Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Björgvin Guðmundsson heima og að heiman fíHS ekki fleiri flugþjónar hjá lcelandair? Það er varla karl að sjá f áhöfn flugflotans nema kannski f stjórnklefanum. Sfðustu vikur hef ég flogið með tveimur erlendum flugfélögum. Hjá British Airways voru að minnsta kosti tveir flugþjónar. Þetta voru engir unglingar f sumarvinnu. Þetta voru karlmenn sem unnu sem flugþjónar. Sama var uppi á teningnum þegar ég flaug með Southwest innan Banda- rikjanna. I fluginu var ein flugfreyja en tveir flugþjónar. Menn sem komnir voru yfir fertugt. Og alls ekki sfðri en flugfreyjurnar. Snarir í snúningum og elskulegir. Icelandair mætti ráða fleiri flugþjóna. á milli staða í Bandaríkjunum erauðvitað eins og að hoppa upp i rútu á fslandi. Vélin lendir, liðinu er ýtt út, næstu farþegar koma inn og tekið er á loft á örskömmum tíma. Enginn hátfðleiki eins og oft einkennir flug hjá lcelandair. Enda er fólk bara að skjótast heim í helgarfrí en ekki til útlanda. Flugþjónarnir og -freyjurnar eru líka klædd hversdagslega. f pólóbolum, kakíbuxum og strigaskóm. En það vantar samt ekkert uppá fagmennskuna. Sá samanburð- ur við lcelandair stenst fyllilega þó flugfreyjurnar fslensku séu vissulega beturtil hafðar. íO C o ofboðslega mikið upp úr matnum um borð f flugvélum. Nú er öllum meira sama. Lfta á matinn eiginlega sem part af þvf að hafa ofan af fyrir sér. Enda fólkfarið að fljúga svo mikið um allar trissur. Þekkir hvað þetta getur verið lélegt. Maturinn hjá lcelandair stóð þóalltaf fyrir sínu. Hefur dalað aðeins. Fer í taugarnar á mörgum að alvöruhnifapörum var skipt út fyrir plast. Annars kom það á óvart hvað flug- freyjurnar voru ónýtar að hirða tóm ílát, glös og dósir. Ólíkt þeim hjá Southwest. Leiðari Leikslcólastigið hefur til þessa verið jjársvelt. Eiga kjósendur að treysta þvíað þar verðigerð bótá?Ekki er þvíað treysta af reynslunni. Páll Boldvin Baldvinsson Skrumið um leikskólana Hugmyndir frambj'óðenda til borgar- stjórnar Reykjavíkur um gjaldfrjáisa leikskóla fyrir yngstu börn í borg- inni eru góðra gjalda verðar. Spurningin er bara hver á að borga reikninginn og hvað hann verður hár. Allir flokkarnir eru með slík stefnuatriði í boði, mismunandi áherslur í framkvæmd stefnunnar skipta minna máli. Allir ætla sér að gera dvöl í leikskóla að sjálfsögðum réttindum ungra barna. Samfylking og samstarfsflokkar R-listans geta státað sig af átaki í leikskólamálum. Sjálfstæðisflokkurinn treystir að allir hafi gleymt hvernig ástandið var í leikskólamál- um í Reykjavík þegar hann skildi við. En frambjóðendur verða að svara erf- iðum spurningum kjósenda: Leikskólar eru flestir mannaðir af ófaglærðu fólki á afleitum kjörum. Leikskólakennarar leita starfa í öðrum atvinnugreinum vegna lágra launa. Leikskólastigið hefur til þessa verið fjársvelt. Eiga kjósendur að treysta því að þar verði gerð bót á? Ekki er því að treysta af reynslunni. Hefur inntak leikskólans verið bætt? Ef starfskröftum er illa launað hefur þá að- búnaður notið þess með fjárfestingum í tækjum? Er í gangi þaulhugsað og mark- visst prógramm um starf í leikskólunum? Nei, reksturinn er enn afar frumstæður. Góðar áætlanir eru þegar ekkert er um fram- kvæmdir lítils virði. Hvernig er að húsnæð- ismálum staðið? Enn eru í notkun leikskólar í fornum einbýlishúsum í eldri hverf- um sem henta illa til slíkrar starfsemi. Ekki hefur bólað á hugmyndum um endurskoð- un í þeim tilvikum. Allt þrek fer til nýbygginga í yngstu hverfúnum. Hugmyndir um ókeypis eða ódýrari dvöl fyrir börn í leikskólum verða marklitlar þegar litið er til þess hvernig staðið er að rekstri leikskóla í dag. Og hverjir eiga svo að taka á sig þann aukna kostnað sem hlýst af tilfærslu af þessu tagi, því einhverstaðar verða peningarnir að koma frá? Ætla menn að treysta á hærri skatta eða skera niður í öðrum gjaldaliðum? Ef svo er, þá hvar? Snyrtileg fyrirheit af þessu tagi líta vel út á blaði, en fýrir ijölda kjósenda sem nota leikskóla allar vikur ársins eru fýrirheit skrum, nema að baki standi skýrar áætl- anir um fjármögnun og framkvæmd. Og fátt í framgöngu stjórnmálamanna á þessu sviði, í sveita- og landstjórn, bendir til ann- ars en að þeir treysti á að kjósendur láti sér skrumið lynda. Einu sinni enn. Allir með strætó! ÞAÐHEFUR EKKIVERIÐ STERKASTA HLIÐ fSLENDINGA á undanförnum árum að sýna samstöðu gegn hvers konar óréttlætí sem dunið hefur á iand- anum. Þótt þorri landsmanna væri á móti virkjun á Kárahnjúkum sýndi hann það ekki í verki. Engin vel heppnuð fjöldarnótmæli fóru fram heldur þurfti að leigja inn erlenda atvinnumótmælendur tíl verksins. Þeir tjölduðu uppi við virkjunina en voru meira til ama og leiðinda en til þurftar málstað íslenskra náttúru- ÞAÐ SAMA ER UPPIÁTENINGNUM f DAG. Þorri íslensku þjóðarinnar sýpur hveljur nær daglega þegar fréttír af hækkandi bensínverði berast. Bíla- eign þjóðarinnar er fræg að end- emum en þrátt fyrir dýrt bensín keyrir fólk eins og aldrei fyrr. Olíufé- lögin keyra upp bensínverðið og rík- isstjómin viU ekki láta þjóðina njóta gróðans af dýrara bensíni. Samt sem áður hefur fólkið í landinu ekki dug í sér til að rísa upp og gera eitthvað í málinu. HVAÐ MYNDI GERAST ef íslenskir bifreiðaeigendur myndu hætta að keyra bíla sína og þar með hætta að kaupa bensín? Hvað myndi gerast ef þjóðarátakinu Allir með strætó! yrði hrundið af stað? Hvað myndi gerast ef íslenska þjóðin myndi með sam- takamættí sínum sniðganga rándýrt bensínið þar til annað hvort olíufé- lögin eða ríkisstjórnin sæju að sér og lækkuðu annað hvort verð eða álögur? Fyrst og fremst ÍSLENSKA STRÆTISVAGNAKERFIÐ er ekki það fullkomnasta í heimi, það er langur vegur frá því. Það væri lúns vegar vel þess virði að fóma sér í gula vagninn í einhvem tíma til að sparka í rassgatið á þeim sem hafa eitthvað um þetta að segja. Les- endabréf í blöðum og vanmáttugt væl stjómarandstöðunnar inni á þingi heíúr ekkert að segja. Þjóðin þarf að rísa upp. oskar@dv.is Aiurninmm smcíting pAuses Bif'tK-pwtíCts.rwcý. Allir meö strœtól Islenska þjóöin gæti sýnt samtakamátt máttsinn meðþvlað hætta aö ferðast á einkabllum og taka strætó I staöinn. DV-mynd GVA Mótmæli Islendingar kunna ekki að mótmæla svo sómi sé að. DV-mynd Valgarð Framsóknarflokkurimi lofar vatnsskemmtigarói Skoplegur átrúnaður á Davíð sjálfan „Davíð barði niður frjálshyggju- liðið. Gerði það mjög handgeng- ið sér þannig að hægrimennsk- an breyttist í skoplegan átrúnað á Davíð sjálfan," segir Björgvin G. Sigurðs son alþingismaður í svargrein til Stak- steina í Moggan- um í gær. Líklega hittir Björgvin naglann á höjuðiö en ígreininni heggurhann vinstri, hœgri. Hins veg- ar virðist það vera svo að Stak-Stein- ar, öðru nafni Styrmir Gunn- . arsson, með steinakasti f sínu sé orðinn þungamiðj- an í allri pólitískri umræðu í landinu. Og það er þá til nokkurs upp lagt með það. I Björgvin G. Si Á í rökræðum v Steinaeins ogs núádögum. Or löngum skugga Davíðs „Hvað sem því líður markar grein Illuga [Gunnarssonar] þau skil á hans ferli að þar stígur aðstoðar- maðurinn fyrrverandi út úr löngum skugga Davíðs með meira afgerandi hætti en áður," skrifar Pétur Gunn- arsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, í blað sitt í gær. Þessi klausa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hér skrifar fyrr- verandi herráðsmaður Halldórs Ás- grímssonar og œtti að vita hvað hann er að segja. Pét- ur er byrjaður að rýna í hin pólitísku spil, segir llluga vera á leið íframboð og ekki er hœgt að skilja þetta öðruvísi en frjálshyggjumaðurinn Illugi sé feg- inn að vera laus undan okinu. Það var og. Pétur Gunnarsson, Framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.