Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 39
DV Síðast ert ekki síst FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 39 Spurning dagsins Hefengan tíma „Nei, ég erþriggja barna móðir og hefengan tíma íþað." Höbbý Rut Árnadóttir húsmóðir. Sækir þú listasöfn? „Nei, en ég geri það kannski efþau hætta að rukka inn." Berglind Han- sen nemi. „Nei, en ég fór einu sinni með skól- anum." Unnur Þóra Sigurðardótt- „Nei, en það breytist kannski efþað verðurgjald- frjálst." Marteinn Þór- arinsson bíl- stjóri. „Nei" Hrafnhildur Anna Guðjóns- dóttir nemi. Styrkur Landsbankans til Listasafn íslands upp á 45 milljónir hefur gert safninu kleift að fella niður aðgangseyri. Ólafur Kvaran safnstjóri vonast til að það auð- veldi aðgengi að safninu. Fjör á fjármálamarkaði ( 9 „Oft er það þannig að þeir sem hafa uppi viðvörunarorð í miðju blöðruhagkerfi^Jcg, þykja mjög hallæris- legir. í dot.com bylgunni um síðustu aldamót voru allir orðnir svo glaðir að þeir sem vöruðu við hruni voru álitnir einhvers kon- ar forngripir. Ég man ekki betur en að hinn annars var- færni Geir Haarde, sem þá var fjármálaráðherra, hafi líka verið farinn að tala um nýja tegund af hagkerfi sem lyti ekki gömlu lögmálunum um ris og hnig. Þá var gaman að lifa.“ VIÐSK3PTAHALLI OG FLÓÐ LÁNSFJÁR „Gylfl Magnússon, dós- ent í hagfræði, ritar grein í Markaðinn í dag sem er nokkuð í anda úrtölu- manna. Eins og fleiri furðar Gylfi sig á íslenska efna- hagsundrinu. Hann fjallar meðal annars um viðskipta- hallann sem er um tíu millj- arðar á mánuði, mikið flóð af lánsfé og skuldir þjóðarinnar segir að í lok september hafi svokölluð hrein staða þjóðarbúsins ver- ið neikvæð um 859 milljarða eða sem nem- ur 90 prósentum af vergri landsframleiðslu. Frá 2001 hefur hlutabréfaverð á íslandi ríflega sexfaldast. Gengi krónunnar hefur sífellt verið að styrkjast. Fyrir vikið er ávöxtun hlutabréfanna í erlendri mynt enn fjarstæðukenndari segir Gylfi.“ ÚTLENDIN GAR SKILJA „Og ennfremur: „íslensku fyrir- tækin þurfa að skila allt að því ævintýralegum hagnaði á næstu árum til að standa undir þeim miklu væntingum sem verð þeirra endurspegl- ar. Því eru tak- i mörk sett hve mik- * ið af þeim hagnaði getur orðið til með eignaumbreytingum, þótt þær geri mönnum hugsan- lega kleift að auka arð- semi og innleysa hagnað- inn af þvi löngu áður en reksturinn skilar honum. Fyrr eða síðar þarf daglegur rekstur að skila þeim hagnaði sem þarf til að réttlæta hlutabréfa- verðið, ef ekki hlýtur verðið að lækka. Það er ekkert skrýtið að útlendingar skilji þetta ekki alveg. Þeir sjá t.d. ekki í hendi sér hvernig hægt er að snúa ofan af viðskipta- hallanum og fara að greiða niður erlendu lánin, nú eða hvernig er hægt að búa til all- an þann hagnáð sem hlutabréfa- verðið lofar. ““ ÞROSKAMERK3 OG ÞROSKAMERK3 „Annars var vinsæl- asti frasinn í þessari litlu fjármáladýfu þroskamerki. Ef markaður- inn lækkar þá er það þroska- merki, en þegar hann hækk- ar aftur er það líka þroska- merki - og svo ef hann lækk- ar ennþá meira þá er það væntanlega þroskamerki líka. En ef hann hækkar þá aftur - eða lækkar - er það þá þroska- merki? Eða hvað? Svona orð þýð- ir náttúrlega ekki neitt - það er bara notað til að sefa « ' tauga- veiklun- Egill Helgason sjónvarpsmaður skrifar á visir.is Sigurjón Kjartansson vill kalla hlutina réttum nöfnum Lífslygin afsaicið11tnig. >4a%felse“o” anátf óKn?sköId ^orð- ** °ÞoIandi veður? Þetta er kallað gluooá veður. Það er ju so? e"útPMhæ9*^vek hj he w vegna Þess að bað er svo kalt. “ vtísÆíffiEf'ív; SBfe? í veðurfréttatímanum í gær lýsti veðurfréttamaður- inn veðrinu hér á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Hann var glaður í bragði. Sagðist vonast til að veðrið mundi haldast svona áfram. Hvemig? Jú, eins og það er mlna. Sól og norðanátt. Við von- um náttúrlega að veðrið haldist svona áfram sagði hann eins og hann talaði fyrir hönd alha landsmanna. En afsakið mig. Er ég alveg einn um að finnast sól og nístingsköld norðanátt óþolandi veður? Þetta er kallað gluggaveður. Það er jú sól, en ekki hægt að vera úti í henni vegna þess að það er svo , kalt. Og það er líka vont að hanga inni þeg- ar sólin skín inn um gluggana. Þú getur , hvorki verið úti né inni. Norðangarri og sól! er veðrið sem ég er sannfærður um að sé ' alltaf í helvíti. En veðurfréttamaðurinn er ekki á sama máli. Hann horfir bara á sólina og er sama um norðanáttina. Þegar það er heil- brigð sunnan- eða vestanátt, með tilheyrandi gráma og smá rigningu, þá fyllist hins vegar mmmmm ' veðurfréttamaðurinn trega, horf- ir á okkur samúðarfuilum augum og talar um að vonandi fari nú að birta til. En þá er að mínu mati mun skaplegra að vera úti. Það er hlýrra. Svo er líka þægilegra að vera inni í slíku veðri, því þá skín sólin ekki inn um gluggann. Almennt mun þægilegra veður fyrir hinn almenna borgara. Þetta fréttamat veðurfréttamannsins er byggt á lífslygi. Svipuð lífslygi er allt í kringum okkur. Ég nefni orðatiltæki úr ýmsum ritum eins og: „sælir eru fátækir", að kalla ekki allt ömmu sína" og „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“. Þessar pælingar meika engan sens. Fátækir eru sjaldnast sælir, nema í algjörum undantekningartilfellum. Það kallar enginn allt ömmu sína, nema ef vera skyldi einhver geðsjúk- lingur með þráhyggju og margir eiga enga bræður en standa sig samt ágætlega, einir og óstuddir. Latum ekki ljúga að okkur. Ljúgum ekki að sjálf- um okkur. Þegar það er kalt, þá er kalt. Það er ekkert öðruvísi. 1 Sigurjón Kjartansson SEFUR ALDREI 10.000.-kronur fyrir góða frétt Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.