Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 27
JOV Fréttir FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 27 Lesendur Kröftugasta sprengja heims sprengd Þennan dag árið 1954 sprengdu Sprengjan var á við 20 milljónir Bandaríkjamenn vetnissprengju á tonna af TNT. Ein kóraleyjanna var Bikiníeyjum, hluta af Marshall-eyja- gersamlega eyðilögð og myndaðist klasanum. Kraftur sprengjunn- þess í stað 55 metra djúpur ar var sá mesti sem orðið / ^ ^ , gígur. Mikið og geislavirkt hafði í tilbúinni sprengju og - v.'“h ský myndaðist í kjölfar talinn vera hundraðfaldur á ( ^ ^ sprengingarinnar og varð við kjarnorkusprengjuna í um 170 kílómetrar í þver- Hiroshima. Sjö árum síðar , mál. Geislavirkni varð til sprengdu Sovétmenn þessað23mannaáhöfnjap- sprengju sem var ríflega tvöfalt * ansks fiskiskips sem statt var kraftmeiri. Vetnissprengjan var svo um 130 km frá sprengjunni varð al- kröftug að hún eyðilagði flestöll varlega veik í kjölfarið. Til að rýma mælitæki hersins og þar af leiðandi fyrir tilrauninni var hverjum íbúa kröftugri en menn bjuggust við. eyjarinnar gert að flytja á brott en fengu að snúa til baka árið 1974. Þeir urðu þó frá að hverfa fjórum árum síðar þar sem í ijós kom að geisla- í dag eru 24 ár liðin frá því að Sambíóin hófu rekstur, þá undir merkjum Bíóhallarinnar. virkni á eyjunum var langt yflr heilsuspillandi mörkum. 23 tilraunir með kjarnorkusprengjur voru gerð- ar á Bikimeyjum á milli 1946 og 1958. „Loksins þegar stríðinu lauk fúndum við síðasta staðinn á jarðar- kringlunni sem ekki hafði verið snertur af stríðinu - og sprengdum hann í tætlur,“ er haft eftir grínistan- um Bob Hope um tilraunir landa sinna á eyjunum. Úr bloggheimum Guð er manískur „Guð sá strax að það væri gott að hafa Ijós. Flestir innanhúsarkitektar þurfa að rölta aðeins um til að skoða birtuna, því það er erfitt að fá heildarsýn. Guð hlýturþvi að vera rosa stór til aðgeta séð yfir heiminn. Guð þurfti engan til að aðstoða sig. Efég þarfað byggja eitthvað bið ég alltaf mömmu og pabba um að hjálpa mér enda er ég voða aumur. Guð hlýtur þvi að vera sterkur. Guð var á fullu í heila sex daga en á þeim sjöunda lagðist hann i þunglyndi ogsvaf. Guð erþví manískur.“ Jón Örn Arnarson - blog.central.is/flog Karlmenn ekki konfekt „ég hef talað við marga um þetta mál ég held þvi fastlega fram að kon- ur vilji karlmenn og hommar líka. Þannig að málið fyrir stráka erað verða karlmenn en ekki einhverjir aumingjar sem baka konfekt og eru hræddir við skordýr." Gunnar Birgir Sandholt - blog.central.is/gb Orðin mamma „Hæ hæ vá hvað það er gaman að vera loksins orðinn mamma. Sonur minn er algjört æði og hann erguð- dómlega sætur, stelpurnar eiga eftir að slefa á eftir þess- um eftir nokkur ár. Ég ætlaði semsagt að segja að það gekk allt ýkt vel og litla músin hann sefur allar nætur og gerir fátt annað en að sofa og drekka svo þarinn á milli bros- ir hann englabrosinu sínu til mömmu sinnar.“ Steinunn Hallmundardóttir - blog.central.is/theladies Markið sett hátt „Lltið að frétta úr körf- unni, við erum bara að æfa á fullu, gera okkur tilbún- arl úrslitakeppn- ina...Æltum sko að vinna íslands- meistarann þvi það væri bara frábært og myndi sanna málsháttinn iþú uppskerð eins og þú sáir.“ Helena Sverrisdóttir - blog.central.is/helena-4 Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Of dýrt að vera veikur Ásta Ragnarsdóttir skrifar: Ég hef ekki efni á því að fá flensu. Að því komst ég um daginn. Einn morguninn vaknaði ég með slæma hálsbólgu sem ágerðist með hverj- um deginum. Þegar ég gafst upp á því að drekka jurtate með hunangi og heitar súpur því ekkert gerðist fór Lesendur ég úl læknis. Ég greindist með streptokokkasýkingu í hálsi og sú greining með myndatöku kostaði mig rúmar 5 þúsund krónur. Síðan fór ég í apótek að leysa út lyfin sem læknirinn skrifaði upp á fýrir mig. Þá fékk ég annað áfall, lyfin kostuðu tæpar fimm þúsund krónur til við- bótar! Á einum degi þurfti ég að borga rúmar tíu þúsund krónur sem settu allt úr skorðum hjá mér því ég átti ekki fyrir mat í heila viku sem var eftir tÚ mánaðamóta. Er þetta sann- gjarnt? Ég borga samviskusamlega skattana mína um hver mánaðamót sem mér finnst allt of hátt hlutfall af laununum mínum. Síðan þegar ég verð veik þarf ég að borga fýrir alla þá heilsugæsluþjónustu sem ég hélt að ég væri að borga með sköttunum mínum.Hvað fara þá skattarnir mín- ir í ef þeir fara ekki í að halda uppi heilsugæslu í velmégunarþjóðfélagi? Það er búið að rústa heilsugæslunni á íslandi og ég sé ekki betur en að lífskjör okkar láglaunafólksins séu sífellt að versna og ef þetta heldur svona áfram bið ég Guð að hjálpa mér! Múlakaffi dýrt Baldvin hringdi inn: Mér þykir Múlakaffi vera orðið ansi dýr staður. Á sprengidag fór maður þangað að snæða saltkjöt og baunir, eins og hefðin segir tÚ um. Mér þótú verðið vera alltof hátt, en Lesendur ég kvarta ekki yfir gæðum matarins - hann var góður. Ég bar þetta upp við starfsmenn staðarins, það er að segja verðið. Þeim var algjörlega sama um kvartanir mínar. Ég nefndi við þá að Orðið of dýrt Múlakaffi býður upp á bragðgóðan mat, en þó ofdýran að mati lesanda. þetta væri 600 krón- um dýrara en á sam- bærifegum stöðum, eins og BSÍ. Þeir sögðust ekkert skipta sér af því og var í raun alveg sama. Mér finnst þetta verð bara komið upp úr öllu valdi og vil helst að menn lækki verðið. Mér finnst alveg nauðsynlegt að fólk hugi að verðinu þegar það fer og fær sér að borða á svona stöðum. En ég vil líka taka það fram að ég kvarta ekki yfir gæðum matarins, hann var bragðgóður. Þó ekki eins bragðgóður og verðmunurinn segir til um. Geir Ágústsson er alls staðar með fingurinn á púlsinum. * f i Frjálshyggjumaðui inn s€ igir Rauður þráður í máli rauðliða Nútímalegir vinstrimenn og gamaldags sósíafistar eru engir hugmyndafræðilegir óvinir. Sósí- alistinn berst fyrir byltingu verka- lýðsins sem leiðir til jöfnunar allra launa og kjara. Nútímalegi félags- hyggjumaðurinn berst fyrir þrepa- skiptu skattkerfi á allar tekjur. Rauðliðinn vill þjóðnýtingu fram- leiðslutækjanna. Sá nútímalegi tal- ar fýrir hertum reglugerðum á ffjáls fyrirtæki, t.d. í nafni um- hverfisverndar, loftslagsbreyúnga eða jafnrétúsmála. Byltingarsinn- inn krefst úúegðar séreignarréttar- ins. Umræðustjórnmálamaðurinn stingur upp á ýmsum takmörkun- um á ráðstöfun einstaklinga á eigin eignum (t.d. reykingabanni eða kröfum um hinn og þennan út- og aðbúnað á vinnustöðum). Gamaldags byltingarbarátta er orðin að núúmalegum samræðu- stjórnmálum. Berar yfirlýsingar um misnotkun á verkalýðnum hafa breyst í loðnar setningar um galla hins frjálsa markaðar. Þeir sem áður kölluðu sig rauðliða og vinstrimenn kalla sig nú jafnaðar- og félagshyggjumenn. Dýpra er hins vegar ekki á muninn. Stjórn- lyndi, vantraust á einstaklings- framtakinu, trú á ríkisvaldi og rík- isafskiptum og sú ímyndun að stjórnmálamaður geti talað fyrir hönd allra sem hann skattpínir eru og verða alltaf einkenni vinstri- manna, sama hvað þeir breyta oft um nafn og orðalag. Hér á ég að vera og hvergi annars staðar „Ég er hér vegna þess að hér á ég að vera," segir Auðunn Snævar sem hefur unnið með ABC bamahjálp í eitt ár. í gær hleypú hann fjársöfnun af stokkunum ásamt dyggri hjálp for- setafrúarinnar, Dorrít Moussaieff. „Hún er alveg einstök manneskja, enda setú hún heilmikinn pening í söfnunarbauka krakkanna. Átakið sem nú er að fara af stað gengur út á að virkja böm í því að safna fyrir böm sem minna mega sín í öðmm heimshlutum. Markmið samtakanna er að gefa bömum minnihlutahópa um allan heim tækifæn á að komast upp úr sínum allra lægstu samfélags- súgum með því að menntast. Þar með eiga þau miklu meiri mögufeika á að skapa sér viðunandi lífsskilyrði. ABC em samtök sem hægt er að treysta á, því að síðan 1988 emm við ekki enn farin að taka af ffamlögum stuðningsaðila inn í rekstur, því renna ffamlögin óskipt úl hjálpar- starfsins. Það em örlát fyrirtæki og einstaklingar sem gera þetta fyrir- komulag mögulegt." „Börnin em ffamúðin eins og ein- hver sagði. Sérstaklega í þessum fá- tækari heimshlutum em þau oft metin sem verðlaus en eiga svo sannarlega miklu meira og betra skil- ið. Markmiðið var alltaf að veita bömum tækifæri á að læra að skrifa og lesa, en það markmið hefur færst upp á við. f dag gefum við jafnvel kost á B.S og BA gráðum." En er það eðlislægt fólki að vilja hjálpa meðbræðmm sínum? „Það væri óskandi að svo væn en eins og við sjáum mikið í þessum heimi þá er það ekki. Hér á íslandi höfum við þau forréttindi að geta hjálpað og í raun getur hver fjöl- skylda gefið af sér úl nauðstaddra í einhveiju formi. Það er þó gaman að sjá hversu margir stuðningsaðilar „Markmiðið varalltaf að veita börnum tæki- færi á að læra að skrifa og lesa, en það markmið hefur færst uppávið." hafa bæst til ABC en á sfðasta ári komu inn 806 nýir stuðningsaðilar. Það er því einstaklega gaman að vera í þessu starfi því ég held að það séu fá störf jafn andlega gefandi og þetta." DV tekur undir með Ara og hvetur fólk til að vel á móú bömum um land allt sem ganga í hús þennan mánuð- inn í söfnuninni Böm hjálpa bömum 2006. Auðunn er fæddur í Reykjavík en uppalinn á fsafirði. Hann fluttist ungur til Svfþjóðar þar sem hann menntaði sig og bjó til 1997, en þá sneri hann aftur«1 Islands. Hann hefur starfað viö hjálparstarf um margra ára skeið og starfar nu við ABC barnahjálp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.