujv Þ t 'njJ9 £ l '66e z l jlie o l 'Jeds 8 'J|ojs l 't)9S Þ 's?|6 l :jjajen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.