Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 31
BV Sviðsljós FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 31 < Queeti Raquela Myndin er tekin upp í Bangkok, Fil- ipsseyjum, París, Is- landi og New York. 'hfi! Áhugaverð tdraun i.ia? fSlsifi ir conict \iorn Ólafúrsegistveraað prófa sig áfram. Hann notaralvöru viðfangs- efni I uppsettri sögu. Vala Einarsdóttlr Fer meðhlutverkl kvikmynd Ólafs Queen Raquela. „Ég er einmitt í hóruhverfinu núna að tala við nokkra stelpu- stráka," segir Ólafur Jóhannesson leikstjóri Africa United sem staddur er í Fillipseyjum að taka upp mynd- ina Queen Raquela. Myndin fjallar um „ladyboy" vændiskonu leikna af filipeyska klæðskiptingnum Minervu. Myndin verður tekin upp um heim allan, þar á meðal New York, íslandi og París sem og Bang- kok og Fillipseyjum. Þjóðverjar á útopnu Ólafur frumsýndi kvikmyndina Affica United í Bangkok fyrir stuttu og fékk góðar móttökur. „Ég er búinn að fara út um allan heim með Africa. Fólk er voðalega kurteist, sérstaklega hérna. Þeir eru kurteisir við alla og segja góða hluti um allar 50 myndirnar sem verið er að sýna," segir Ólafur og hlær. „Þetta er mjög skrautlegt starf. Hérna eru fimmtugir og sextugir Þjóðverjar á útopnu. Annars er þetta eiginlega eins og hver önnur hverfi í heiminum," segir Ólafur sem er hálfnaður með tökur á myndinni og býst hann við að þær klárist seint á þessu ári. Lífvörður Lennon á kantin- um „Ég er að prófa nýja hluti. Nota alvöru viðfangsefni en set þau í uppsetta sögu. Þetta er stóráhuga- verð tilraun. Africa United var ekki sviðsett en við vorum í þrjú ár að ná öllu sem við vildum ná fram. Við erum í raun að finna út söguna frá fólkinu sjálfu. Þetta er allt saman Gott samstarf Ólafur Jóhannesson, RagnarSantos og Benedikt Jóhannesson. mjög loðið og fi'nt eins og þú heyr- ir.“ Aðalpersóna myndarinnar heitir Minerva en einnig mun Vala Einars- dóttir, sem hefur verið í fjölmiðlum undanfarið, fara með hlutverk í myndinni. Ólafur er með mörg jám í eldin- um. Um þessar mundir er annað lið að fylgjast með Mike Stone þangað til að tökur á Queen Raquela klárast. „Hann vann með Bmce Lee og var lífvörður John Lennons. Hann er eitt stórt name dropping-fyrirbrigði og vonandi er hægt að gera mynd úr lífi hans.“ Ekki að sleikja RÚV upp Kvikmynd Ölafs, Africa United var sýnd á RÚV síðasta sunnudag sem telst vera sigur út á fyrir sig. „Já, þetta var mjög flott. Rúnar Gunnarsson dagskrástjóri RÚV for- keypti myndina. Hann trúði því að þetta yrði góð mynd. Ragnar Santos og bróðir minn Benedikt og ég vor- um ekkert þekktir og höfðum ekki gert skapaðan lilut áður. RIÍV kaup- ir myndina fyrir þremur árum og hefur verið að bíða eftir henni. Við sýndum hana á síðasta ári. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er fínt samstarf en ég er ekki að sleikja þá upp,“ segir Ólafur sáttur með líf- ið og heldur áfram að spjalla við stelpustrákana á bjórstofu í Fillips- eyjum. hanna@dv.is Ólafur Jóhannesson leikstjóri ferðast nú um heim allan með kvikmynd sína Africa United. Hann er staddur í Bangkok að taka upp atriði fyrir sína næstu mynd Queen Raquela. Þar fer hann nýjar leiðir, að nota alvöru viðfangsefni í uppsettri sögu. jl Mlnerva Atriði úr myndinni Queen Raquela. Minerva leikur aðalhlutverkið. X t í kvöld mætast lið MA og IVIR í Gettu betur í Sjónvarpinu 350 koma suður með MA Önnur viðureign átta liða úrslita í Gettu betur fer fram í kvöld. I fyrstu viðureign sigraði Borgarholtsskóli með 24 stigum gegn 21 stigi Flens- borgarskólans í Hafnarfirði. I kvöld mætast hins vegar lið Menntaskól- ans á Akureyri og Menntaskólans I Reykjavík. „Við búmst við þeim mjög sterkum og höfum veriö æfa nokkuð stíft," segirTryggvi PállTryggvason, einn meðlima Gettu betur liðs MA. Hinir tveir meðlimirnir eru þeir Magni Þór Óskarsson og Ásgeir Berg Matthíasson. „Okkar markmíð i keppninni er að vera okkur og skólanum til sóma," segir Tryggvi. Stuðningsmenn MA láta svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. „Það eru tæplega 350 manns sem koma með okkur suður. Það er bara hálfur skólinn held ég," segir Tryggvi stoltur af sínu fólki. „Okkar markmið er tvímælalaust sigur," segir Hilmar Þorsteinsson ákveðinn. Hann skipar keppnislið Menntaskólans í Reykjavík ásamt Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og Birni Reyni Halldórssyni. Hilmar segir að þeir félagar séu búnir að æfa mikið, en reyni þó að dreifa huganum lika. „Á keppnisdag hitt- umst við strákarnir og og fáum okkur að borða. Eftir það kíkjum við svo í sund og slökum á." Krafa innan skólans um árangur í keppninni er mikil, en Hilmar segir þó pressuna sem fylgi þvi að vera í Gettu betur liði MR ekki vera alslæma. „Það er bara jákvæð pressa sem fylgir þessu og við vit- um líka að við eigum að geta unnið keppnina." LEIÐ MA OG MR í 8 LIÐA URSLIT l.umferð Menntaskólinn ð Akureyrl 19 Menntaskóiinn að Laugarvatnl 12 Menntaskóllnn 1 Reykjavlk 26 Fjölbrautaskólinn 1 Brelðholtl 5 ’ 2.umferð Ménntaskðlinn 1 Kópavogí 19 Menntaskólinn d Akureyrl 26 Menntaskólinn á Bgllsstöðum 17 Menntaskóllnn 1R eykjavlk 26 MR-ingar Þurfa að standa undir miklum kröfum. MA-ingjar 350 mannsstyðja við bakið d þeim. DV-mynd Heiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.