Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir
FIMMTUDACUR 2. MARS 2006 17
Dauðar álftir
við Þjórsá
„Á meðan við erum á
viðbragðsstigi eitt rannsök-
um við dauða fugla ekki sér-
staklega," segir Katrín Andr-
ésdóttir, héraðsdýralæknir á
Suðurlandi, aðspurð um
viðbrögð við tveimur dauð-
um álftum sem fundust við
Þjórsá í gær. Katrín segir al-
gengt að fuglar drepist á
þessum árstíma. Þá fari álft-
ir oft illa út úr rafmagnslín-
um. „Það hafa margir látið
okkur vita af þessum álft-
um. Fólk er óvenju duglegt
að láta okkur vita af dauð-
um fuglum um þessar
mundir," segir Katrín. Ekki
sé talin ástæða til að óttast
fuglaflensu hér fyrr en hún
berist til Bretlands.
Uppojör
Bakkavarar
Bakkavör birti uppgjör
sitt fyrir árið 2005 eftir lok-
un markaða í fyrradag.
Uppgjörið er í takt
við væntingar á
markaði, jafnvel
rétt yfir. Samþykki
skattayfirvalda í
Bretlandi á því að
hluti kostnaðar
við yfirtökuna á
Geest yrði nýttur
sem skattaafsláttur varð því
valdandi að skatthlutfall fé-
lagsins nam einungis 16 af
hundraði miðað við 25-27
af hundraði undir venjuleg-
um kringumstæðum.
Hópknús í
Austurbæ
I dag munu um 600
börn og ungmenni taka
þátt í því sem verður að
teljast eitthvað það allra
stærsta knús sem ísland
hefur kynnst. Hugmyndin
kom upp hjá nemendafé-
lagi Austurbæjarskóla og
félagsmiðstöðvarinnar að
efna til þessa stóra hóp-
knúss á lóð skólans. Mark-
miðið með viðburðinum er
að sýna fram á að uppátæki
æskunnar eru oftar en ekki
til fyrirmyndar. Hópknúsið
hefst klukkan 9:10 í dag á
lóð Austurbæjarskólans.
Mogginn vill
loftnet
Útgáfufélag
Morgunblaðs-
ins hefur sótt
um leyfi til að
setja upp þrjú
fjarskiptaloft-
neti á þaki
prenstsmiðju
sinnar í Hádegismóa við
Rauðavatn. Pétur Blöndal
aðstoðarritstjóri Morgun-
blaðsins hefur nýlega sagt
að koma eigi fyrir litlu
myndveri í húsum blaðs-
ins, fyrst og fremst vegna
mbl.is. Byggingarfulltrúi
frestaði afgreiðslu málsins í
fyrrdag þar sem Morgun-
blaðsmenn þurfa að gera
betur grein fyrir tilheyrandi
tækjaklefa og brunavörn-
um í honum.
Ósáttur bæjarstjóri skrifar uppsagnarbréf og undirbýr brottför
1» V4L.
Jóna Fanney Friðriksdóttir,
bæjarstjóri á Blönduósi, hefur sagt
upp störfum og stílað uppsagnar-
bréf sitt á þá bæjarfulltrúa sem
stóðu að ráðningu hennar íyrir
tæpum fjórum árum.
„Ég er ósátt," segir Jóna Fanney
innt eftir ástæðum. „Þegar ég var
ráðin hingað á sínum tíma vildu
menn ekki semja við mig um bið-
launarétt eins og tíðkast hjá flest-
um bæjarstjórum og því gríp ég til
þessa ráðs," segir Jóna Fanney og
vitnar þarna til þess óöryggis sem
bæjarstjórar á landinu verða að
búa við. Kosningar á fjögurra ára
fresti og óvissa sem því fylgir. Seg-
ir Jóna Fanney hefð fyrir því að
bæjarstjórar hafi biðlaunarétt upp
á þrjá til sex mánuði og eftir því
hafi hún árangurslaust óskað.
„Ég er með þriggja mánaða
uppsagnarfrest og sveitarstjórnar-
kosningar verða í lok maí. En ég
loka ekki á neitt og held öllum
dyrum opnum. Nú er bara að sjá
hvað verður," segir bæjarstjórinn
á Blönduósi sem hefur getið sér
gott orð og verið eftirlæti íbúanna.
Jóna Fanney segist vel geta hugs-
að sér að vera áfram á
Blönduósi verði eftir því
óskað en þá vilji hún bið-
launarétt sem ekki fékkst í
síðustu atrennu:
„Ég hef fyrir börn-
um og heimili
að sjá og verð
að búa við
eitthvert ör-
yggi eins og
aðrir," segir
Jóna Fanney
Friðriks-
dóttir.
Jóna Fanney Ósútt við að fá
ekki samning um biðlauna-
rétt eins og tíðkast hjá mörg-
um bæjarstjórum.
20% af$láttur af öllum vidburðum
Conrrrt ttf tjioitt t>t moö Maftercard
,i forsöludogi Mastttrrard
l-ORSAl A ADGftNGUÍVIIDA
Á WWW.CONf EHT.IS
OG WWW.MIDI.IS OG I
VI RSI.UNUM SKlf UNNAR
Masíérí
1 Ébt* 0 4
a & -
\