Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiölar Rltstjórar Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Drelfing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. mmm Karen Kjartansdóttir heima og að heiman Dettifoss og Fmenntaskóla fræddi ástkær fslenskukenn- ari minn okkur nem- endur sfna um fjöl- margar birtingarmyndir Dettifoss I (slenskum skáldskap. Hrikalegur fossinn læt- ur engan ósnortinn og ekki að undra þótt nokkur af helstu skáldum þjóðarinnar hafi ort um hann ódauðleg Ijóð. Þeina á meðal eru þeir kumpánar Kristján Jónsson fjallaskáld, Matthfas, Jochumsson, Þorsteinn Erlings- son og Einar Benediktsson. Hug- myndir þeirra um þaö magnaöa náttúruafl sem Dettifoss er voru þó af ólfkum toga. Einar sá hugs- anlega virkjunarmöguleika f óhömdum krafti vatnsflaumsins en Þorsteini Erlingssyni þótti ómetanleg fegurðin f honum merkilegri verðmæti en þau sem virkjun gæti skapað. ^*f^“w*i^JPönriiikökur ' * H'%- QiLskro Okkur mennt- skælingunum þóttu hug- myndir Einars Ben fomeskjuleg- ar. Dýrt var ort en ekki þóttu hugmyndir hans háleitar. Enn eru fossinn og áin sem f hann rennur óbeisluð. Andi Einars hefur svifið yfir vötn- um þegar stuðningsmenn álvers við Húsavfk komu saman á æsku- hefmfli skáldsins f gær. Ég sé fyrir mér fólkiö þar sem þaö stóð og beið f barnslegri cftirvæntingu eftir því að amerfski álrisinn Alcoa myndi tilkynna þeim yrði af virkj- unarframkvæmdunum við litla þorpið f noröri. Eflaust hafa pönnukökur verið bakaöar til að gestir gætu gætt sér á og karl- menn boðið hvor öðrum skro. Allt hefur þetta veríð einstaklega fslenskt og skemmtilegt. Rétt eins og Einar Ben hefði sjálfur látið skipuleggja samkomuna. (Viótmæli við endur sem ruddust inn á skrif- stofur Alcoa við Suður- landsbraut f Reykja- vfk f gær þekki til skáldskapar Þor- steins Eriings- sonar. Þó þykist ég vita að Þor- steinn sjálfur hefði gjarnan viljað taka þátt í mótmælunum. Þeir kröföust þess aö hætt yröi við byggingu álversins, fallið frá stór- iðjustefhu stjómvalda og virkj- unarframkvæmdirviö Kárahnjúka stöðvaðar tafarlaust Það er ekki aö undra þótt ekki sé jafn algengt og áður var að skáld yrki um nátt- úrufegurðina. Það verður ekki mikil náttúra eftir til að yrkja um ef ekki veröur vikið frá þeini stefinu sem stjómvöld hafa. Leiðari Páll Magmísson œtti aö fara að grípa í taumana hiðfyrsta. Auglýs- ingadeild RÚV varpar rýrð á Ríkissjónvarpið - er raunar stofnuninni til háborinnar skammar. Jakob Bjarnar Grétarsson Veruleikafirrtir auglysingamenn Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður hagstæður Mdssjónvarpinu. Einnverra taumana hið fvrsta. Auelvsineadeildii markaðssviðs Ríkisútvarpsins, tilkynnti í gær að RÚV hygðist ekki auglýsa í blöðum eða miðlum 365. Hann er dsáttur við auglýs- ingu sem markaðsdeild 365 ljósvakamiðla lét gera þar sem fram kemur að sjö af þeim dagskrárliðum sem voru á topp tíu lista síð- ustu Gallupkönnunar væru ekki lengur á dagskrá. Þeir á markaðssviði RÚV hafa í gegnum tíðina hagað sér með ósæmilegum hætti. Láta sem þeir keppi á frjálsum markaði en njóti ekki ríkisforsjár. Ósmekklegar auglýs- ingar frá deildinni birtast reglulega eins og til dæmis sú þar sem skjárinn er ruglaður og spurt: Vilt þú að auglýsingin þín birtist svona? Er þetta langt utan allra velsæmis- marka ekld síst þegar litið er til þess að allir þeir sem eru áskrifendur að Stöð 2 eru einnig, hvort sem þeim líkar betur eða verr, áskrifendur að RÚV. Fyrirliggjandi er að síðasta GaUupkönnun er handónýt. Fyrirffam var ljóst að sá tími sem til stóð að mæla áhorf var óeðlilega hagstæður Ríkissjónvarpinu. ] hluta vegna var samt af stað farið með könnunina og þetta tímabil mælt. Milljónir út um glugga. Þessi staðreynd kemur ekki í veg fyrir að Þorsteinn og félagar hreyki sér sem mest þeir mega af þessari könnun. Auglýsingadeild RÚV hefur barist hatram- lega fyrir tilvist sinni og skal engan undra. Þar er feitan gölt að flá enda hafa menn þar gott forskot á kollega sína. Þegar ríkisskatt- stjóri sendi menn í Efstaleitið til að taka á því sem heitir fölsk verktaka var það leyst á auglýsingadeildinni þannig að nú leigja þeir aðstöðu af RÚV - skrifborð og síma. Og haga sér eftir sem áður líkt og á frjálsum markaði séu: Innheimta prósentur af því að taka á móti auglýsingum sem margar hverjar streyma sjálfvirkt inn í fyrirbærið. Þetta er siðlaust og það sem verra er - svo firrtir eru þeir á auglýsingadeild RÚV að þeir láta sem þeir séu að keppa við kollega sfna á jafnrétt- isgrundvelli. Og þykjast nú geta hótað því að beina auglýsingum sínum annað. Páll Magnússon ætti að fara að grípa í hið fýrsta. Auglýsingadeildin varp- ar rýrð á Ríkissjónvarpið - er raunar stofn- uninni til háborinnar skammar. Markaðs- sviðið er síst til þess fallið að auka samstöðu um að þetta fyrirbæri sé á framfæri hins op- inbera. RÚV ætti að fara sér afar varlega í því sem mörgum sýnist tílhneiging upp á síðkastið - að skipa sér í bandalag með þeim miðlum sem taka sér stöðu í einhverju til- búnu stríði við 365 miðla. Menn þar á bæ verða að átta sig á því að RÚV er einnig í eigu þeirra sem eiga, starfa hjá og versla við 365. En ekki öfúgt. Og að Ríkissjónvarp hreyki sér með þessum hætti blygðunarlaust af falskri könnun er bamaskapur sem ætti að vera fyrir neðan virðingu stofnunar- rnnar. Þorsteinn Þor- Uppselt á Píkusögur í gs&r VERK SEM ALÞINGISKONUR GÆTU SETT UPP Sagan af 0 Orgía á Al- þingi. Sporvagninn Glrnd Ast í sam- göngunefnd. Plngkona á rúmstokknum Eldhúsdags- urnræður inn- an úr svefn- herberginu. InnrAsin frá Mars Frjálslyndir bjóða fram í fyrsta sinn. B • r ■ ■■WÁý ý, * t*. Desparate Housewlvet Saga Kvenna- listans. Fár í luglum. N0KKUÐ er liðið síðan íslendingar urðu í stórum hópum faraldri að bráð þannig að mannfall yrði mik- ið af. I fersku minni eru rauðir hundar sem ollu hér usla og fólk sem komið er á efri ár kannast við Fyrst og fremst högg í bæi og sveitir af völdum barnaveiki og mislinga. Að ógleymdum berklunum sem loddu lengi við og þjóðinni tókst með risavöxnu átaki að losa sig við. A SÍÐARI tímum er okkur tamara að tala um faraldurskennda sjúk- dóma sem einangruð tilvik: krabbamein í lungum og öndunar- vegi, brjósti og legi, hjartasjúk- dóma og kransæða viljum við ekki kalla faraldra. Aðvífandi árvissar flensur eru líka ekki þeirrar gerðar þó vitaskuld fari þær yfir álfur áður en þær berast hingað. UPPHAFSREITURINN er Asía - hinn sami og fuglaflensunnar sem mjakast hægt norður Evrópu og skekur nú landbúnaðarsvæði aust- an hafs og vestan. Hún er faraldur sem enn er að mestu bundin við fiðurfé, þó ný tíðindi bendi til að hún sé að sækja í ketti. Og þá er voðinn vísari. UM ALLA Evrópu leggja vísinda- menn ríka áherslu á að fólk fari ekki á límingunum, en sú hlið far- aldurs er oft skeinuhættari en veik- in sjálf. Plágan á sér djúpar rætur í manninum og hann veit sem dýra- tegund að veiran á að honum greiðan aðgang og getur fellt stóran hluta af ættbálknum sem hann tilheyrir. Enginn má sköpum renna. Dauðinn einn er mannin- um vís, eins og við erum minnt á stöðugt. ÞÆR ÞYKJA skoplegar ráðstafanirnar sem víða eru til um Evrópu. Frakk- ar hafa birt sínar og þær gera ráð fyrir harkalegum viðbúnaði - fari allt á versta veg. Fátt er að frétta af hug- myndum ráða- manna hér, en vísast eru þær til skúffum ráðu- neyta og heil- brigðisstofn- ana. Kjarninn þeim válegu tíðindum sem nú eru búin fuglum him ins er sá að mað ur- onnum Lífokkar er skammvinn dvöl og hverju okkar gefinn tímisem okkurberað nýtavel-því rétt eins og fuglarnir föllum við öll til jarð- arinnar. inn á sér aðeins fáa ævidaga í langri sögu jarðarinnar. Líf okk- ar er skammvinn dvöl og hverju okkar gefinn tími sem okkur ber að nýta vel - því rétt eins og fuglarnir föllum við öll til jarð- arinnar. Notum tímann vel. pbb@dv.is Skálkaskjól Moggans Fyrirgefur Yoko aldrei „í Bumley Express er maðurinn nefndur með nafiú og sagt að mál hans muni koma fyrir dómara á morgun fimmtudag," segir á vef Moggans í gær. Hjá liggur hlekkur á fiétt enska blaðsins. Mogginn er hjákátlegur í vand- ræðum sínum vegna teprulegrar stefnu í nafnbirtingarmálum. Einum smelli frá fréttinni er maðurinn nafngreindur í Burnley Express: „G.udni Snaebjornsson (23), ofReykja- vick, is alleged to have met a 14-year-old girl from Burnley on tlie Internet and then travelled to the town to meet her." Mogginn þykist stikkfrí en menn geta velt því fyrir sér hvort þetta sé ekki . tvískinn-: ungsháttur? Styrmir Gunnars- son Gotterað geta bent á menn án þess aðnefnaþá. „Hún er yfirstéttarstelpa af japönskum ættum sem ólst upp í Bandaríkjunum," segir Ingólfur Margeirsson, Bítlaaðdáandi númer eitt, tvö og þijú á íslandi, í samtali við Fréttablaðið. Um Yoko Ono sem hann kallar duglega atvinnuekkju Lennpps. „Hún upplifði aldrei neinn skort eða stríðshrylling eins oghún hefur stundum ýjað að... “ heldur Ingólfur áfram. „Onohefur einniggrætt velá ýmsum hugðarmálum Johns Lennon og er friðariðnaðurinn bara einn angi af þeim.“ Alveg er á hreinu að Ingólfurmun aldrei fyrir- gefa Yoko það að hafa splundrað Bítlunum. Aldrei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.