Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2006 Fréttir DV Jakob Bjarnar Grétarsson • Egill Helgason bauð upp á athyglis- vert viðtal í Silfrinu við )ón Sigurðsson á sunnudag. Þórir Guðmundsson gerði Jón reyndar í frétt NFS sem hann sauð upp úr viðtalinu að seðlabanka- stjóra en lón er fyrrverandi Seðla- bankastjóri og aðalbankastjóri Nor- ræna ijárfestingarbankans. Ræddi Jón efnahagsmálin af nokkurri íþrótt. Þeir sem rýna sem lengst og mest í hin pólitísku spil þóttust sjá í máli Jóns enduróm þess sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hefur haft til málanna að leggja í þeim efnum. Og vildu þannig kenna helsta ráð- gjafa hennar í efnahagsmálum... • Örn Árnason hef- ur fylgt mörgum kyn- slóðunum úr grasi sem Aíi gamli á Stöð 2. Nú hins vegar heyrir DV að vegna fyrirhugaðra dag- skrárbreytinga hafi Afa gamla verið sagt upp störfum. Er þetta ef til viil tímanna tákn - tákn- gervingur gráa hersins settur út í horn. Aðstandendum Afa mun þykja þetta fremur súrt í broti, ekki síst vegna þess að skammt er í tuttugu ára starfsafmæli Afa gamla... • Maður helgarinn- ar er tvímælalaust Ásgeir Hannes Eiríksson fyrrver- andi alþingismaður og nú vert á kránni Blásteini. Skoðana- könnun sem hann lét framkvæma leiðir í ljós að þrjá- tíu prósent þjóðarinnar vilja setja skorður við straumi innflytjenda til landsins. Margir málsmetandi menn vilja sópa könnun vertsins undir teppið en á móti kemur svo að straumur á Blástein hefur stórlega aukist. Og þar vilja menn ræða mál- in og skrá sig í „flokkinn"... • Nana, sem vakti mikla athygli í Idol- inu fyrir frískiega framgöngu, hefur ekki farið í grafgöt- ur með það að hún hyggst reyna fyrir sér á hinni þyrnum- stráðu frægðarbraut. Og lætur verk- in tala því Nana hefur nú stofnað hljómsveit sem heitir að sjálfsögðu The Nanas. Eru liðsmenn sveitar- innar úr Brúðarbandinu en hins vegar vantar Nönu hljómborðs- og gítarleikara. Á fimmtudaginn renn- ur út sá tími sem samningurinn við Idol, sá sem kveður á um þögn þátt- takenda, út og þá mega landsmenn búast við því að heyra nánar af þess- um áformum öllum... • Auglýsinga- mennska flokk- anna er þegar orðin ærin og á eftir að aukast enn. Svo virð- ist sem auglýsinga- og spunameistar- ar, Eggert Skúlason og fleiri, leggi minna en lítið upp úr arfleifðinni samanber hið fræga exbé en ekki Kjósið Framsóknar- flokkinn! Og þá fannst ýmsum eins og Kvennalistinn sálugi væri geng- inn aftur þegar opnuauglýsing í Fréttablaðinu frá Sjálfstæðisflokkn- um birtist - í bleiku! Auglýsingastof- an sem annast málefni sjálfstæðis- manna hefur verið til langs tíma íslenska auglýsingastofan en Sam- fýlkingin treystir á Hér & nú til að koma sér á framfæri... Jónatan Helgi Rafnsson er 18 ára íslendingur sem slasaðist lífshættulega þegar hann féll niður 10 metra af hóteli á Ensku ströndinni á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum. Jónatan er haldið sofandi á gjörgæsludeild ríkisspítalans Hospital Insular í Las Palmas og er líðan hans í dag stöðug en hann hefur ekki vaknað til meðvitundar síðan slysið átti sér stað í byrjun apríl. Haverk að lifa lallið af Foreldrar Jónatans, Rafh Pálsson og Brynhildur Brynjúlfsdóttir, eru í Las Palmas og dvelja hjá honum á gjörgæslunni eins mikið og spítalayfirvöld leyfa til að styðja hann í baráttunni um að halda lífi. Þau halda úti bloggsíðu um líðan hans og fjöldi þeirra sem heimsótt hafa síðuna til að veita fjölskyldunni stuðning og styrk í þessum miklu hremmingum er orðinn tæp 37 þúsund. Jónatan Helgi var í fríi á Kanarí- eyjum á vegum ferðaskrifstofunn- ar Appolo ásamt kærustu sinni þegar slysið átti sér stað. Sam- kvæmt heimildum DV voru engir sjónarvottar að tildrögum slyss- ins en Jónatan féll niður af fjórðu hæð íbúðarhótelsins Los Salm- ones og er talið að fallið hafi verið um 10 metrar. Jónatan margbrotn- aði á höfuðkúpu, fékk blæðingar inn á heila, lærbrotnaði, brotnaði á brjóstkassa og samkvæmt heim- ildum DV frá fólki sem til þekkir er það kraftaverk að hann skuli hafa lifað fallið af. Kældur niður Jónatan var fluttur á ríkisspítal- ann Hospital Insular í Las Palmas á gjörgæslu og þar er honum hald- ið sofandi til að hann geti náð sér af slæmri lungnabólgu sem hann fékk í kjölfar höfuðáverkanna. Móðir Jónatans, Brynhildur Brynj- úlfsdóttir, tjáði DV að líðan hans væri stöðug en hann var kældur niður til að hægja sem mest á lík- amsstarfseminni því honum var vart hugað líf þegar hann kom á spítalann. Líðan Jónatans er betri núna en hún var í síðustu viku en hann er enn í lífshættu. Lækn- Foreídrar Jónatcms hafa opnað bankareikning til að safna fyrirþeim gífurlega kostnaðisem fylgir því að vera hjásynisín- um. Reiknings- númerið er 1135-05- 802200, kt. 100160- ar hafa nokkrum sinnum reynt að vekja Jónatan en án árangurs og eina lífsmarkið að hann hafði að- eins hreyft vinstri hönd. Mikið áfall Á bloggsíðu foreldra Jónatans, blog.central.is/jonatan_helgi, segja þeir að líðan hans sé betri og það séu tvö hænufet í rétta átt. Þau segja að mikið af fólki sendi þeim baráttukveðjur og fjölskyldan fái mikinn styrk í gegnum kveðjurnar. Afi Jónatans, Páll Helga- son, vildi lítið tjá sig um slysið við blaðamann DV en sagði að þetta væri bara sorg og grátur. Safna fyrir Jónatan Rafn Pálsson og Brynhildur Brynjúlfsdótt- ir, foreldrar Jón- atans, hafa opn- að bankareikning til að safna fyrir öllum þeim gífurlega kostn aði sem fylgir því að vera hjá syni sínum. Reikningsnúmer- ið er 1135-05- 802200, kt. Los Salmones ibúðahótelið á Ensku Ströndinni Jónatan va'r ífrli á þessu hóteli ásamt kærustu sinni þegar slysið átti sér stað 100160-7149. Þeir sem vilja styrkja fjölskyld- una til að komast í gegnum þetta mikla áfall geta lagt inn á reikninginn þeirra eða skrifað þeim stuðningskveðj- ur á bloggsíðuna. Auður Sæmunds- dóttir, fararstjóri Heimsferða á Kan- arí, hefur aðstoð- að foreldra Jón- atans til að túlka það sem læknarnir segja um ástand og líðan hans þar sem fararstjóri ferða- skrifstofunnar Appolo sem Jónatan Maspalomas-ströndin á Gran Canaria Islendingar fara mikið í frí tii Kanari á veturna því veðrið þar er einstaklega gott. ferðaðist með talar ekki spænsku. Auður segir í samtali við DV að þetta hafi verið gífulegt áfall fyrir fjölskylduna en hún dáist að styrk foreldranna og dugnaði á þessum erfiðu tímum. jakobina@dv.is ~t> Jonatan Helgi Rafnsson erí lifshættu á Kanaríeyjum Það er kraftaverk aðhann skyldi lifa affaii affjorðu hæð hótelbyggingar. —------- Danski Örninn óvænt í Þjóðleikhúsinu Baltasar Kormákur Vann glæstasta sigur með uppfærsiu sinni á Pétri Gauti. illar aðsóknar á Pétur Gaut fengu þeir ekki sæti saman í salnum. Að sögn Benedikts skemmti danski Örninn sér vel á leiksýningunni og skOdi furðu- mikið af því sem sagt var og talað á sviðinu. Uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gauti er í höndum Baltasars Kormáks að þessu sinni og þykir honum hafa tekist feykivel upp. Hafa allir dómar verið lofsamlegir og í DV fékk sýning- in heilar fimm stjörnur. Jens Albinus sá Pétur Gaut Danski leikariim Jens Albinus var meðal gesta á Pétri Gauti í Þjóðleik- húsinu í fýrrakvöld. Jens er sem kunn- ugt er þekktastur íyrir hlutverk sitt í danska sjónvarpsmyndaflokknum Erninum sem farið hefur sigurför víða um heim og ekki síst hér á landi. Jens Albinus vakti töluverða athygli í Þjóðleikhúsinu og varpaði jafnvel skugga á sjálfan Pétur Gaut í hléinu. Jens var þarna á ferð með Benedikt Erlingssyni, félaga sínum sem kennt hefúr honum íslensku, en vegna mik- Úr Pétri Gaut Sýning sem fengið hefur frábæra dóma. Jens Albinus Danski Örninn skildi margtafþvi sem fram fór á sviðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.