Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 12
72 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Fréttir dv Bæjarstjóri hættir Einar Pétursson, bæjar- stjóri í Bolungarvík, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem bæjarstjóri eftir komandi sveitarstjórnar- kosningar að því er fram kemur á bb.is. „Ástæðan er sú að mig langar til að skipta um starfsvettvang. Ég var ráðinn bæjarstjóri og hef samning fram á vor og ég hef svo sem ekkert í höndunum um það hvort mér hefði verið boðinn áframhaldandi samningur en hef ákveðið að gefa ekki kost á mér aftur," segir Ein- ar. Einar tók við sem bæjar- stjóri í byrjun ársins 2003 af Ólafi Kristjánssyni sem sinnt hafði starfinu í 16 ár. listasafni Nakið fólk verður í aðal- hlutverki laugardaginn næstkomandi í Listasafni Akureyrar en þá verða tvær nýjar sýningar opnaðar í safninu. Þar er annars veg- ar um að ræða sýningu á myndum Spencers Tunick af nöktu fólki í þúsundatali og hins vegar skúlptúrinn- setningu Höllu Gunnars- dóttur um mannslíkamann. Spencer Tunick er orðinn heimsfrægur fyrir ljós- myndir sínar af nöktu fólki í þúsundatali í hinum ýmsu borgum og bæjum um all- an heim. Menn hafa ýmist vænt Tunick um siðleysi og úrkynjun eða lofað verk hans fyrir að ögra siðaregl- um samtímamenningar okkar og viðteknum skil- greiningum á listsköpun. ir Reynir Sveinsson, slökkvi- liðsstjóri, bæjarfulltrúi, for- stöðumaður Fræðaseturs og formaður sóknarnefndar I Sandgerði.„Ég er búinn að vera á tveimur stöðum I morgun og erþessa stundina á fundi með slökkviliðsstjór- anumí Landsíminn vík. Ég ersvo að fara að taka mynd afþvl þegar björgunarsveitar- menn I Sandgerði fá drátt- artóg að gjöf. Síðan heimsæki ég konu sem er með gamlar myndir semhún ætlar aðgefa í sögu Sandgeröis á siðustu öld. Héreru allir áneégðir. Maður kvartar ekki yfir neinu. Þetta gæti ekki verið betra." Landbúnaðarstofnun undirbýr nú að fara yfir á annað viðbúnaðarstig vegna fuglaflensunnar. Jarle Reiersen, dýralæknir í alifuglasjúkdómum, segir annað viðbúnað- arstig þýða að loka verði alla alifugla inni. Myndi það koma harðast niður á þeim bænd- um sem eru með fáar hænur útigangandi við bæi sína. Flensan hefur greinst í ketti í Þýskalandi en Jarle segir að ekkert bendi til að flensan geti borist beint milli gæludýra. Fnglaflensan setnr íslensku hænuna í hætlu Landbúnaðarstofnun undirbýr nú að fara yfir á viðbúnaðarstig tvö vegna fuglaflensunnar. Það mun m.a. þýða að loka verði alla alifugla innandyra og myndi koma harðast niður á þeim bændum sem eru með fáar hænur útigangandi við bæi sína og er þá einkum um íslensku hænurnar eða landnámshænurnar að ræða. Jarle Reiersen, dýralæknir í alifuglasjúkdómum hjá Landbúnað- arstofnun, segir að ekki hafi verið ákveðið að fara á viðbúnaðarstig tvö í kjölfar fregna um fuglaflensutiifelli í Svíþjóð. „Þar var um sýktar skúf- endur að ræða en þær fljúga ekki hingað til lands," segir Jarle. „Því ákváðum við að bíða enn um sinn þótt undirbúningur að öðru viðbún- aðarstiginu sé í fullum gangi enda yrði um heljarmikla aðgerð að ræða." Allir fuglar í hús Annað viðbúnaðarstigið felur í sér að allir alifuglar verði hýstir. „Flestir alifuglar á landinu eru þegar hýstir en aðgerðin kæmi verst út hjá litlu aðilunum í alifuglaræktinni, það er þeim bændur sem hafa fáar hænur lausgangandi við bæi sína," segir Jarle. „Þeir gætu orðið fyrir töluverðum kostnaði við að útbúa fullnægjandi smitvarða aðstöðu fyr- ir alifugla sína." Jarle segir enn frem- ur að staðan sé metin daglega en áður hefur komið fram að ef fuglaflensan greinist á Bretlandseyj- um eða á hinum Norðurlöndunum muni viðbúnaðarstig tvö verða sett í gang um leið. Og þriðja viðbúnaðar- stigið fer í gang ef smit greinist í ali- fuglum hérlendis en þá yrði um að ræða lokun á viðkomandi svæði í samræmi við viðbragðsáætlun Landbúnaðarstofnunar. Köttur smitast Nýjustu fregnir af fuglaflensunni í Evrópu eru að köttur hafi smitast af viðbí Landnámshænur Yrðu lokaðar inni ef viðbúnaðarstig tvö ferigang. henni í Þýskalandi. Aðspurður segir Jarle ekki líklegt að smit milli gælu- dýra sé möguleiki. „Það er ekki nýtt að kattardýr sýkist og jafnvel deyi, samanber fregnir af slflcu hjá tígrisdýrum í dýragarði í Taflandi," segir Jarle. „Þar var um að ræða að dýr- in höfðu verið fóðruð eingöngu með sýktum alifuglum. Smitmagnið þarf þvf að vera verulegt til að kattardýr deyi af flens- unni. Það vantar enn ít- arlegar upplýs- ingar um hvort kötturinn í Þýskalandi dó af veirunni eða af öðrum ástæð- um. Hins vegar eru engin dæmi þess að kattardýr hafi smitað fólk af flensunni. Það væri hins vegar áhyggjuefni ef flensuveiran tæki þannig breyting- um að hún gæti smitast milli ann- arra dýra en fugla en engin dæmi eru um að það hafi gerst." BÚNAOARSTIGEtTT- Fr í undirbúningi. Feiur m.a. > , \ o/iir aJifugiar séu hystir og SeT f Jð beir sleppi okki út. tryggt af fejraíJar Joftræstitúð- , hrdnsun / fordyri buanna. —— Wðbragðsáætlun Landbún-^ ^ðarstoínunargrgtW- m-ar ítraðogsvæðumlok- ið upp. íbúar á landsbyggðinni ósáttir við fyrirkomulag miðasölu Idolsins Fást aðeins í Smáralind og hjá Flugfélagi íslands I ii Simmi 'dol Segirþað erfitt i Jfl °ð vera með miðasöluáat- kurð IReykjavík á mörgum stöðum úti á landi. „Það er mjög erfitt og vandmeð- farið að halda utan um miðasölu á svona verkefni," segir Sigmar Vil- hjálmsson, betur þekkt- ur sem Simmi í Idol. „Við völdum þá leið að fara í gegnum Flugfélag íslands sem er vant miða- sölu í kringum versl- unarmannahelgar og annað og fólk af lands- byggðinni getur keypt sér miða þar í gegnum síma. En það er reyndar háð því að fólk nýti sér þjónustu flugfélags- ins," segir Sigmar. Nokkrir íbúar af irv V landsbyggðinni höfðu samband við DV og voru ósáttir við fyrirkomuiag miðasölunnar en þeir töldu að miðasala á Idol-keppnina í Smára- lind færi aðeins fram í Idol-þúðinni í Hagkaupum. Starfsmaður Hagkaupa sem DV ræddi við sagði að á laugardögum, þegar miðasalan hefst, væri komin löng biðröð klukkan hálfníu á morgnana. Það þýðir að lands- byggðarfólk þarf annað hvort að fljúga með Flugfélagi íslands til Réykjávíkiir ridolið eða þá að vera mætt viku fyrir keppni Hagkaup í Smáralindinni. þekki sjálfur sem Eg- ilsstaðabúi að það er Miðarnir á Idol Fást aðeins IIdol-búðinni íHagkaupum iSmáralind og hjá Fiugféiagi Islands. voðalega erfitt að ætla að reyna vera með miðasölu á einhvern atburð í Reykjavík á mörgum stöðum úti á Iandi. Ég held að það gildi um Idolið eins’ og alla aðra atburði. Því miður þá er þetta svona," segir Sigmar sem er staddur úti í London þar sem hann tók að sér hlutverk íþróttaf- réttamanns fyrir Sýn. „Annars má fólk búast við góðum þætti í næstu viku en þá verður þátt- urinn helgaður breskri tónlist frá ár- unum 1960 til 1970," segir Sigmar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.