Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Fréttir DV — Krst -■* Flestir mættu í Öræfum Nær allir íbúar í öræfum mættu á almennan fund á mánudagskvöld að því er homafjordur.is hefur efdr Emi Bergssyni á Hofi. Það var bæjarstjóm Homafjarð- ar sem boðaði til fundarins. „Það hvessti mjög á köflum og menn sögðu sína mein- ingu," sagði öm. Deilt er um færslu á þjóðvegi eitt og skólamál. „Margar brýr hér í öræfum em að verða ónýt- ar,“ sagði öm. Vandamál em í skólahaldi vegna fá- mennis í öræfum. Síminn með góðan hagnað Síminn hf. birti í gær- morgun helstu niðurstöður úr ársuppgjöri 2005 en þar kemur fram að hagnaður fé- lagsins nam 4 milljörðum króna en hann jókst um 30% frá árinu 2004. Rekstrartekj- ur jukust um tæplega 8% milli ára, námu 22 milljörð- um kr. samanborið við 20,4 milljarða árið áður. Heildar- eignir félagsins námu í árs- lok 83,3 milljörðum og eigið fé nam 32,8 milljörðum og var eiginfjárhlutfaiiið því 39%. Arðsemi eigin fjár var 19,6% samanborið við 21,1% árið 2004. Greining íslands- banka segir frá. Álver á Húsavúc? Axel Haraldsson, trommari I Búdrýgindum. „Ég held að það sé komið nóg afþessum álverum. Viö verð- um að passa að við fórnum ekki öllu fyrir álverin. Var ekki verið að reyna að hefja krókó- dílaeldi á Húsavlk? Mér finnst það flottari hugmynd. Annars er ég Iftið inni I þessum mál- um. Þetta snýst ekkert endi- lega um staðsetninguna, þetta snýst um álverin, fjölda þeirra og mengun.“ Hann segir / Hún segir „Ég þarfalltafdálítið langan tlma til umhugsunar um svona hluti en hefekki kynnt mérþetta nógu vel. Ég verð að skoða það frá öllum hliöum eins og hægt er. Ég spái rosa- lega mikið f þessu og það get- ur tekið mig mörg ár að kom- ast að niðurstöðu en ég skipti stundum um skoöun á tveggja daga fresti.“ Gabríela Friðriksdóttir listakona. Guðni Steinar Snæbjörnsson er ákærður fyrir að ræna 14 ára stúlku í Burnley á Englandi. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi. Réttarhöldin hefjast eftir mánuð. Faðir Guðna, SnæbjörnTr. Guðnason, segir málið koma á óvart. NickCassady, lögfræð- ingur Guðna, segir að hann neiti öllum ásökunum. Hann segir að réttarhöldin geti tekið töluverðan tíma. Snæbjörn Tr. Guðnason Faðir Guðna Steinars segir aö málið komi öllum á óvart. Ungup maður í gæsluvarðheldi fyrir að ræna Guðni Steinar Snæbjörnsson, 23 ára Reykvíkingur, situr í gæslu- varðhaldi í Burnley á Englandi vegna mannráns á fjórtán ára stúlku sem býr í bænum. Guðni Steinar er sagður hafa hitt stúlk- una á netinu og farið í kjölfarið til Burnley til þess að hitta hana. Samkvæmt lögreglunni hittust þau á milli 19. febrúar og 22. febrúar en hann var handtekinn síðdegis þann 22. febrúar. Guðni Steinar þekkti engan annan í bænum nema stúlkuna. „Það voru engin kynferðisleg tengsl á milli þeirra," segir Damian Darcy rannsóknarlögreglumaður sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að svo virðist sem stúlk- an hafi hitt Guðna Steinar sjálfviljug. í Bretlandi gilda ströng lög um ung- menni sem eru yngri en 16 ára og var Guðni Steinar ákærður sjálfkrafa af lögreglustjóra fyrir mannrán. Þau hittust í öll skiptin á Burnley Hotel sem er í bænum. Damian Darcy sér ástæðu í viðtali við Burnley News til að vara foreldra við og biðja þá um að fylgjast með netnotkun barna sinna vegna málsins. Sannleikurinn mun koma í Ijós „Þetta er er öðruvísi en þetta lítur út fýrir að vera,“ segir Snæbjörn Tr. „Það voru engin kyn- ferðisleg tengsl á milli þeirra" Guðnason, faðir Guðna Steinars, áhyggjufuiiur. Hann hefur hvorki talað við, né hitt, son sinn síðan málið komst upp. Hann segir að mikið af málsatvikum eigi eftir að skýrast og sannleikurinn muni koma í ljós í máli sonar síns. Hann segir að Guðni hafi aldrei áður kom- ist í kast við lögin og því sé málið af- skaplega undarlegt. Snæbjörn segir að fjölskyldan viti iítið um málið enn sem komið er og ekki sé ákveðið hvort hann fari sjálfur út til Guðna en fjölskyldan sé með áhyggjur af honum. * mt Hotel Burnley Guðni Steinar hitti stúlkuna f öll skiptin á hót elinu þar sem hann gisti. Kemur á óvart „Hann hefur ekki farið þarna út á öðrum forsendum en að þetta væri rétt og í lagi. Annað kemur okkur öll- um á óvart - bæði honum og okkur," segir Snæbjörn aðspurður hvort Guðni hafi haft einhverja hugmynd um aldur stúlkunnar áður en hann fór út að hitta hana. Snæbjörn ítrek- ar að það séu klárlega tvær hiiðar á málinu eins og öllum öðrum og að menn séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Mánuður í réttarhöldin „Hann neitar öllum ásökunum," segir Nick Cassady, lögmaður Guðna Steinars. Hann segir að það eigi eftir að athuga hvort mögulegt sé að koma Guðna úr gæsluvarð- haldinu. í dag mun mál hans verða reifað fyrir dómstólum en ekki er nauðsynlegt fyrir Guðna að mæta, Cassady segir þetta formsatriði áður en farið er í aðalmeðferð málsins. Guðni þarf að sitja inni í töluverðan tíma því mál hans verður ekki tekið aftur fyrir fyrr en 3. apríl. Cassady segir að það megi búast við því að réttarhöldin taki töluverðan tíma. Ef Guðni verður sakfelldur má hann búast við fangelsisdómi allt að sjö árum. valur@dv.is Skrifstofufólk borgarstjórans borgar sjálft fræðsluferð til Skotlands Ætla út að borða á hræðilegum veitingastað „Við borgum sjálf ferð- ir, gistingu og uppihald. Það er ekki verið að veita neinar sporslur hér," segir Hulda Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi á skrif- stofu borgarstjórans í Reykjavík, um Skotlands- ferð fimmtán starfsmanna skrifstofunnar sem hófst semma í morgun. Þótt starfsmennfrnir greiði sjálfir fyrir ferðalag- ið, reyndar að hluta til með aðstoð síns stéttarfé- lags, halda þeir þó launum sínum í dag og á morgun, þar sem ferðin er farin í fræðsluskyni. Þau verða ytra fram á sunnudag og ætla að heimsækja starfssystkin sín í Glas- gow og Edinborg og skiptast á upp- lýsingum um ýmislegt í rekstri borg- anna. Fræðsludagskránni lýkur á Hulda Gunnarsdóttir Kynningarfulltrúinn fer með samstarfsmönnum á skrifstofunni f fræðslu- ferð til Glasgow og Edin- borgar. föstudeginum. Þá um kvöldið ætla íslending- amar saman út að borða á veitingastaðinn Stravaig- in. Ef marka umsagnir á vefhum glasgowgodin- ing.co.uk um þann stað verður það ekki ánægju- leg heimsókn: ,Afar, afar slæmt. Far- ið eitthvert annað," segir gagnrýnandi glasgowgod- ining.co.uk um Stravaig- in. Og undir þetta tekur maður að nafni Colin Clark sem skrifar athugasemd inn á vefinn. Segir hann allt hafa verið meira og minna hörmulegt á Stra- vaigin; þjónustufólkið verið snobbað og latt. „Þau reyndu meira að segja að rukka okkur fyrir vínflösku sem við drukkum ekki," segir Colin og mælir með því að veitingahúsagestir snúi sér annað. Kona að nafni Rhona Johnston tjáir sig einnig um málið og tekur alls ekki í sama streng. Segist hafa verið á Stravaigin fyrir fáeinum árum. Mat- urinn og þjónustan hafi þá verið frá- bær. „Kannski örlítið dýrari en með- altalið en örugglega þess virði," segir Rhona. Tekið skal ffarn að Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri verður ekki með í ferðinni til Skotlands því hún er á skíðum í Hvíta- fjalli í Guðbrandsdal íNoregi. Steinunn Valdís Óskars- dóttir Borgarstjórinn erá r skíðum i Guðbrandsda! og 1 missir afSkotlandsferð. I* Stravaigin Borgarstarfs- menn verða á veitinga- staðnum Stravaigin ann- að kvöld. Staðurinn eröm- urlegur efmarka má veit- ingahúsarýni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.