Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Side 22
-ff \ 22 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 Fréttir DV fvílajstu jsi rnir Það kemur kannski íaum á óvart en Björgólfur Thor Björgólfsson er ríkasti maður íslands samkvæmt óformlegri könnun DV. Eignir Björgólfs Thors hafa verið metnar bæði af hinu virta Forbes-tíma- riti í Bandaríkjunum ogbreska blaðinu The Sunday Times en heim- ildarmenn DV telja að þær nemi um 200 milljörðum. Björgólfur Thor var á dögunum í 30. sæti yfir ríkustu menn Bretlands hjá breska blaðinu og í 350. sæti hjá Forbes yfir ríkustu menn heims. þeir um 11 milljarða sem verða að teljast ansi góð kaup ef mið er tekið af því því að verðmæti hlutar þeirra feðga er í dag tæpir 100 milljarðar. Lyfjabransinn Lyflabransinn hefur verið Björg- ólfi Thor gjöfull. Hann eignaðist stóran hlut í íslenska lyfjafyrirtækinu Pharmaco og það var síðan innlimað í risanri Actavis ásamt Delta og Balk- anpharma. Hlutur Björgólfs Thors í Actavis er í dagmetinn á um 80 millj- arða króna og mun varla gera annað en vaxa á komandi árum. Feriil Björgólfs Thors á undan- förnum árum hefur verið ævintýri líkastur. Viðskiptaveldi hans er að mestu leyti byggt upp á grunni þeim sem hann reisti í St. Pétursborg með föður sínum Björgólfi Guðmunds- syni og Magnúsi Þorsteinssyni fyrir um tólf árum. Fyrst með gosdrykkja- verksmiðju en síðar bjórverksmiðju sem seld var til risans Heineken fyrir um 40 milljarða króna um aldamót- in. Á sama tíma fjárfesti Björgólf- ur Thor í Balkanpharma, búlgörsku lyfjafyrirtæki, og lagði þar grunninn að fjórða stærsta samheitalyfjafyrir- tæki heims, Actavis. BjörgólfurThorá meðal annars eignarhaldsfélögin Samson Holding og Novator Félag Verðmæti 20% í Landsbankanum 46 milljarðar 10% í Straumi/Burðarási 16,5 milljarðar 38% (Actavis 84 milljarðar 65% í BTC 80 milljarðar* 70% í CAR 72 milljarðar *Samkvæmt gengi ( búlgörsku kauphöllinni miðvikudaginn 24. maí. Símafyrirtækin Björgólfur Thor þekkir viðskipta- umhverfið í austanverðri Evrópu bet- ur en flestir eftir dvöl sína í Rússlandi og viðskiptin í Búlgaríu. Hann hefur eignast um 65% í búlgarska símafyr- irtækinu BTC en verðmæti þess hlut- ar hefur fimmfaldast frá því að hann keypti. Aukinheldur er Björgólfur Thor aðaleigandi stærsta símafyrir- tækis Tékklands, CTR, og hluthafi í finnska símafyrirtækinu Elisu. Þrjár ástæður í viðtali við bandaríska viðskipta- tímaritið Bloomberg fyrir skömmu var Björgólfur Thor spurður að því hvað hefði gert hann jafn ríkan og raun bæri vitnf. „Veski, farsímar og lyf," svaraði Björgólfur Thor og vís- aði þar til þess að fjárfestingar hans í fjármálaheiminum, fjarskiptaiönað- inum og lyfjaiðnaðinum hefðu allar skilað góðum arði. Landsbankinn keyptur Þegar þremenningarnir komu heim frá Rússlandi keyptu þeir fljót- lega rúmlega 40% hlut í Landsbank- anum af íslenska ríkinu. Fyrir hlutinn borguðu Fjárfestingasjóður í bígerð Björgólfur Thor situr ekki auð- um höndum þrátt fyrir öll auðæv- in. Eins og DV greindi frá á dögun- um hefur hann í hyggju að stofna fjárfestingasjóð í Bandaríkjunum og verður stofnfé sjóðsins fimm millj- • arðar evra, eða um 450 milljarðar íslenskra króna. Með stofnun þessa sjóðs hyggst Björgólfur | Thor ráðast inn á banda- rískan markað sem hefur ■ að mestu leyti fengið að vera í friði fyrir honum ' hingað til. Miðað við ' forsöguna má búast við því að gróðinn t w. verði mikill þar. Það verður jú allt að gulli í höndunum i- á þessum manni. Sj Kristín Ólafsdóttir H Kona Björgólfs Thors 1 og móðir einkasonar m hans, Daniels Darra. ^L... . DV-mynd Teitur Björgólfur Thor Björgólfsson Rlkasti maður Islands og þótt vlðar væri leitað. DV-mynd Teitur Flott flugvél Björgólfur Thor festi kaup á þessari glæsilegu einkaþotu á slöasta ári til að spara tlma. Hún kostaði um einn milljarð. DV-myndVaigarð HELSTU EIGNIR BJÖRGÓLFS THORS ——

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.