Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006
Fréttir DV
Þrír enn
Alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir komst í hann krappan á mið-
vikudagskvöldið þegar hún var viðstödd keppnina Ungfrú ísland 2006 á Broadway. Unnur
Birna hélt ræðu á keppninni og þegar hún var að stíga niður af pallinum vildi ekki betur
til en svo að hún rann til og féll kylliflöt fram fyrir sig. Hún bar sig þó vel þegar DV hafði
samband við hana í gær og sagðist aðeins vera með marbletti.
í einangrun
Gæsluvarðhaldið yfir þre-
menningunum ÓlafiÁgústi
Ægissyni, Ársæli Snorrasyni
og Johani Handrick úr Stóra
BMW-málinu var firamlengt
um tvær vikur á föstudaginn
í síðustu viku. Þeir verða allir
áfram í einangrun en Hæsti-
réttur staðfesti úrskurðinn
á miðvikudag eftir að lög-
fræðingar þremenninganna
höfðu kært. Fjórði maðurinn
í málinu sem var handtek-
inn á skírdag, Hörður Eyj-
ólfur Hilmarsson, er hins
vegar laus úr einangrun sam-
kvæmt heimiidum DV.
Alsæla með
kónginum
Áheimasíðu
aðdáenda Bubba
Morthens er gert
að umtalsefni
að nú er uppselt
á afmælistón-
leika Bubba sem
verða 6. júní. Telja
þeir þá sem ekki
hafa tryggt sér
miða munu verða
á „ævilöngum
megabömmer." „Á meðan
erum við hin í seilingarfjar-
lægð frá alsælu, skælbros-
andi, vitandi það að okkar
bíður mesta tónlistarveisla
síðari tíma. Það er aðeins
einn Konungur!" skrif-
ar aðdáandi sem kallar sig
Trausta.
Barði ekki til
að drepa
Lárus Már Hermanns-
son kokkur var á miðviku-
dag dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að slá
fyrrverandi sambýliskonu
sína í höfuðið með felgulykli.
Hæstiréttur lækkaði refsingu
Lárusar úr þeim fimm árum
og sex mánuðum sem hér-
aðsdómur hafði dæmt hon-
um. Munurinn fólst meðal
annars í því að Hæstiréttur
taldi ósannað að Lárus hefði
ætlað að drepa konuna með
árásinni eða að honum hefði
mátt vera ljóst að hún kynni
að andast við atlöguna.
Helmingi of
lítill áróður
Þau mistök
urðu við vinnslu
kynningarblaðs
í-listans á fsa-
firði að blaðið
kom helm-
ingi minna úr
prentun en til
var ætlast. Þetta
kemur fram á
bb.is. „Málgagn
f-listans sem
kom út í gær var prentað
50% of lítið vegna mistaka
við vinnslu blaðsins. í-list-
inn biður alla bæjarbúa vel-
virðingar á þessu og mun
blaðið koma í fullri stærð í
kvöld. H-prent ehf., biður
einnig aðstandendur f-list-
ans velvirðingar á þessum
mistökum," segir á bb.is. f-
listinn er sameiginlegur listi
félagshyggjuflokka.
Unnur Birna alheimsfegurðar
drottning Blá og marin eftir
slaka frammistöðu skúringa-
kvenna á Broadway.
Alheimsdrottning með hönd
í fatla á afmælisdaginn
„Eigum við ekki bara að segja að fall sé fararheill. Af-
mælisdagurinn minn var nýgenginn í garð þegar þetta
gerðist," sagði alheimsfegurðardrottningin. Unnur
Birna Vilhjálmsdóttir hlæjandi um atvikið á Broad-
way í fyrrakvöld þegar henni skrikaði fótur og hún
datt kylliflöt á andlitið.
Unnur Birna var sérlega glæsUeg
í bláum kjól við keppnina þar sem
hún krýndi arftaka sinn Sif Aradóttur
úr Reykjanesbæ. Hún hélt ræðu uppi
á sviði áður en krýningin fór fram en
ekki vUdi betur til en svo að hún datt
kylliflöt fram fyrir sig skömmu eftir
að hún kom niður af paUinum. Kór-
ónan flaug af henni en sem betur fer
slapp Unnur Birna óbrotin.
Með höndina í fatla
„Ég er óbrotin. Svolítið aum í
hendinni og blá og marin," sagði
Unnur Birna sem fór í röntgen-
myndatöku í gær. „Það blæddi inn
á lið í olnboganum en sem betur
fer brotnaði ekkert. Ég er hins vegar
með höndina í fatla og verð að læra
að veifa með vinstri" sagði fegurðar-
drottningin og hló.
„Það blæddi
inn á lið í oln-
boganum
en sem bet-
urferbrotn-
aðiekkert. Ég
erhins vegar
með höndina í
fatlaog verð
að læra að
veifameð ''jJi
vinstri"
Slapp vel
Hún telur sig hafa sioppið vel
miðað við aðstæður. „Það var eins og
fótunum væri bókstaflega kippt und-
an mér. Þetta gerðist rosalega hratt
og ég held að ég sé heppin að hafa
ekki handarbrotnað," sagði Unnur
Birna.
Skúringafólkið á svartan lista
Unnur Birna sagði að bletturinn
þar sem hún rann til hefði verið tU
vandræða aUt kvöldið. „Þremur öðr-
um stúlkum skrikaði fótur á sama
stað og það er alveg ljóst að skúringa-
fólkið á Broadway er komið á svartan
lista hjá mér," sagði Unnur Birna.
Datt á afmælisdaginn
Unnur Birna segir að Elín Gests-
dóttir, framkvæmdastjóri keppninar,
hafi hlegið að þessu og sagt að það
væri varla hægt að byrja afmælisdag-
inn betur.
„Hún sagði að fall væri fararheill
og að næsta ár verði gott hjá mér. Ég
veit nú ekki hvort það getur orðið
betra en það síðasta en það er aldrei
að vita," sagði Unnur Birna sem hvfi-
ir nú lúin bein í sveitinni hjá ömmu
og afa.
Davíð var
Svarthöfði hefur lengi hald-
ið því fram að Davíð Oddsson hafi.
verið stórlega vanmetinn alla sína
hunds- og kattartíð, sem einstakl-
ingur, rithöfundur og ekki síst sem
stjórnmálamaður. Það er ekki um-
deilanlegt að Davíð er merkasti
stjórnmálamaður fslands á síðustu
öld en Svarthöfði var alltaf viss um
að sagan myndi dæma Davíð sem
merkasta íslendinginn á öldinni ef
ekki bara fyrr og síðar.
Það er því ekki laust við að Svart-
höfði hafi hlegið með sjálfum sér
þegar hann las grein eftír sagn-
fræðinginn knáa Val Ingimundar-
son í Skírni. Þar kom í ljós að það
var ekki íslensku þjóðinni að þakka
að Bandaríkjamenn stóðu vörð um
hana. Ekki var það ríkisstjóminni
eða Halldóri Ásgrímssyni að þakka.
vörn landsins
Svarthöföi
Nei, það var enginn annar en Davíð
Oddsson sem gerði það að verkum
að hryðjuverkamenn af öllum stærð-
um og gerðum hafa ekki streymt inn
í landið. Ótti og virðing George Bush,
forseta Bandaríkjanna, fýrir þessari
hrokkinhærðu hetju frá landi elds
og ísa gerði það að verkum að hann
þorði ekki að draga herinn frá ís-
landi. Davíð hótaði honum öllu illu
og Bush vissi að hann myndi standa
við það.
Þetta kemur Svarthöfða ekki
á óvart enda Davíð maður í þeim
flokki sem lætur ekki spila með sig.
Það kemur Svarthöfða heldur ekki á
óvart að varnarsamstarfið skuli hafa
hrunið um leið og Davíð hætti. Bush
stóð ekki mikil ógn af Halldóri Ás-
grímssyni og Geir Hilmari Haarde.
„They're just a bunch of pussies,"
gæti Bush hafa sagt áður en hann
skipaði hernum að fara burt. Enda
kom það á daginn. Halldór og Geir
mjálma um óréttláta meðferð en
Svarthöfði veit
að annað hefði
verið uppi á
teningnum ef
Davíð væri enn
við völd.
Þá hefði öll
um Bandaríkja-
mönnum verið
mokað úr landi á
mettíma og sendi-
ráðinu lokað. Svart-
höfði saknar Davíðs
en gleðst yfir því að enn einu sinni
sannast að Davíð tók öllum hinum
fram. Hann var í raun vörn íslensku
þjóðarinnar gegn hryðjuverkamönn-
um í mörg ár. Geri aðrir betur!
Svarthöfði