Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ2006 Fréttir V Rusl frá Bjólfskviðu Framleiðendur kvik- myndarinnar Bjólfskviðu fá enn og aftur ádrepu frá sveitarstjórn Mýrdals- hrepps vegna ömurlegrar umgengni í Lambaskörð- um. Haustið 2004 fékk kvik- myndagerðarfólkið leyfi tíl að mynda í Lambaskörðum og víðar í hreppnum með skilyrðum um góða um- gengni. Sveitarstjórnin seg- ist nú enn harma hvernig tekist hafi til með hreinsun Lambaskarðs og vill að heil- brigðiseftirlitið sjá til þess að svæðið verði komið í við- unandi horf fyrir 10. júní. Nýrfallturní Húsdýra- garðinn Fjölskyldu- oghúsdýra- garðurinn hefur fengið samþykkt hjá byggingar- fulltrúa að fá að setja upp nýjan fimmtán metra háan turn fyrir tívolítæki. í tæk- inu munu gestír verða hífð- ir í tæplega þrettán metra hæð áður en þeir eru látnir falla í átt til jarðar aftur. Snjóar á grill og sólstóla Það var kuldalegt á Raufarhöfn í hretinu um síðustu helgi. „Grill og sól- stóll koma að góðum not- um," sagði með meðfylgj- andi mynd sem tekin var á mánudag og er af vef Raufarhafnarhrepps. Með myndinni kom fram að fáir væru á sjó og að fuglar ættu erfitt. Ekki lití út með æðarvarp nema hlýnaði snarlega. Víkingará Sauðárkróki Alls kyns mannfagnað- ir byggðir á menningu vík- inga virðast njóta æ meiri vinsælda. Nú hafa forsvars- menns Kaffi Króks á Sauð- árkróki bæst í þann hóp sem vill nýta sér þennan áhuga á fommenningunni og hyggjast standa fyrir vík- ingahátíð í bænum í næsta mánuði. Atvinnu- og ferða- málanefnd Skagafjarðar hefur veitt Kaffi Króki 150 þúsund króna styrk tíl að halda hátíðina. Leigutaki Hótels Valhallar á Þingvöllum heldur ótrauður áfram með endurnýjun á hót- elinu þótt ákveðið hafi verið að rífa byggingarnar. Aníta Ólafsdóttir aðstoðarhótelstjóri segir að íslendingar vilji vera stoltir af Valhöll og að reynt sé að tryggja að svo verði. Enn er hægt að njóta veitinga og gista á Hótel Valhöll þótt blikur séu á lofti um framtíð slíks rekstrar á Þingvöllum. „Við höldum okkar striki," segir Aníta Ólafsdóttir, aðstoðarhótelstjóri Hótels Valhallar á Þingvöllum. Þrátt fýrir að forsætisráðuneytið hafi boðað að Hótel Valhöll verði rifin þar sem sérfræðingar hafi úrskurðað byggingarnar ónýtar hefur Kristbjörg Kristínsdóttír, sem tók hótelið á leigu í fýrra, lagt mikla vinnu og fjármuni í endumýjun þess. í liðinni viku voru þar til dæmis iðnaðarmenn að störf- um við að skipta um járn á þaki hót- elsins. Margs kyns aðrar endurbætur hafa áður verið unnar. Fúkkalyktin horfin „Ef það hefði ekki verið farið í þessa endurnýjun í fyrra hefði allt eins verið hægt að skella í lás strax. Herbergi Anlta aðstoðarhótelstjóri segir að lögð hafi verið áhersla á að hafa herbergin falleg og notaleg. „Efþað hefði ekkíverið farið í þessa endurnýj- un í fyrra hefði allt eins verið hægt að skella í lásstrax." Gestírnir hafa verið afar ánægð- ir með að það skuli loksins eitthvað vera gert því hótelið hefur allt of Iengi verið að drabbast niður. Hvar er fúkkalyktín? spyrja sumir og við erum ánægð með að geta sagt að hún er algerlega horfin," segir Aníta. Stefnt á glæsihótel „Það er ekki komin nein dagsetn- ing á niðurrifið og það hefur verið okkar stefna frá degi eitt að gera hót- elið á allan hátt glæsilegra en það hefur verið," segir Aníta. Að sögn Anítu var ráðist í það strax í fýrra að rífa allar innrétting- ar út úr hótelinu og endurnýja raf- magns- og pípulagnir. Allar fram- kvæmdir eru unnar í góðri samvinnu við forsætísráðuneytíð en á kostnað leigutakans, sem hefur samning um leigu til ársins 2010. Gekk vel í vetur „Kristbjörg hefur frá upphafi haft tröllatrú á þessum rekstri og það hefur sýnt sig að hann hefur gengið mjög vel," segir Am'ta og upplýsir að Hótel Valhöll hafi verið opin í allan vetur og meðal annars hýst ráðstefn- ur og fundahöld. Eins sé sívinsælt að halda brúðkaupsveisur í Valhöll. Borðsalurinn Enn um sinn er hægt að setjast til borðs á Þingvöllum og njóta góðrar máltiðar. Mörkuð hefur verið sú stefna á Hótel Valhöll að sögn Anítu að auka gæði þjónustunnar til muna frá því sem verið hefur síðustu árin. Boð- ið hafi verið upp á ýmis tilbrigði í matargerðinni, til dæmis þríréttaða „óvissukvöldverði". Stolt afValhöll „Við viljum að íslendingar getí komið inn á Valhöll og verið stolt- ir af hótelinu. íslendingar vilja eiga glæsilega Valhöll og að þangað sé eitthvað að sækja," segir Am'ta og lýsir því hvemig svefnherberg- in hafi verið búin gæðarúmum og þar komið fyrir dúnsæng- um og sængurfömm úr silki og damaskus. „Við reynum líka að hafa herbergin ekki öll eins. Fólk á ekki að fá á tilfinninguna að það hafi séð öll herbergin hér ef það hefur komið inn í eitt þeirra," bætír Aru'ta við. Sumir andsnúnir hótelinu Aníta segir að for- sætísráðherra hafi um áramótin sagst mundu vilja efna til hugmynda- samkeppni um framtíð þjónustunnar á Þingvöll- um. Þangað tíl niðurstaða liggi fyrir varðandi fram- tíð hótelsins stefni leigutakinn ótrauð- ur að því að halda uppbygging- unni áfram. Sumir virð ist alfarið leggjast gegn öllum hótel- og veitíngarekstri í þjóðgarðinum en það sé svo sann- arlega ekld hennar skoðun. Eldra fólk í pílagrímsferðum „Það er sérstaklega gaman að fá hingað eldra fólk sem er að rifja upp gamlar minningar. Margt af þessu fólki kemur hér í rúmm í eins konar pílagrímsferðir og er fullt af fróðleik um staðinn. Sumir eiga bágt með að ganga hér um og vilja getað sest ein- hver staðar niður og rifjað upp gamla daga. Þá ljóma andlitín." gar@dv.is Aníta Ólafsdóttir „Það hefur verið okkar stefna frá degi eitt að gera hótelið á allan hátt glæsilegra en það hefur verið'segir aöstoöarhótelstjórinn á Valhöll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.