Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Qupperneq 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 26. MAÍ2006 1 7 Demantmódel afklæðistá eBay Fyrirsætan Chantal sem húðuð hefur ver- ið með milljón Swarovski-krist- öllum er smátt og smátt að afklæðast þeim á eBay-vefnum. Hver krist- all er seldur á tæplega 100 krónur og upp úr. Sá sem kaupir síðasta kristalinn mun fá hann persónulega afhentan af Chantal hvar sem er í heiminum. Sá sem stendur fyrir þessu, Marion von Kuczkowski, vonar að honum takist að afhjúpa Chantal í allri sinni nekt. Ahugasamir geta fylgst með framvindu málsins á millioncrystalbody.com. 1 Gegnsæjar löggukonur Hollenskar lögreglukon- ur hafa lagt ff am kvörtun eftir að þeim var úthlutað gegnsæjum blússum sem hluta af einkennisbún- ingi sínum. Fjöldi reiðra lögreglukvenna hefur haft samband við verkalýðsfélag sitt sökum þessa, að sögn blaðsins Algemeen Dag- blad. „Jafnvel þótt þú sért í brjóstahaldara er hægt að sjá bert holdið í gegnum blússuna,'1 segir Hans Van Duyn talsmaður verkalýðs- félagsins. Konurnar segja að þeim finnist sem karlar góni stöðugt á þær og það sé ekki þægileg tilfinning. Kartaflan var handsprengja Starfsmenn flögu- verksmiðju í Bretlandi áttu fótum sínum íjör aðlaunaþegaríljós kom að ein kartaflan varhandsprengja. Verksmiðjan var girt afogsprengjusér- fræðingar kallaðir til. Þetta átti sér stað að- eins sólarhring efdr að sprengjuoddur frá seinni heimsstyrjöldinni var næst- um lentur í flöguskeranum. Kartöflur til vinnslu í verk- smiðjunni koma frá norður- hluta Frakklands og Belgíu þar sem sprengjuleifar frá báðum heimsstyijöldunum eru algengar. í einelti hjá storki Eldri hjón í Þýskalandi búa nú við þá áþján að vera lögð í einelti af storld. Ger- hard Schneider, 72 ára, frá Brandenburg an der Havel nálægt Potsdam segir að storkurinn elti hann og konu hans þegar þau fara úr húsi og goggi í glugga bóndabýl- is þeirra dag og nótt. „Þetta er raunveruleg martröð fýrir okkur, hann er annaðhvort að gogga í gluggana eða sit- ur á bílnum og bíður eftir okkur," segir Gerhard. Þau hjón hafa leitað til storkasér- fræðinga með þetta vanda- mál sitt. Aðalumræðuefni frammámanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum þessa dagana er hjónaband þeirra Bills og Hillary Clinton og hvernig það muni hafa áhrif á væntan- legt forsetaframboð Hillary árið 2008. Þau eyða ekki meir en 14 dögum í hverjum mán- uði saman enda hafa þau í nógu að snúast sitt í hvoru lagi. New York Times fjallaði ítar- lega um málið í vikunni. Hjónaband Bills og Hill- ary Clinton í brennidepli Það er gömul saga og ný að Bill Clinton á í erfiðleikum með að halda buxunum gyrtum þegar fal- legt kvenfólk er í grenndinni. Að sögn New York Times urðu nokkr- ir frammámenn í Demókrata- flokknum í New York áhyggjufullir á síðasta ári þegar slúðurblað birti myndir af Bill á leið út af BLT steak- veitingahúsinu á Manhattan með hópi fólks sem meðal annarra taldi Belindu Stornach þingmann Frjáls- lynda flokksins í Kanada. Þótt tólf manns hefðu verið í hópnum var nærvera Belindu nóg til að koma orðrómi í gang. Hvort með sinn feril Grein NYT bygg ir á viðtölum við um 50 manns ogsamkvæmt þeim hafa þau byggt upp hvort sinn feril- inn eftir Hvita hus- Belinda Stronach had olli nokkru irafári meðal frammamanna demókrata i New York þegar Bill sást yfirgefa veitingahús seint aö kvöldi i fyrra med Belindu Stronach. Að hluta til er þetta pólitísk ákvörð- un af þeirra hálfu. Markmiðið hefur verið að koma öldungadeildarþing- manninum Hillary meir að í huga almennings og samhliða draga úr sviðsljósinu á Bill. Hann segir sjálf- ur að forgangsmál sitt númer eitt sé að valda konu sinni ekki vand- ræðum. Þegar þau koma fram sam- an er slíkt ætíð skipulagt í þaula. Takmarkið er að koma Hillary í þá stöðu að geta boðið sig fram til for- seta sem sjálfstæð persóna en ekki bara eiginkona Bills. Dvelja lítið saman Frá því í ársbyrjun 2005 hafa Bill og Hillary aðeins dvalið saman í 14 daga í mánuði að jafnaði. Stundum er það heill dagur í afslöppun á heimili þeirra í Chappaqua, stundum aðeins augna- blik síðla kvölds. Þeg- ar mest var að gera hjá þeim hittust þau aðeins einu sinni í heilan mánuð. Það var á Valentínusar- deginum í febrú- ar á síðasta ári. Og það er sjald- gæft að þau sjáist saman opinber- lega, að hluta til er þetta vegna þess hve líf þeirra hefur þróast í ólíkar áttir, að hluta til er þetta eigið val þeirra. Bill hefur verið virkur í málefnum sem krefj- ast þess að hann sé mikið erlendis, eins og alnæmi í Afríku og fátækt í þriðja heim- inum. Allar líkur eru á að Hillary Clinton muni blanda sér í baráttuna um næsta forsetaefni demókrata fýrir kosningarnar 2008. Hún er talin í dag sterkasti frambjóðandinn sem flokkurinn á. New York Times fjallaði í vikunni ítarlega um hvernig hjónaband þeirra Bills og Hillary muni hafa áhrif á væntanlega kosningabaráttu. Frammámenn í Demókrataflokknum hafa töluverðar áhyggjur af því að kjósendur muni setja það íyrir sig hve litlum tíma þau hjónin verja saman og hættunni á því að annað mál svipað Mon- icu Lewinsky muni koma fram í dagsljósið. Clinton-hjónin Hjónaband þeirra Bills og Hillary er aðalumræðuefni hjá demókratatoppum þessa dagana. Undir smásjánni Sökum hegðunar Bills í Hvíta húsinu er hann stöðugt undir smá- sjá slúðurblaða sem líma sig á hann eins og flugur á sultukrukku. Og fyr- ir aðeins fáum árum var hjónaband þeirra vinsælt efni í spjallþáttum í sjónvarpi og uppistaða í metsölu- bækur. Þau leituðu sér ráðgjafar í kjölfar Moniku Lewinsky-hneyksl- isins og um tíma einkenndist hjónaband þeirra af mikilli spennu og vonbrigðum. Kunnugir segja nú að þeim hafi tekist að vinna sig út úr þessum vandamálum. Bill hefur sjálfur sagt að hann hafi nagað sig í handarbökin fyr- ir að hafa hvatt Hillary til að fara í framboð til öldungadeildarinn- ar. Hann hefði frekað viljað að hún héldi sig utan stjórnmála svo þau gætu gert meira saman. En stjórn- málaferill Hillary er staðreynd og hún er nú álitlegasti kostur demó- krata í baráttunni um Hvíta húsið 2008. Það þyrfti varla meir en eitt tilvik þar sem Bill væri aftur grip- inn með buxurnar á hælunum til að eyðileggja þann draum. Tólf ára stúlka sem reykir pakka á dag yngsta móöir Bretlandseyja Varð ólétt 11 ára eftir 15 ára strák Tólf ára stúlka sem reykir pakka af sígarettum á dag verður yngsta móðir Bretlandseyja í næsta mán- uði. Sfúlkan fór 11 ára gömul á fyllerí með 15 ára strák, missti meydóminn þá nótt og varð ólétt eftir hann. Strákurinn hefur ver- ið ákærður fyrir nauðgun að sögn lögreglunnar í Edinborg þar sem þau búa. Stúlkan hefur verið rekin úr skóla sökum slagsmála. „Ég hélt að ég yrði ekki ólétt þar sem þetta var í fyrsta skipti hjá mér, en ég er mjög spennt og hlakka til að verða móðir," segir stúlk- an í samtali við blaðið Telegraph. „Ég get varla beðið eftir því að fara með barnið í sund eða gönguferðir. Ég held að ég ráði við þetta því ég hef mikla reynslu í að passa bræð- ur mína." Hún nefnir einnig að hún geti vel hætt að reykja en telur að reykingar hennar hafi ekki áhrif á meðgönguna. Móðir stúlkunnar er 34 ára göm- ul og á sjálf átta mánaða barn. Hún segist ekki skammast sín fýrir dótt- ur sína. Þvert á móti er hún stolt af því að dóttirin ætlar að eignast barnið. Mál þetta hefur komið til um- ræðu á skoska þinginu. Nanette Milne, talsmaður Ihaldsflokksins í heilbrigðismálum, segir að hún voni að málið veki athygli á því að svo ung stúlka geti farið út á fyllerí og orðið ólétt án þess að gera sér grein fyrir áhættunni og afleiðing- unum. 12 ára móöir Tólfára stúlka frá Edinborg veröuryngsta móðir Bretlandseyja í næsta mánuði. (módel- mynd).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.