Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Menning DV * *• SpencerTunick Er þekktur fyrir að mynda allsnakið fólk, ensjálfurferhann aldrei úr fötunum fyrir framan mvndnvtU Hundruð sjálfboðaliða bera Vel sagt Ástin, sem við köllum svo, var þá enn ekki flutt til íslands. Menn mökuðu sig rómantík- urlaust eftir orðlausu náttúrulögmáli og samkvæmt þýskum píetisma danakonúngs. Orðið ást leyndist reyndar í málinu sem leif- ar frá ókunnri fomöld þegar orð þýddu alt annað; eftilvill verið notað um hross. (Halldór Laxness, Paradísarheimt.) Fjölbreytilegur harmóníkuleikur íkvöld Harmonikufélag Reykjavíkur á 20 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess hefur félagið feng- ið til landsins tvo margverðlaun- aða harmonikuleikara, Lars Karl- son frá Sviþjóð og Oivind Farmen frá Noregi. Þessir tveir glæsilegu listamenn koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20 og flytja ijölbreytta og spennandi tónlist úr öllum áttum. Heimsókn þeirra Lars og 0ivind verður án efa lyftistöng og menningarauki fyrir starfsemi fé- lagsins sem og annarra harmon- ikufélaga á landinu. Markmið Harmonikufélags Reykjavíkur hefur líka frá upphafi verið að glæða áhuga fólks á harmo- nikunni og þeim tónlistararfi sem henni fylgir. Á umliðnum 20 árum hefur félagið íylgt markmiðum sfnum ötullega, meðal annars með fjölbreyttu tónleikahaldi hér- lendis og þáttöku í tónleikahaldi og menningarhátíðum í öðrum löndum. Þeir Lars og 0ivind leika einnig fyrir dansi í Húnabúð á föstudags- kvöldið frá kl. 22:00. Knáir harmóníkuleikarar Harmónikufé- lag Reykjavlkur hefur gengið ötullega fram I þvl að glæða áhuga fólks á harmónikunni. Hollywood-Guð í kilju Herra Alheimur eftir Hallgrím Helgason kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 2003, en hefur nú nýverið komið út í kilju. Bókin er ekta spennutryllir í anda Hollywood-stórmyndanna. Hér er á ferðinni hugljúf heimsendasaga fyrir alla fjölskyld- una sem skartar heimsfrægum stórstjömum í hverju hlutverki. í Miðju alheimsins situr Guð (Marlon Brando) ásamt útvöldum fulltrúum þeirra 714 mannkynja sem hann hefur skapað. Allt virð- ist með kyrrum kjörum uns fregn- ir berast til Miðjunnar að íbúum Jarðarinnar hafi tekist að klóna sjálfa sig - séu farnir að leika Guð. Eftir fund með nánustu aðstoðar- mönnum sínum (Woody Allen, Max von Sydow og Arsene Wen- ger) liggur úrskurður Drottins fyr- ir: Alger og endanleg útrýming mannkyns Jarðar. Eina von Jarð- arinnar er hinn margendurfæddi herforseti Napóleon Nixon (Ant- hony I-Iopkins). Ásarnt skylminga- þrælnum Elíban (Mike Tyson) segir hann Skaparanum stríð á hendur og heldur í herför til vam- ar mannkyni sfnu - til bjargar plánetunni Jörð. En hver vinn- ur stríð gegn Guði? Kannski munu Akureyringar fækka fötum, krjúpa á kirkjutröppunum frægu og leyfa bandaríska ljósmyndaranum Spencer Tunick að taka myndir af sér, líkt og þúsundir manna hafa gert um heim allan. Hannes Lárusson hjá Listasafni Akur- eyrar hefur a.m.k. fengið Tunick til bæjarins, en um helgina verður opnuð sýn- ing á verkum hans í safninu. Strípalingar Timicks Spencer Tunick er svo sannan- lega heimsfrægur. Allir hafa senni- lega einhvern tíma séð myndir eft- ir hann, enda þykja þær iðulega fréttaefni. Tunick er ljósmyndari sem fremur skemmtilega gjörn- inga, en hann leggur það í vana sinn að srnala saman fjölda fólks og láta það sitja fyrir allsnakið, oft á almannafæri. Þetta hefur hann gert á jafn ólíkum stöðum og í Sviss, Finnlandi, Ástralíu, Brasilíu og Chile, en alls staðar hefur al- menningur svarað kalli Tunicks, svipt sig klæðum og lagst ber- strípað þar sem hann segir til. Auðvitað er ljósmyndari á borð við Spencer Tunick gríðarlega um- deildur og hefur hann jafnvel verið úthrópaður klámhundur og sið- leysingi, en flestir bera þó kennsl á verk hans sem ögrun við viðteknar siðareglur samtíma okkar. Þeir segja að hann skapi nýtt landslag með nöktum líkömum, en myndir hans séu fjarri því að vera klúrar eða dónalegar á nokkurn máta. Ljósmyndari handtekinn Tunick er fæddur árið 1967 í New York og þar býr hann enn og starfar. Síðan 1992 hefur hann ver- ið handtekinn fimm sinnum í heimaborg sinni, m.a. á Times Square, fyrir að reyna að stilla nöktu fólki þar upp til myndatöku. Þó að allar kærur á hendur honum hafi verið felldar niður bætti Tun- ick þó um betur og fór í mál við borgaryfirvöld, til þess að koma í veg fyrir slíkt ónæði í framtíðinni. í ljós kom að ljósmyndarinn gat not- að fyrstu grein stjórnarskrárinnar sér til varnar og að endingu var frelsi hans til listsköpunar alfarið viðurkennt af borgaryfirvöldum. Sýningin í Listasafni Akureyrar ber yfirskriftina Bersvæði og verð- ur opnuð á laugardaginn. Þar mun listamaðurinn sýna úrval af verk- um sínum frá 1998 til 2005. Þetta er stærsta sýningin sem haldin hefur verið á ljósmyndum Tunicks, en myndirnar eru fengnar frá 1-20 galleríinu í New York og HaJe’s safninu í London. Benedikt Hjart- arson bókmenntafræðingur hefur skrifað ítarlega grein um Spencer Tunick, sem varpar nýju ljósi á þennan umdeilda listamann, en greinin birtist í sýningarskrá. Svefnfarar Höllu Á laugardag klukkan þrú, um leið og hinn heimsfrægi ljósmynd- ari opnar sýninguna fyrir norðan, verður einnig opnuð sýning á verk- um hinnar ungu Höllu Gunnars- dóttur. Þetta er fyrsta sýning Höllu á íslandi, skúlptúrinnsetning sem heitir Svefnfarar. Undanfarin tíu ár hafa verk Höllu fjallað um manns- líkamann, bæði höggmyndir hennar og olíumálverk. Á þessari sýningu má sjá sjö manneskjur í næstum fullri líkamsstærð sem hanga úr loftinu á draumkenndan máta og geta áhorfendur gengið á milli „manna" sem unnir eru í leir en síðan steyptir í gifs. „Svefnfarar eru næturmynd af venjulegu fólki”, segir í tilkynningu frá Lista- safni Akureyrar og ennfremur: „Á sýningum Spencers Tunick og Höllu Gunnarsdóttur má sjá tvær ólíkar framsetningar þar sem mannslíkaminn er í fyrirrúmi og báðar vekja ágengar spurningar." Hallgrlmur Helgason Skrifarum Guð leikinn afMarlon Brando.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 52. tölublað (02.03.2006)
https://timarit.is/issue/350095

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

52. tölublað (02.03.2006)

Aðgerðir: