Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 14
74 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Fréttir DV Tinni Sveinsson • Sagt er að Þórhall- ur Guðmundsson miðill hafi tilkynnt í þætti sínum Lífsaug- að á þriðjudagskvöld að hann hefði verið tekinn af dagskrá Bylgjunnar. Finnst þar mörgum skarð fyrir skildi að geta ekki lengur gengið að því að geta skyggnst reglulega með Þórhalli inn í huliðsheima framliðinna ættingja. Verra flnnst þó sumum að nú verði enn eina ferðina að breyta nafni móðurfélags Bylgjunnar sem eftir- leiðis heiti þá 364 miðlar... • Hinir íjölmörgu félagar og vinir Erps Eyvindarsonar fylgjast þessa dagana spenntir með ferðum hans og kærustunnar Elvu Bjarkar Barkardóttur um hin ýmsu lönd Suðaustur-Asíu. Erp- ur er duglegur að senda skilaboð á netinu og lendir í ýmsum ævintýr- um. Þó stendur upp úr þegar parið fór á slóðir Víetkong í Víetnam. Þar fékk Erpur að handleika AK-47 og dáðist sérstaklega að leiðsögu- manninum, sem hann sagði geta hlaðið gripinn með tánum, stand- andi á haus... • Þær fregnir berast úr Borgarleik- húsinu að setja eigi á svið breska farsann Funny Money í leikstjóm Þórs Tulinius. Þetta er breyting á verkefnaskránni, sem kynnt var í byrjun vetrar. Líkleg ástæða er að aðsóknin gangi ekki sem skyldi og hysja þurfi upp reikning- inn. Lítið hefur verið um farsa á fjölunum í vetur en nú stefnir í farsafár á vormán- uðum. Þjóðleikhús- ið er einnig að undirbúa Átta konur, sakamálafarsa með söngvum, í leik- stjórn Eddu Heiðrúnar... • Annars stefnir í eina líflegustu helgi í manna minnum í Þjóðleik- húsinu. Á morgun frumsýnir Þór- hildur Þorleifsdóttir Virkjunina á Stóra sviðinu. Á laugardaginn verð- ur síðan blásið til heljarinnar veislu þegar Kassinn, nýja leikrýmið við Lindargötuna, verður vígður með fmmsýningu Péturs Gauts í leikstjórn Baltasars Kormáks. Engu er til sparað við uppsetninguna, enda styrkir Björgólfur Guð- mundsson og Landsbankinn Kassann. Bankinn ætlar líka að splæsa veitingum á laugardaginn og hugsa gestir sér því gott til glóðarinnar... • Eftir slétta viku fer gamanþáttur- inn Sigtið í loftið á Skjá einum. Um- sjónarmaður Sigtis- ins heitir Frímann Gunnarsson og leik- ur Gunnar Hansson hann. Þættirnir skarta einnig Hall- dóri Gylfasyni og Friðriki Friðrikssyni. Frímann umsjónarmaður er mikið ólfkindatól. Fyrsti þátturinn á til dæmis að fjalla um matargerð en þegar hann prófar nýja tegund af kjötbollum, sem heita kjötkúlur, og kafnar næstum því fær hann hug- ljómun og gerir dramatískan þátt um dauðann og trúna... íbúar á Vesturgötu 16 mótmæla áformum um nýbyggingu á Vesturgötu 18. Þau Kristín Nanna Vilhelmsdóttir, Jón Geir Jóhannsson og Sigríður Guðmundsdóttir segja aö úr nýja húsinu fái fjöldi manns beinan aðgang að einkalífi þeirra inn um gluggana. Einstakt sjávarútsýni hverfi og sólin skíni ekki framar á lóðina. Þor- móður Sveinsson arkitekt segir viðbrögð íbúanna storm í vatnsglasi. ðásœttanlegt og klánlega M ó friðhelgi einkalíls „Við krefjumst þess að hagsmunir íbúa verði settir í forgang, enda á að ríkja hér íbúalýðræði en ekki verktakalýðræði," segja þrír íbúar í Vesturgötu 16. Þau Sigríður Guðmundsdóttir, Kristín Nanna Vilhelmsdóttir og Jón Geir Jóhannsson eru algerlega andsnúin áformum eiganda Vest- urgötu 18 og Tryggvagötu 10, M2- Eigna ehf., um að sameina lóðirnar tvær og koma þar fyrir allt að átján íbúðum. Nýju íbúðirnar yrðu annars veg- ar í nýju húsi á Vesturgötu 18 og hins vegar í endurbyggðu húsi á Tryggvagötu 10. Skipulagsfulltrúi hefur vísað málinu til hverfisarki- tekts til umsagnar. Nýbygging fyrir gíuggagægja? fbúarnir þrír segja að fram- kvæmdirnar myndu algerlega eyði- leggja nýtingu lóðar þeirra. Skuggamyndun yrði viðvarandi all- an sólarhringinn. Ekki yrði hægt að rækta þar gróður og nýta lóðina til útivistar. Og það er ekki eini gall- inn: „Ekki eingöngu eyðileggst lóð hússins heldur verður fjölda manns veitt beint útsýni inn um gluggana hjá okkur sem er í alla staði óásættanlegt og klárlega brot á friðhelgi einkalífs okkar," segja Sigríður, Kristín og Jón í mótmæla- bréfí til skipulagsyfirvalda borgar- innar. Fleiri húseigendur í næsta nágrenni hafa einnig gert athuga- semdir við áform M2-Eigna ehf. hverfinu með slíku útsýni: „Hér hafa íbúar útsýni yfir höfn- ina, hvalbátalægið, slippinn og upp á Skaga. Esjan sést hér í öllu sínu veldi og þykir sýnt að fáir íbúar í næsta nágrenni séu jafn heppnir með það." Þannig telja íbúar á Vesturgötu að bæði muni þeirra eigið útsýni skerðast og sömuleiðis verði þau sjálf eins og sýningargripir í sínum eigin íbúðum: „Hefðum við ætlað að búa í slíku nábýli við framkvæmdasvæði hefðum við keypt húsnæði í Graf- arholti eða öðru hverfi þar sem slíkt skipulag er fyrir hendi og öll- um kunn við byggingu svæðisins." Bílakjallari ekki nóg Ætlun M2-Eigna er að komið verði fyrir bílakjallara fyrir þrettán bíla í neðri hluta lóðarinnar. Sig- ríður, Kristín og Jón benda hins vegar á að eftir að framkvæmdir byrjuðu við Vesturgötu 20-24 hafi íbúar þar í grenndinni misst 20 bílastæði á fáeinum mánuðum. Lóðina á Vesturgötu 18 eigi því að nýta áfram undir bflastæði. „Við teljum að skipulagsnefnd sé ekki stætt á því að auka bfla- stæðavanda miðborgarinnar frekar með vanhugsuðum aðgerðum." Segja rök borgarinnar fárán- ieg Hefðum keypt í Grafarholti Ibúarnir þrír segja að einstakt útsýni úr íbúð þeirra Kristínar og Jóns muni skerðast. Erfitt sé að finna sam- bærilega íbúð í Götumynd húsanna við Vestur- götu 16 og nærliggjanda húsa er friðuð að sögn íbúanna þriggja: „Teljum við fáránleg þau rök sem fram komu í síðasta bréfi ykk- ar til okkar „að það fari betur í göutmynd að byggja í lóð- inni." Slíkt flokkast sem tilfinningarök og persónulegt mat einhvers arkitekts sem augljóslega hefur hags- muni bygg- ingaverktaka í huga en ekki skipu- lag rótgróins hverfis," skrifa þau í bréfmu til borgarinnar. Verður ólíft með lítið barn íbúamir þrír telja einboðið að miídar sprengingar þurfi til að hægt verði að byggja áðumefnd- an bflakjallara. Ólíftverði f húsi þeirra á meðan auk þess sem óvíst sé að hús þeirra Þormóður Sveinsson „Þaö var alltafgert ráö fyrir þvlaö það yrði byggt upp þannig að fólk mátti alltaf gera ráö fyrirþvlaö þaö yrði skeröing á utsýni,' segir arkitekt nýfram- kvæmdanna. Tryggvagata lOEig- andinn vill endurbæta og-byggja þetta hús og innrétta Iþvlfbúöar- hús. Vesturgata 18 Hérer bílastæði í dag sem íbú- arnir segja alls ekki veita af þvl sífellt þrengi að bllum Ibúa hverfisins. þoli yfirleitt slflcan sprengjugang. Ekki síst verði ástandið erfitt fýrir Kristínu sem sé með bami sem eigi að fæðist eftir tæpa þrjá mánuði. Segja íbúamir að Kristínu og Jóni muni ekki verða vært í íbúð sinni í bameignarfríinu verði umræddar ffamlcvæmdir heimilaðar. Ljóst sé að þau neyðist til að selja íbúðina og flytja: „Slíkt mál teljum við svo gróft brot á réttindum okkar að við erum tilbúin að fara með málið alla leið til Mann- réttindadómstóls Evrópu verði þessu haldið til streitu." Fásinna hjá íbúum „Þama er í gildi ákveðið deiliskipulag sem gerir ráð fyrir upp- byggingu. Ef núverandi eigendum á Vesturgötu 16 er það ekki ljóst þá er það náttúriega miður, segir Þormóð- ur Sveinsson hjá Plús-Arkitektum sem unnu tillögur fyrir eigendur Vest- urgötu 18 ogTryggvagötu 10. Meðal þess sem gera á að sögn Þormóðs er að færa Tryggvagötu 10 í „Við erum tilbúin að fara með málið alla leið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu verðiþessu haldið til streitu upprunalegt horf. Það þýði að tum komi ofan á húsið og mænir hækki. Notkun hússins verði breytt úr at- vinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Að- eins eilitlar breytingar þurfi að gera á deiliskipulagi þannig að tillagan rúmist innan þess: „Allt tal um skerðingu á útsýni er því bara fásinna. Það var alltaíf gert ráð fýrir því að það yrði byggt upp þannig að fólk mátti alltaf gera ráð fyrir því að það yrði skerðing á útsýni. Þannig að þetta er eilítill stormur í vatnsglasi." gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.