Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2006, Síða 21
DV Menning
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2006 21
Raðmorðingi, inúítar og ást
Hjá Máli og menningu eru
komnar út þrjár nýjar kiljur, Aftur-
elding eftir Viktor Arnar Ingólfsson,
Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdótt-
ur og Skuggi vindsins eftir Carlos
Ruiz Zafón.
Afturelding fjallar um æsilega
glímu milli lögreglu og óvenjulegs
morðingja - þar sem ekki má á milli
sjá hvor er í hlutverki kattarins sem
eltir músina. Á fáeinum dögum eru
þrír gæsaveiðimenn myrtir og lög-
reglan stendur frammi fyrir því að
raðmorðingi gengur laus. Viktor
Arnar Ingólfsson er einn vinsælasti
spennusagnahöfundur landsins og
hér bregst honum ekki bogalistin.
Vilborg Davíðsdóttir er þekkt fyr-
ir sögulegar skáldsögur sínar. Hér
varpar hún ljósi á framandi heim
inúíta og ráðgátuna um norrænu
byggðina á Grænlandi sem hvarf
sjónum inn í þoku tímans um miðja
fimmtándu öld. Hrafninn er spenn-
andi og áhrifarík skáldsaga um það
sem gerist þegar örlög einstaklinga
rekast á veggi fordóma
og hefða.
Hrafninn var til-
nefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna
árið 2005.
Þriðja kiljan, Skuggi
vindsins, er saga um
horfna tíma og gleymd-
ar persónur sem ganga
aftur og taka völdin í
lífi þess sem les. En um
leið er hún spennusaga
Afturelding Glæpasaga
Viktors Arnars er komin út i
kilju og hefur fengiö nýja
kápumynd.
um fólk á flótta, um of-
sóknir, vináttu og svik,
um ótta og vissu, „um
ást, hatur og þá drauma
sem búa í skugga vinds-
ins" eins og Daníel seg-
ir við stúlkuna sem hann
elskar þegar hann fer
með hana í Kirkjugarð
gleymdu bókanna til að
sýna henni fjársjóðinn
dularfulla sem þar er
geymdur.
Leikhópurinn Frú Emilía frumsýnir á sunnudagskvöldið leikritið Hundrað ára húsf
eftir Jón Atla Jónasson Sýnt verður í gömlu herspítalatjaldi við Ylströndina í Naut-
hólsvík en áhorfendum er hátíðlega lofað því að þeir Qúki ekki á haf út.
Ekki tínstillt leikhús
Jón Atli Jónasson og félagar tjalda
Tjaldið var notað bæði i írak og Bosnlu -
eða svo sagði sölumaðurinn.
„Það var bölvað vesen að tjalda
þama í Nauthólsvíkinni," segir höf-
undurinn Jón Atli í spjalli við menn-
ingarsíðu. „Það gekkþó á endanum og
við segjum stolt fiá því að breska vík-
ingasveitin, sem hefur mikla reynslu af
því að setja upp slík tjöld, tekur sér þijá
klukkutíma í verkið, en við kláruðum
það á fjómm og hálfum tíma."
Einhver mistök voru þó gerð við
uppsetningu tjaldsins, vegna þess að
það losnaði og tókst næstum á loft í
S miðju rennsli.
„Vtð löguðum það strax og núna er
það tryggilega fest," segir Jón Atli. „Fólk
getur því óhrætt komið að sjá leikritið
og við ábyrgjumst að það fýkur ekki á
haf út. Enda á slíkt tjald að þola sand-
storma og maðurinn sem seldi mér
það sagði að það hefði verið notað
bæði í Irak og Bosm'u. Kannski hefur
það þó verið sölutrix."
Leikhúsið tekið út úr leikhúsinu
Þegar Jón Atli er spurður að því
I hvers vegna Frú Emilía vilji endilega
sýna Hundrað ára hús á þessum stað,
segir hann að bæði hann sjálfur, Haf-
liði Amgrímsson leikstjóri og Jón Páll,
einn leikaranna, séu reyndar vanast-
t ir því að sýna á undarlegum stöðum. f
■M
frystihúsi, í veltandi stálbúri og ýmsum
rottuholum, eins oghann orðarþað.
„Við höfum mikið gælt við hug-
myndina um „staðsett leikhús" og
fundist hún sjarmerandi," segir Jón
Atli. „Það er þegar leiksýning er stað-
sett annars staðar en í hefðbundnu
leikhúsi. Að okkar mati öðlast verkið
annað líf ef það er sýnt við „erfiðari"
aðstæður. Þegar leikhúsið er fært út úr
leikhúsinu."
Ungt fólk og elliglöp
Leikritið fjallar um dag í lífi nokk-
urra einstaklinga sem em vistaðir á
elliheimili og þjást af elliglöpum. Að
sögn höfundarins er hann að fjalla um
gildi minninganna og tengsl þeirra við
sjálfið ogsjálfsmyndina,
Ólafur Egill Egilsson, Harpa Amar-
dóttir, Bjöm Thors, Jón Páll Eyjólfsson
og Laufey Elíasdóttir leika gamlingj-
ana ogþað er ljóst að þau leika töluvert
„upp fýrir sig" í aldri. Verðurþað ekkert
einkennilegt?
„í leikhúsi er alltaf gert samkomu-
lag við áhorfendur," segir Jón Atli. „Þeir
kaupa það tildæmis að þeir séu stadd-
ir á miðöldum þó að þeir séu ekk-
ert staddir þar. Þeir kaupa að Hilmir
Snær sé Ríkharður þriðji, þó að hann
HHHHG
sé í raun bara íslenskur leikari. Því er
alveg hægt að gera samkomulag um
að Harpa Amardóttir sé hundrað ára,
vegna þess að hún er fyrst og fremst
manneskja. Hundrað ára konur geta
líka alveg verið sautján ára í hjarta
sínu, vegna þess að sjálfsmynd okkar
fyigir ekki fæðingarárinu."
Ef leikarar muna textann...
Aðspurður um hvort leikritið sé al-
veg tilbúið segir Jón Atli að það verði
sýnt á réttum tíma. „Við stöndum held-
ur ekki í því að fínstilla einhverja ægi-
lega ljósablöndu, þetta er ekki þannig
leikhús. Ef áhorfendur sjá framan í
leikarana og ef þau muna textann, þá
erumvið sátt"
Verkefnið er unnið með styrk frá
Leiklistarsambandi íslands. Hægt er
að lesa frásagnir af því sem leikhópur-
inn er að bardúsa á netsíðunni lOOara-
hus.blogspot.com
í!Í2SK\£j£íAÍ> •
Rúnar Helgi Vignisson Tók við
þýðingaverðlaununum á Bessastöðum á
sunnudaginn en verður I Iðu i kvöld.
Rúnar Helgi í Iðu
í kvöld kl. 20 verður 61. Skálda-
spírukvöldið haldið í Iðu og aðal-
gestur er enginn annar en Rúnar
HelgiVignisson, nýbakaðurþýð-
ingaverðlaunahafi. Rúnar hefúr get-
ið sér gott orð bæði sem rithöfund-
ur og þýðandi fagurbókmennta og
á árinu sem leið sendi hann fra sér
þijár bækur; eina þýðingu, frum-
samið skáldverk og bamabók.
Á þessu kvöldi, sem er með þeim
síðustu sem Skáldaspíran efiiir til
fyrir sumarleyfi, les Rúnar úr verk-
um sínum, segir ffá sjálfum sér og
svarar spumingum gesta.
Aðgangur er ókeypis og bækur
kvöldsins em með 20% afslætti að-
eins þetta kvöld.
Galdraskyttan á
Listahátíð
Óperan
Galdraskyttan
verður nú sett
uppífyrsta
sinn á íslandi
og sýndí
Þjóðleikhús-
inu.
Óperan er
samvimtu-
verkefni
Sinfómu-
hljómsveitar
ungafólks-
ins, Sumaróp-
emReylqavflair
og Dansleikliússins, auk félaga úr
karlakómum Fóstbræðrum. Sýning-
ar em 2., 7., 9. og 10. júm'. Fyrsta sýn-
ingin er á Listahátíð í Reykjavflc
Það em Kolbeinn Ketilsson,
Hrólfur Sæmundsson, Hlín Péturs-
dóttir, Valgerður Guðnadóttir og
Elísa Vilbergsdóttir sem fara með
helstuhlutverk. Leikstjóri er Jón
Gunnar Þórðarson og hljómsveitar-
stjóri Gunnsteinn Ólafsson. Fium-
sýnt verður á stóra sviði Þjóðleik-
hússins 2. júm' og verða sýningar alls
fjórar.
IÚr Galdraskyttunni
Frumsýnd á Stóra
sviðinu 2.júnl.
I
Fermingartilboð
Kynnum nýjar gerðir af rúmum með 20% kynningarafslætti.
. .
■Bri ■
Rafstillanleg rúm 120x200sm
með svæðaskiptri pokafjaðradýnu
Réttverðkr. 118.000.
Tilboðsverd kr. 94.400.-
Söngperlur Tenórsins
Tenórinn-
Guðmundur
Ólafsson
Verður á Hláturtíð.
Leiksýningin Tenórinn eftir
Guðmund Ólafsson, sem sýnd var
tvö leikár við miklar vinsældir í
Iðnó, fylgir nú fordæmi Leikfélags
Reykjavíkur og flytur sig úr Iðnó
upp í Borgarleikhús. Þar mun
söngvarinn taka þátt í „Hlátur-
tíð" Borgarleikhússins en eins og
flestum mun kunnugt er Tenórinn
mikill gleðigjafi og hláturvaki þótt
undir niðri leynist harmurinn.
Síðastliðið haust heimsótti
Tenórinn Norðurland og sýndi við
feikilega góðar undirtektir í Frey-
vangi í Eyjafjarðarsveit. Síðan þá
hefur hann legið í hálsbólgu en
er nú búinn að ná sér að fullu og
hefur að sögn aldrei verið í betra
formi, og er þá mikið sagt. Má bú-
ast við að nokkur há c muni hljóma
úr munni hans á Litla sviði Borg-
arleikhússins ásamt andakvaki og
sópransöng.
Meðal þess sem heyrist í sýn-
ingunni eru söngperlur einsog
Draumalandið, Söngur villiandar-
innar, Una furtiva lagrima, O sole
mio og hver veit nema Hamra-
borgin fylgi með í kaupbæti.
Leikarar í sýningunni eru Guð-
mundur Ólafsson og Sigursveinn
Magnússon, leikstjóri er Oddur
Bjarni Þorkelsson.
Aðeins verða fjórar sýningar á
verkinu að þessu sinni
rumco
Langholtsvegi 111,104 Rvk.
Simi 568 7900
Hanson rúm með fjaðrandi rúmbotni,
svæðaskiptri pokafjaðradýnu og lúxus
yfirdýnu með hrosshárum
(án höfðagaflsj.l 20x200.
Verð kr. 110.600.
Tilboðsverd kr. 88.480.-
virka daga 11-18» laugardaga 11-16.