Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Fréttir DV 24 stoppaðir á 5 tímum Lögreglan í Hafnarfirði stoppaði 24 ökumenn fyrir of hraðann akstur á tíma- bilinu 19.00 til 24.00 síð- astliðið þriðjudagskvöld. Segir lögreglan að óvenju- mikið sé um að ökumenn keyri of hratt og segir ástæðuna vera fyrst og fremst betri akstursskilyrði og aukna birtu. Segir lög- reglan að ökumenn þurfi að vera meðvitaðri um há- markshraða á hverjum stað og virða hann svo þeirra lífi og annarra sé ekki stofnað í hættu. Svifryk hátt yfir hættu- mörkum Svifryk mældist hátt yfir heilsuvemdarmörk- um í Reykjavík í gær, annan daginn í röð. Búist er við stilltu veðri áfram og þess vegna er útlit fyr- ir að magn svifryks í and- rúmslofti geú áfram orð- ið yfir heilsuverndar- mörkum. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar vekur athygli á að hyggilegt er fyrir þá sem viðkvæmir eru í öndunarfærum að halda sig fjarri fjölfömum umferðargötum. Ef vind- ur eykst em líkur á að ástandið lagist. Tekjulágirfái skattalækkun Elli- og örorkulífeyris- þegar í Skagafirði eiga von á því að fá afslátt af fast- eignasköttum. „í ljósi þess að fasteignamat hefur hækkað verulega og ljóst að hækkunin er íþyngjandi fyrir marga elli- og örorku- h'feyrisþega, leggur undir- ritaður til að fjármálasviði verið falið að meta kostnað við að hækka afslátt af fast- eignaskatti til elli- og ör- orkulffeyrisþega til að mæta hækkun á fasteigna- mati," sagði í tillögu Gunn- ars Braga Sveinssonar sem byggðaráð samþykkti á þriðjudag að fela fjármáia- sviði að útfæra. Rúmlega tvítugur íslendingur og 26 ára Norðmaður létu af störfum hjá Sæplasti í Álasundi í Noregi eftir að þeir mættu á næturvaktina í síðustu viku klæddir í Ku Klux Klan-kuíla og með Suðurríkjafánann í höndunum. Ari Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts í Noregi, segir að mörgum lituðum starfsmönnum þeirra hafi brugðið við þessa uppákomu. Mörgum lituðum starfsmönnum Sæplasts í Noregi brá illilega í brún þegar tveir samstarfsmenn þeirra, annar íslenskur, klæddu sig í heimatilbúna Ku Klux Klan-kufla er þeir komu til vinnu á næturvakt. Mennirnir tveir hafa beðið allt samstarfsfólk sitt af- sökunar á athæfinu. Rúmlega tvítugur íslendingur og 26 ára Norðmaður létu af störf- um hjá Sæplasti íÁlasundi í Noregi eftir að þeir mættu á næturvaktina aðfaranótt fimmtudagsins í síð- ustu viku klæddir í Ku Klux Klan- kufla með Suðurríkjafánann í höndunum. Ari Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts í Noregi, segir að mörgum lituðum starfs- mönnum þeirra hafi brugðið við þessa uppákomu af skiljanlegum ástæðum. „Við erum með starfs- fólk hjá okkur frá öllum heimsálf- um og nýbúa hér á staðnum," seg- ir Ari. „Mennirnir tveir meintu þessa uppákomu sem grín og glens en það féll skiljanlega í grýttan jarðveg hjá samstarfsfólki þeirra." Tóku afleiðingum gerða sinna Ari segir að daginn eftir þessa uppákomu hafi mennimir tveir tek- ið afleiðingum gerða sinna og látið af störfum hjá fyrirtækinu. „Við líð- um ekki svona uppákomur hjá okk- ur og síðan hafa mennimir komið og beðið alla samstarfsmenn sína afsökunar," segir hann. „Þessi menn hafa starfað hjá okkur um nokkum tíma og ég þekki þá að góðu einu. Það liggur fyrir að þeir meintu ekk- ert illt með þessu athæfi sínu." Hræddir starfsmenn Norska blaðið Sunnmörsposten fjallaði um þetta mál og þar kom meðal annars fram að nokkrir Norska blaðið Sunn- mörsposten fjallaði um þetta mál og þar kom meðal annars fram að nokkrir starfs- mannanna hefðu orð- ið hræddir er mennirn- ir tveir gengu inn á vinnustaðinn í framan- greindri múnderingu. starfsmannanna hefðu orðið hræddir er mennirnir tveir gengu inn á vinnustaðinn í framan- greindri múnderingu. Blaðið ræddi við hinn 26 ára norska starfsmann sem sagði að þeir hefðu ekki meint neitt illt með þessu heldur hefði þetta verið lé- legur brandari af þeirra hálfu. Ekki hefði verið um eiginlega Ku Klux Klan-kufla að ræða heldur sængurlök sem þeir klipptu göt á fyrir augun. Sá norski sagði enn- fremur að ekki hefði verið um kynþáttahatur að ræða heldur hefði þetta átt að vera kaldhæðni hjá þeim. Sjálfur ætti hann mikið af dökklituðum vinum og hefði ekki nema gott eitt að segja um fólk af öðrum kynþáttum. Súpertríó á almanakinu Þegar sól hækkar á lofti og dag lengir fer fiðringur um Svarthöfða. Ekki vegna birtunnar og væntan- legs vors, heldur vegna þess að þá renna upp þeir dagar þrír sem eru Svarthöfða kærastir: bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Súpertríóið á almanakinu. Aldrei líður Svarthöfða betur en þessa daga. Á bolludaginn byrjar Svarthöfði alltaf á því að fá sér rúsínubollur með morgunkaff- inu. í hádeginu eru það svo fiski- bollur og rjómabollur með síð- degiskaffinu. Á kvöldin steikir Svarthöfði kjötbollur og endar Wf-.> 1 Svarthöfði daginn með Mozartkúlum sem minna mjög á bollur þó smáar séu. Sprengidagurinn er svo kafli út af fyrir sig. Saltkjöt og baunir er þrumuréttur sem ekki er á borð- um aðra daga ársins. Enda ekki hægt að sprengja sig oft á slíkum saltskammti. Gæti verið lífshættu- legt. Og öskudagurinn. Það er sá rómantfski. Þá flýtir Svarthöfði sér alltaf heim úr vinnunni venju Hvernig hefur þú það' £ sj * s ,s & * „Ég hefþað alltaf nokkuð gott sem betur fer,“segir Einar S. Jónsson fastélgnamats- maður.„Það þýðir ekkert að væla, þaö hlustar hvort eð er enginn ámann. Anríflts !æt- urmaður daginn bara llða áfram með slnum vanagangi og vaninn er það sem heldur llfinugóöu.“ fremur þar sem Svarthöfða bíður í grímubúningnum. Yfirleitt er hún klædd sem hjúkrunarkona. Svarthöfði fer þá í lögreglubúning sem hann keypti í Ameríku fyrir mörgum árum, með kylfu, byssu, handjárn og maze- úða. Svo byrjar ballið. Svart- höfði og Svarthöfða syngja fyrir hvort annað og dansa um allt í búningunum eins og börn væru. Gaman að leika hjúkku og löggu bak við luktar dyr og þykk gluggatjöldin. Valentínusar- dagurinn verður sem hjóm eitt samanborið við ösku- daginn á heimili Svart- höfða. Mættum við eiga fleiri svona daga. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.