Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006
Fréttir DV
Sandkorn
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Stjórnmála-
baráttan á Skag-
anum ætlar
að verða með
skrautlegra móti.
Gísli S. Einars-
son söðlaði um
og gekk til liðs
við Sjálfstæð-
isflokkinn sem
bæjarstjóraefni.
Hann vantaði vinnu og opinberaði
þannig eðli íslenskra stjórnmála.
Og nokkur umræða varð um hina
árlegu vísindaferð ungra sjálfstæð-
ismanna á Akranesi á vef Akranes-
bæjar. Vísindaferðin er einmitt í
dag en vísindaferð er annað orð
yfir fylleríisferð líkt og alkunna
er. Frjálslyndir á Skaganum fettu
fingur út í þetta og sögðu greini-
legt að nú ætti að kaupa atkvæði
með brennivíni líkt og tíðkast hef-
ur í ungliðastarfinu. En ungir og
góðglaðir sjallar á Skaganum fara
sínu fram og skunda í höfuðstaðinn
þar sem þeir ætla meðal annars að
hitta Gísla Martein í Valhöll...
• Tökum Mýr-
arinnar, í leik-
stjórn Baltas-
ars Kormáks,
lýkur um
mánaðarmót-
in. Hefur allt
gengið sam-
kvæmt áætlun
en tökustaðir
hafa að mestu
verið á Suðurnesjum auk Reykja-
víkur. Ekki verður drollað með að
fullvinna myndina en fyrirhugað er
að frumsýna hana í haust eða fyrir
jólin. Elísabet Rónaldsdóttir kvik-
myndagerðarmaður hefur feng-
ið það hlutverk að klippa myndina
en það verður sjálfur Mugison sem
verður með tónlistina. Hann virðist
nú hirðskáld Baltasars því Mugison
var einnig með tónlistina við Little
Trip to Heaven...
• David
Trads, rit-
stjóri danska
Fréttablaðs-
ins, var hér
á dögunum
að kynna sér
hina íslensku
fyrirmynd
og markað-
inn hér, dró
ekki fjöður
yfir að útgáfan hafi mætt veruleg-
um fordómum og jafnvel mótbyr í
Danmörku. Sá sem lóðsaði Trads
um hér á landi er enginn annar en
Mikael Torfason en hann starf-
ar nú sem hægri hönd Gunnars
Smára Egilssonar forstjóra Dag-
brúnar við að koma þessu á kopp-
inn í Köben...
• Tómas Tóm-
asson bassa-
leikari Stuð-
manna sendi
frá sér bók um
síðustu jól:
Sögur Tómasar
frænda. Þar er
að finna ýms-
ar kúnstugar
skemmtisögur
úr tónlistarbransanum. Tómas er
nú að safna sögum í næsta eintak
en af nægu er að taka þegar uppá-
tæki fjörugra ballgesta og ævintýra-
gjarnra poppara eru annars veg-
ar. Fyrirhugað er að bæta enn í og
mun skrásetjarinn Friðrik Indriða-
son leggja sitt af mörkum með sög-
um úr blaðamannaheimum. Munu
þær sögur svakalegri ef eitthvað er
enda var blaðamannastéttin lengi
sú svallsamasta...
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður
sprengjudeildar Gæslunnar, líta nú til danska hersins í von um að fá 50 kalibera vélbyss-
ur úr vopnabúri hans og setja um borð í íslensku varðskipin.
Gæslan vill danskar
vélbyssur í varðskipin
Sigurður Ásgrímsson
Yfirmaður sprengjudeildar
Gæslunnar. „Við lifum í
breyttum heimi og ógnirnar
eruaðrar en áður."
Landhelgisgæslan stendur í viðræðum við danska herinn um að
fá til afnota 50 kalibera vélbyssur til að setja upp í varðskip sín og
mæta þannig nýjum ógnum sem steðja að á hafi úti.
„Þetta er í athugun og í farvatninu,''
segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður
sprengjudeildar Landhelgisgæslunn-
ar, sem eins og oft áður lítur til danska
hersins þegar aðstoðar er þörf. Segir
Stefán samskiptin við danska herinn
alltaf hafa verið góð og verði svo von-
andi í þessu tilviki.
„Aðstæður í heiminum hafa breyst
svo mikið og annars konar ógn steðjar
að nú en áður. Til dæmis sú sem birt-
ist í aðferðum hryðjuverkamanna að
nota hraðskreiða báta, fyllta sprengi-
efni, sem stefnt er á skotmörk. Gegn
slíku duga ekki venjulegar fallbyssur
eins og þær sem eru í varðskipunum
í dag. Þá þurfum við vélbyssur," segir
Sigurður Ásgrímsson.
Fljótlegt og handhægt
Vélbyssurmar sem hér um ræð-
ir em 50 kalibera og settar upp á þrí-
fót fyrir notkun. Segir Stefán að hug-
myndin sé að geyma þær í læstum
skápum um borð í varðskipunum og
skella þeim svo upp þegar þarf: „Það
er fljódegt og útheimtir ekki mikinn
mannskap," segir hann.
Breyttur heimur
Einnig er til þess litið ef
varðskipsmenn, með að-
stoð víkingasveitar, þyrftu
að fara um borð í skip á hafi
úti kæmu vélbyssumnar sér
vel sem ógn og til að verja
menn þegar farið er á milli
skipa. Eiginlega séu vélbyss-
umar nauðsynlegar þegar
allt sé talið og sá veruleiki
sem menn búi við í dag blasi ______
við: „Við lifum í breyttum
heimi og ógnirnar eru aðr-
ar en áður," segir Stefán. „Við
emm bara að reyna að vera
við öllu búnir og þess vegna
emm við að vinna í þessu."
Georg Lárusson Forstjórinn
vill vera við öllu búinn og
sýna nauðsynlegt frumkvæði
i samstarfi við danska herinn.
i
varðskipið Týr Hryðju-
verkamenn nota hrað-
skreiða báta, fyllta
sprengiefni, sem stefnterá
„Við erum bara að reyna
að vera við öllu búnir og
þess vegná erum við að
vinna í þessu "
Dönsk gjöf?
Vélbyssumar sem hér um ræð-
ir, 50 kalibera, vom mikið notaðar af
bandaríska hernum í stríðinu í Afgan-
istan og dugðu þar vel í eyðimörkinni.
Dönsku vélbyssurnar, sem Landhelg-
isgæslan heftir nú augastað á, eru í
vopnabúri danska hersins sem end-
urnýjar birgðir sínar reglulega líkt og
allir herir sem vilja rísa undir nafni og
vera ávallt viðbúnir. Má jaíhvel búast
við að dönsk hermálayfirvöld gefi ís-
lendingum byssurnar því þótt þær
séu komnar til ára sinna myndu þær
nýtast vel um borð í íslensloim varð-
skipum og gera þau hæfari til að fást
við þá ógn sem nú blasir við á hafi úti
og brostið getur á fyrirvararlítið.
„Þetta er eina vopnið sem dugar,"
segir Sigurður Ásgrímsson.
c\
, Danskur liðþjálfi með
SjÁ 50 kalibera vélbyssu
- Þetta eru byssurnar sem
h| Landhelgisgæslan hefur
H augastaðá.
Aukið eftirlit með fikniefnum og heimsóknum er á dagskránni hjá stjórnendum fangelsa.
Enginn fangavörður tekinn með fíkniefni
Litla Hraun Fangelsið hefur verið töluvertifréttum eftirað fram kom iHraunbúanum, blaði
fanga á Litla-Hrauni, að einhverjir fangar þénuðu alltað 400 þúsund krónum á mánuði fyrir að
selja dóp inni I fangelsinu.
„Það hefur verið um eitt tilvik að
ræða þar sem að fangavörður var
sendur í launalaust frí vegna gruns
um aðild að fíkiniefnainnflutningi,"
segir Kristján Stefánsson, forstöðu-
maður Litla Iirauns.
„En það kom ekkert út úr því svo
það hefur enginn starfsmaður ver-
ið viðriðinn fíkniefnamál á Litla
Hrauni," bætir hann við.
Vinsælustu fíkniefnin á Litla
Hrauni eru hass, spítt og stera-
töflur. Ef fangi verður uppvís
að vörslu slíkra efni þá er
honum refsað með því
til dæmis að taka af
honum sjónvarp-
ið.
„Þetta er að
finnast hér og
þar um fangels-
ið. Við beitum
fanga viðurlög-
um við brot-
um og reglum
fangelsisins en
það fer eftir því hvort þetta er fyrsta
brot eða ítrekað brot hvað við ger-
um," segir Kristján.
„Fangar geta til dæmis verið
sviptir aukabúnaði, svo sem sjón-
varpi, tölvum og hljómtækjum. Síð-
an er einnig hægt að takmarka heim-
sóknir."
"Það er mjög varlega farið með
afleysingafólk," segir Valtýr
Sigurðsson, forstjóri Fang-
elsismálastofnunar ríkis-
ins. „Ferill er kannaður ít-
arlega og reynt að vanda
til vals manna alveg sérstak-
lega vel. Það hefur alltaf
verið gert hérna og
það breytist ekk-
ert."
Fíkniefnin ber-
ast í fangelsið með
vinum, vanda-
mönnum og
fjölskyldu
fanga en Val-
týr segir fjöl-
skyldumeðlimi oft undir þrýstingi.
„Fanginn er að telja þeim trú um
að þeir þurfi þetta lyf eða efni og
stundum láta fjölskyldumeðlimir
undan slíkum þrýstingi."
Ein af þeim leiðum til að minnka
fíkniefnanotkun í fangelsinu er að
koma föngunum í meðferð. Nú er
komið inn í fjárlagatillögur bygging
nýs fangelsis sem mun einmitt stór-
auka meðferðarúrræði fyrir fanga.
„Þetta er svokallað Hólmsheið-
arfangelsi og það verður meðferð-
arfangelsi þar sem við getum verið
með sérstakar afmarkaðar og ein-
angraðar deildir. Ef allt gengur eft-
ir þá getum við séð það fangelsi árið
2009,“segir Valtýr. atli@dv.is