Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Sport DV Vinnur Ham- ar/Selfoss þriðja leikinn Hamar/Selfoss getur í kvöld unnið sinn þriðja leik í röð í Iceland Express deild karla í Hveragerði þegar liðið tekur á móti Þór frá Akureyri. Hamar/Selfoss vann KR í framlengdum leik fyrir viku síðan og svo Hauka á Ásvöllum á síðasta sunnudagskvöld. Ham- ar/selfoss-liðið hafði að- eins unnið einn leik á árinu fyrir KR-leikinn og þann leik unnu þeir á kæru gegn Keflavík en ekki inn á sjálf- um vellinum. Með þessu góða gengi að undanförnu eru Hamars/Selfoss-menn langt komnir með að bjarga sér frá falli. Guðjón Skúlason lék sinn 406. leik í úrvalsdeild karla í Höllinni á Akureyri á sunnudagskvöldið og bætti þar með leikja- met Njarðvikingsins Teits Örlygssonar sem lék 405 leiki með Njarðvík frá 1983 til 2004. Eru bikar- meistararnir komnir niður ájörðina? Bikarmeistarar Grinda- víkur hafa tapað báðum leikjum sínum í Iceland Ex- press deild karla eftir að þeir unnu bikarmeistaratit- ilinn á dögunum, fyrst fyrir Keflavík með 25 stigum og þá fyrir Fjölni með einu stigi í síðasta leik. Grinda- vík leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik eftir að bikarinn kom í Röstina og fáþá topplið Njarðvík- ur í heim- sókn. Grindavík varð einmitt fyrsta liðið til þess að vinna Njarðvrk í vetur en liðið vann fyrri leikinn í Ljóna- gryfjunni í framlengdum leik. Grindavík hefur unnið 4 heimaleiki í röð og alls 8 af 9 heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. FH sigraði á Mí 12-14 ára Lið FH varð fslands- meistari félagsliða, á Meist- aramóti íslands í frjálsum íþróttum 12-14 ára en mót- inu lauk í Laugardalshöll um síðustu helgi. FH fékk 326,5 stig í heildarstiga- keppni mótsins, Breiðablik varð í öðru sæti með 187 stig og ÍR varð í 3. sæti með 163,3 stig. í einstökum ald- ursflokkum urðu eftirfar- andi félög sigurvegarar og íslandsmeistarar félagsliða: FH hjá 12 ára og 14 ára stelpum, HSH hjá 12 ára strákum, Breiðablik hjá 13 ára telpum, UFA hjá 13 ára piltum og UMSE hjá 14 ára piltum. Hefur leikið 406 leiki í efstu deild Þeir eru fæddir með aðeins átta daga millibili, eru táknmyndir körfuboltans í Keflavík og Njarðvík, báðir svakalegar skyttur, hafa spilað yfir 100 leiki fyrir íslands hönd og hafa í gegnum tíð- ina spilað ófáa úrslitaleikina gegn hvorum öðrum. Guðjón Skúlason og Teitur örlygsson hafa háð marga hildina frá því að þeir léku sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir rúmlega tveimur áratugum síðan en nú hefur Guðjón unnið „síðasta baradag- ann“ með því að taka af honum leikjametið í úrvalsdeild karla. Guðjón jafnaði metið í sigurleik á Grindavík og bætti það síðan í Höll- inni á Akureyri þremur dögum síðar. Leikurinn á Akureyri var jafnframt 150. leikur Guðjóns undir stjóm Sig- urðar Ingimundarsonar en flesta af þessum 406 leikjum hefur Guðjón LEIKIR GUÐJÓNS í ÁKVEÐNUM HÚSUM: Mótherji Leikir sigrar - töp Keflavík 190 (155-35) Grindavik 31 (19-12) Seljaskóli 23 (14-9) Njarðvík 23 (5-18) Strandgata 22 (11-11) Sauðárkrókur 17 (12-5) Borgarnes 14 (8-6) Hlíðarendi 14 (12-2) Höllin Akureyri 13 (12-1) Hagaskóli 10 (4-6) Seltjarnarnes 9 (5-4) Stykkishólmur 7 (6-1) Akranes 7 (5-2) Isafjörður 5 (4-1) Smárinn 5 (4-1) Hveragerði 4 (3-1) KR-hús 4 (2-2) Digranes 2 (2-0) Sandgerði 2 (2-0) Kennarahásk. 1 (1-0) Ásvellir 1 (1-0) Ásgarður 1 (1-0) (M Grafarvogi 1 (1-0) leikið undir stjóm hans. Guðjón hefur spilað flesta leiki gegn Njarðvík (46), skorað flest stig gegn KR- (745) og- vantar nú aðeins 10 leiki til þess að hafa spilað 200 deildarleiki í Iþrótta- húsinu í Keflavík. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Fjölni en Guðjón hefúr einmitt aldrei spilað gegn Fjölni í úrvalsdeild. Guð- jón hefur spÚað gegn 23 liðum eða öllum sem hafa spilað í úrvalsdeild- inni nema Fjölnir og Ármann. Hér á síðunni má finna lista yfir hvar og gegn hverjum Guðjón hefur spilað sína 406 leiki í úrvalsdeild karla. Guðjón lék sinn fyrsta leik gegn ÍR í Keflavflc 7. október 1983 en Guðjón var í hópnum í öllum 20 leikjum TVÖ ÖNNUR MET GUÐJÓNS: 4 ISLANDSMEISTARATITLAR Guðjón hefur fjórum sinnum lyft íslandsbikarnum sem fyrirliði Islandsmeistaraliðs Keflavík- ur. Enginn leikmaður I sögu úrvalsdeildar karla hefur lyft bikarnum oftar. Guðjón var fyrir- liði Islandsmeistaranna 1993,1997,1999 og 2003. Guðjón var einnig meðlimir Islands- meistaraliði Keflavlkur 1989 og annar þjálfara meistaraliðsins 2004 en timabilið I fyrra var fyrsta tlmabiliö sem Keflavik verður meistari án hjálpar Guðjóns Skútasonar. 964 ÞRIGGJA STIGA KÖRFUR Guðjón hefur skorað 964 þriggja stiga körfur i úrvalsdeild sem er 222 körfum fleira en næsti maður á listanum sem er Teitur Örlygsson. Efstur afnúverandi leikmönnum I úrvalsdeild- inni er Páll Axel Vilbergsson með 534 körfur en Kristinn Geir Friðriksson sem leikur númeð Tindastóli i 1. deildinni hefurskorað 673 þriggja stiga körfur i efstu deild. TVÖ MET SEMTEITUR Á ENN: 405 LEIKIR FVRIR SAMA LIÐ Teitur örlygsson hefur leikið alla slna 405 leiki fyrir Njarðvik, fleiri en nokkur annar i úrvals- deild karla. Guðjón ték 32 afs/num leikjum fyrir Grindavik tímabilið 1994 til 1995 og hefur þvi leikið 374 leiki fyrir Keflavík i úrvalsdeild karla. 318 SIGRAR SW Teitur Örlygsson hefur verið isigurliði Í318 úrvalsdeiídarleikjum oftar en nokkur maður og er Teitur sá eini sem hefurbrotið 300 sigra múrinn. Næstur honum l sigurleikjum kemur Guðjón Skúlason sem hefur verið I sigurliði i289 leikjum. METIÐ SEM HV0RUGUR ÞEIRRAÁ: 7355 STIG. Valur Ingimundarson er stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi en hann skoraði 7355 stig i400 leikjum eða 18,4 stig að meðaltali I leik. Guðjón er i öðru sæti með 6644 stig eða 711 stigum á eftir Val, en Teitur er siðan þtiðji með 6579 stig, 65 stigum á eftir Guðjóni og 776 stigum á eftir Val. þessa fyrsta tímabils síns í úrvals- deildinni og skoraði í þeim 123 stig eða 6,2 stig að meðaltali í leik. Kefla- víkurliðið vann hinsvegar aðeins 7 leiki og féll niður í 1. deild. Guðjón og félagar unnu sér aftur sæú í úrvals- deildinni og Keflavflc hefur síðan jaih- an verið meðal bestu liða landsins og hefur unnið íslandsbikarinn átta sínnum á síðustu 16 árum. LEIKIR GUÐJÓNS GEGN ÁKVEÐNUM LIÐUM: Mótherji Lelkir sigrar - töp Njarðvík 46 (16— 30) Haukar 44 (25-19) KR 42 (26-16) Valur 42 (35-7) (R 36 (28-8) Tmdastóll 35 (28-7) Grindavík 31 (18-13) Skallagrlmur 25 (18-7) Þór Ak. 24 (23-1) fA 15 13-2) Breiðabíik 15 (14-1) Snæfell 14 • (13-1) KFl 10 (8-2) Hamar 8 (7-1) Reynir S. 4 (4-0) Fram (4-0) Keflavík ’ 4 (3-1) ís ' • 2 (2-0) Stjarnan 2 (2-0) Valur/Fjölnir 1 (1-0) Höttur 1 (1-0) Hamar/Selfoss 1 (0-1) leikir GUÐJðNS undir Akvíðnum mAlfurum: LEIKJAMETIÐ í ÚRVALSDEÍLD KARLA: Mótherji Leikir sigrar - töp Sigurður Ingimundarson 150 (110-40) Jón Kr. Glslason 108 (81-27) Gunnar Þorvarðarson 34 (25-9) Friðrik Ingi Rúnarsson 32 (24-8) Sandy Andersson 20 (16-4) Brad Miley 20 (7-13) Hreinn Þorkelsson 19 (8-11) LeeNober 17 (14-3) John Veargason 4 (2-2) Guðbrandur Stefánsson 2 (2-0) 1. Guðjón Skúlason 2. Teitur örlygsson 3. Valur Ingimundarson 4. Marel Guðlaugsson 5. Guömundur L Bragason 6. Jón Arnar Ingvarsson 7. Pétur Ingvarsson 8. Friðrik Ragnarsson 9. Pétur R. Guðmundsson 10. TómasHolton Keflavlk, Grindavlk 406 leikir Njarðvlk 405 lelklr Njarðv(kJindastóll,Skallagr(mur 400 leikir Grindav(k,KR,Haukar 387 leildr GrindavflgHaukar 348 leikir Haukar.Breiöablik 339 leikir Haukar.Hamar 335 leikir Njarðvík,KR 327 leikir Grindavfk, Tindastóll 325 leikir Valur, Skallagrímur 319 leikir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.