Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006
Popp DV
I EYRUNyM A
ftuka-Britnay'stft*
Finmkui átkuropi,.tyngw " um btjóuin á
Btitney Spears.
Béllé & Sebéíildii - Wlitté collar boy
Popfiiíi uerátn vaila meira giipandi en
pena,
Cíliostlýitd! - Dream of sleép
<S ullntoli afnyju planmni
HuXuN - Dduöl fyrir alla
Finn af morgum goðum sprett
.' um á plátu Marlons Poll-
ock.
The Flamirig Ups - The
yeah yeah yeah song
Opnunarlng næitu
plötu, At war with the
mystics-Hun ergóð.
Syngjandi, einlægir menn með gítara eru málið í poppinu i dag. Jack Johnson er
nýjasta stjarnan í ný-trúbadorabransanum.
ábæra,Tvon
n gerði hér góða hluti á
Airwaves áriO 2004, hef-
ur yfirgeflð smámerk-
ið Touch and Oo og
skrifaðundirsamn-
ing hjá Interscope,
sem er undirmerki
hjá Universal-veld-
inu. Með þessu ætlar
bandið að reyna að ná
til stærri hóps. önnur plata
bandsins hefur verið i vinnslu i
nokkurn tíma og er væntanleg á
vegum Interscope á árinu. Þeirsem
heyrt hafa piötuna tala um að hér sé
mikið meistaraverk á leiðlnni. Verð-
um við ekki bara að treysta því?
Ógnar Morrissey
þjóðarörygg-
inu?
Enski söngvarinn Morrissey er ekki
þekktur fyrir að liggja á skoðunum
sínum. Hann óskaði t.d. George W.
Bush dauða d tónleikum í Dublin
áriö 2004 og hefur hvað eftir annað
t gegnum tíðlna vaidið uppá-
komum með skoðunum
sinum. „Mitt mat er A
að hvorki Bandarik
in né Bretland séu
lýðræðisleg þjóðfé-
lög," sagði Morri
kallinn nýlega, „Þú
getur ekki sagt þaö
sem þér sýnist án þess
að vera tekinn i rannsókn
Astæða þessara orða er að söngvar-
inn hefur þurft aðsæta yfirheyrsl-
um.„FBI hefur haft mig undir smá-
sjánni og ég hef verið boðaður i við-
töl og þau tekin upp ogsvo fram-
vegis. Það var verið að reyna að
finna út hvort ég væri ógnun við
þjóðaröryggið og rikisstjórnina. Það
tók þá ekki langan tima að finna út
aöégerþað ekki."
Morrissey hélt áfram:„Ég tilheyri
engum póHtískum samtökum. Ég hef
alltafhaldið að svokölluð yfirvöld
telji að poppið/rokkið sé dálítið
klikkaður og ósnertanlegur pallur
fyrir hinar vinnandi stéttir til að
standa uppi á og segja eitthvað sem
skiptir máli.“
Nýjasta plata Morrissey, Ring-
leader of the Tormentos, kemur út i
byrjun april.
Barnaplata frá Hawaii á
í DAG í POPPINU
r MM
Fyrir 62 árum:
Lou Reed fæðist.
Popptýpan „einlægi
trúbadorinn" er ekki það
nýjasta nýtt þótt nú um
stundir njóti hann vin-
sælda. James Blunt,
Damien Rice, David Gray
og þessir kallar allir eru vit-
anlega bara framlenging á
arfleifð manna eins og Bob
Dylan og Cat Stevens. Sá
nýjasti í þessum geira til að
njóta mikilla vinsælda er
Bandaríkjamaðurinn Jack Johnson.
Geislandi og hlýtt
Jack á plötuna í efsta sæti breska
vinsældalistans þessa vikuna. Það er
platan In Between Days sem kom út
snemma á síðasta ári, en þrjár aðrar
plötur með Jack eru of-
arlega á listanum. Þessar
vinsældir má rekja til
þess að Jack hirti á dög-
unum verðlaun á Brit-
verðlaunahátíðinni sem
„besti alþjóðlegi nýlið-
inn". í Bandaríkjunum
og Kanada á Jack líka
plötuna í efsta sæti, en
þar er það platan Sing-A-
Longs and Lullabies sem
er á toppnum. Platan er með frum-
samdri tónlist Jacks úr teiknimynd-
inni Curious George. Sá teikni-
myndaapi hefur verið kallaður Frið-
þjófúr forvitni á íslandi.
Jack er nýorðinn faðir og þykir
takast frábærlega upp í barnapopp-
Platan um Friðþjóf
forvitna
Á toppnum i Norður-
Ameríku.
inu. Hans aðall hefur alltaf verið
geislandi og hlýtt sólskinspopp og sá
stíll svínvirkar í barnapoppinu. Eins
og með allar góðar barnaplötur virk-
ar hún líka vel á foreldrana. Á barna-
plötunni koma við sögu margir vinir
Jacks, þ. á m. tveir sem hafa hjálpað
honum á grýttri braut poppsins og
eiga hluta í uppgangi hans: tónlist-
armennirnir G. Love og Ben Harper.
Brimbrettakappi
Jack er fæddur og uppalinn á
Hawaii sem skýrir hans slaka, sólríka
og afslappaða stíl. Hann varð þrítug-
ur í fyrra. Brimbrettaíþróttin átti hug
Jacks fyrstu árin ög þegar hann var
17 ára þótti hann það fær á brettinu
að hann komst á samning hjá
íþróttavörumerkinu Quicksilver.
Hann fór til Kaliforníu í kvikmynda-
skóla og byrjaði þar loksins að semja
tónlist. Hann leikstýrði ásamt félög-
um sínum nokkrum brimbretta-
myndum og samdi tónlistina í þær,
en þrátt fyrir ágætt gengi lagði hann
allt nema tónlistina á hilluna. Fyrsta
sólóplatan, Brushfire Fairytales,
kom árið 2001, On and On kom 2003
en platan sem vakti langmesta at-
hygli er áðurnefnd In Between Days.
Tónlistin úr Curious George ætlar
svo að verða til þess að Jack stimplar
sig endanlega inn. Kvikmyndin um
Friðþjóf forvitna verður eflaust sýnd
á íslandi bráðlega og því er líklegt að
sólskinspopp Jacks slái í gegn hér
eins og annars staðar.
Danska sveitin Epo-555 er á leið til landsins í þriðja skipti
Dönsk úrvalsblanda
Dönunum í Epo-555 leiðist
greinilega ekki að spila á íslandi.
Þeir eru á leiðinni hingað í þriðja
skipti og halda tvenna tónleika eftir
nákvæmlega viku, fimmtudaginn 9.
mars; lítið gigg í Smekkleysubúðinni
og annað stærra á Grand Rokki.
Hljómsveitin er á leið yfir Atlants-
hafið til að spila á hinni margumtöl-
uðu SXSW-hátíð í Texas og vegna
þess að hún flýgur með Flugleiðum
stoppar hún hér og tekur tvö gigg.
Bandið gefur út hjá stærsta rokk-
merki Dana, Crunchy Frog Records,
sem færði okkur The Ravonettes og
Junior Senior. Merkið hefur staðið
fyrir nokkrum uppákomum hér-
lendis; árið 2004 spiluðu Epo-555 og
Powersolo, og á síðustu Airwaves
komu böndin aftur auk Junior Seni-
or. Þar að auki spiluðu The Ravo-
nettes á síðasta Innipúka.
Epo-555 spila úrvalsblöndu
nýrokks og hafa nöfn eins og Pix-
ies, My Bloody Valentine og Fla-
ming Lips heyrst til samanburð-
ar. Fyrsta platan kom út árið
2004 en í þessum mánuði kem-
ur önnur platan sem heitir
Mafia. Hún þykir enn betur
heppnuð en frumraunin og er
ætlað að treysta bandið í sessi í
hinum duttlungafulla heimi
nýrokksins.
Epo-555
Halda tvenna
tónleika eftir
slétta viku.
Fyrir 56 árum:
Karen Carpenter fæðist.
Fyrir 44 árum:
JonBon Jovifæðist.
Fyrir 32 árum:
Terry Jacks er á toppnum í
Bandaríkjunum með „Seasons
inthe Sun".
Fyrir 23 árum:
Fyrsti geisladiskurinn kemur á
markaðinn.
Fyrir 10 árum:
(What’s the Story) Morning
Glory? með Oasis efst á enska
breiðskífúlistanum.
Gáfulegt eðalpopp
Belle & Sebastian er mögnuð
poppliljómsveit frá Glasgow sem
leidd er af söngvaranum og laga-
höfundinum Stuart Murdoch.
Fyrir utan glimrandi lagasmíðar
og gáfulega texta I tregafullum-há-
skóla-haust-Bjargvætturinn-í-
grasinu-fílingi, var helsta tromp
sveitarinnar til að byrja með það að
hún iét aldrei taka af sér myndir og
átti heri gegnheilla aðdáenda sem
sáu til þess að sveitin skaust óvænt
á vinsældalistana. Þetta er sjötta
alvöru hljóðversplata syeitarinnar
og með þeim allra bestu. Hún er
mun betri en síðasta plata, Dear
Catastrophe Waitress frá árinu
2003, og kemst þétt upp að bestu
plötum B&S, If You’re Feeling Sini-
ster (1996) og The Boy with the
Arab Strap (1998). Eins og áður er
aðalsmerkið gáskafullt og syngj-
andi eðalpopp með melódíum sem
límast á heilabörkinn, en ný bragð-
efni rná heyra í blöndunni; þar helst
glamkennt búggí og AM-útvarps-
rokk eins og maður ímyndar sér að
rnenn með barta og kúrekahatta
hlusti helst á. Mörg ærandi góð
stuðlög má hér finna, en það er
helst I nokkrum dapurlegum ball-
öðum sem botninn dettur úr plöt-
unni. En samt: Frábær plata frá frá-
bærri hljómsveit.