Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Page 31
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 31
Blóðið litar vatnið í kringum hann. Hann veit að ef hann
missir meðvitund mun hann drukkna. í kringum hann
fljóta hlutir úr bílnum hans. Topplyklasettið er einn
þeirra. Hann teygir sig eftir því, njörvar það undir
hökuna og bíður þess sem verða vill. Veit ekki á þessari stundu að
allt er breytt. Hann er sautján ára unglingur sem mun aldrei aftur
geta gengið. Það veit hann ekki fýrr en mörgum mánuðum síðar.
Baldvin Vorm ísaksson - Baddi
- tekur á móti mér með því að kyssa
mig á handarbakið. Sjarmör! Ómót-
stæðilegur daðrari? Já - og nei. Segir
sjálfur að konurnar í lífi sínu hafi ver-
ið alltof margar og alltof villtar. Tekur
fram að hann sé einnar konu maður.
Eina vandamálið er að hann á eftír
að finna þessa einu konu. Hann er 46
ára og hefur verið bundinn hjólastól
frá því á þjóðhátíðardaginn árið 1977.
Daginn sem harm hafði lokið við að
gera upp fyrsta bílinn sinn og keyrði
stoltur af stað til vina sinna í Húna-
vatnssýslunni. Nýkominn með bíl-
próf og aldrei keyrt í lausamöl.
Tilfinning hafin yfirailan
sársauka
„Ég var óvanur að keyra og það var
ekki sterkur leikur að byrja á að fara
út á malarvegi," segir hann rólega.
„Á Holtavörðuheiði misstí ég stjóm
á bílnum og keyrði út af. Bíllinn var
Volkswagen-bjalla, árgerð -1967, og
engin bflbeltí í honum. Lfldegast hef
ég kastast út um hliðarrúðuna og lent
í þessari tjöm. Það næsta sem ég man
er að ég ligg í tjörninni, illa skorinn á
höfðinu. Höfuðleðrið hafði rifnað og
það blæddi mikið úr. Mér fannst ég
vera að kafna. Fyrsta og eina hugsun-
in sem komst að við þessar aðstæð-
ur var að lifa af. Þetta er tflfinning
sem er hafin yfir allt. Yfir allan sárs-
auka og yfir allan ótta. En ég vissi að
ef ég misstí meðvitund, þá myndi ég
drukkna."
Þegarbíl bar loksins aðfékk Baddi
von. Sú von hvarf fljótt. Bíllinn ók
áfram án þess að stöðva:
„Sennilega hefur bflstjórinn hald-
ið að þessi illa útleikni Volkswag-
en hefði legið þama lengi og ég mun
aldrei trúa því að hann hafi í raun séð
mig. Ég reyndi að skríða upp úr vatn-
inu, en þegar það tókst ekki náði ég í
topplyklasettið og skorðaði það und-
ir hökuna á mér þannig að höfuðið
stæði upp úr ef ég misstí meðvitund.
Ég ætlaði að lifa..."
Hversu langur tími leið frá bílvelt-
unni og þar til hjálp barst veit enginn.
Það eina sem er vitað er að þá var vél
bílsins orðin ísköld og Baddi aðfram-
kominn:
„Ég átti erfitt með að anda og var
viss um að lungun hefðu fallið saman,"
segir
síðar þegar ég fór í endurhæfingu á
Grensásdefldina."
Enginn sagði honum hverjar horf-
urnar vœru. Enginn sagði honum að
hann myndi aldrei aftur geta gengið.
Að minnsta kosti man Baddi ekki eft-
ir því:
„Mamma sagði mér síðar að mér
hefði verið sagt þetta á Borgarspít-
alanum, en ég man það ekki. Það
hvarflaði ekki að mér á þessari stundu
að ég væri lamaður. Ég fékk óskýr og
óljós svör frá læknum og það var ekki
fýrr en ég hafði verið nokkum tíma á
Grensásdeildinni að mér var sagt að
ég yrði alltaf hreyfihamlaður."
Meðan við fáum okkur meira af
sterku kaffi veltum við fyrir okkur
hvort þetta séu ekki eðlileg vamarvið-
brögð heilans: að meðtaka ekki vond-
ar fréttir fyrr en við erum tilbúin að
heyra þœr. Held við séum sammála
um að hafa málin þannig, man það
þó ekki, þvífrásagnir Badda toga mig
frá þeim vangaveltum:
„Ég held hreinlega að það hafi alls
ekki hvarflað að mér strax að ég yrði
hreyfihamlaður," segir hann hrein-
skilnislega. „Ég lifði bara einn dag í
einu. Á Grensásdeildinni eignaðist
ég tvo góða vini, þá Stjána og Dadda,
sem vom nokkm eldri en ég. Það
var mikfl slysaalda á árunum 1977
og 1978 og á tímabili vorum við sjö
strákar þama á lfloi reki sem höfðum
lamast í slysum."
Á fylleríi á bílastæði
Grensásdeildar
Það er ótrúlegt að hlusta á frásagn-
ir Badda. Aldrei bólar á reiði eða bit- .
urð og hann á auðvelt með að hlœja
að endurminningunum. Eins og þeirri
þegar vinir hans voru á leið í útilegu
og ákváðu að heimsœkja hann áður
en haldiðyrði afstað:
„Þeir vom með fullan kassa af
brennivíni í bflnum og þegar ég fór
með þeim út á bflastæði að kveðja þá
gáfu þeir mér í glas. Það endaði með
því að ég varð blindfullur þama útí á
bflastæðinu," segir hann hlæjandi.
Ég þarf hins vegar skyndilega að
opna svalahurðina. Get ekki lát-
ið manninn sjá á mér hvemig mynd
birtist í huga mínum: Félagamir á
leið í skemmtilega útilegu. Einn eftir,
í hjólastól, hans líf innan
dag í einu; aldrei um það að ég ættí
eftír að verða lamaður allt mitt líf.
Ég trúði því innst inni að þetta væri
tímabundið ástand. Það var alltaf tal-
að undir rós, sagt að tíminn yrði að
leiða þetta í ljós."
Þangað til þú dast í það á bíla-
stceðinu.
„Já, þangað tfl þá.“
Grensásdeildin
Grensásdeildin varð heimili Badda
nœstu níu mánuðina. Þar bjó hann í
heimi þarsem hann átti ekkert einka-
líf, átti allt sitt undir öðrum, var eins
og viljalaust verkfœri í höndum mis-
viturra starfsmanna. En þar eignaðist
hann líka vini sem skildu hann:
„Tengslin við strákana, Stjána og
Dadda, voru sterkari en við fjölskyldu
mína. Þegar fór að líða á dvölina á
Grensás hafnaði ég fjölskyldunni.
Mér fannst þau ekkert hafa að segja
í heimsóknum. Jú, það hefur verið
hræðilegt fyrir þau," svarar hann. „Ég
vfldi ekki einu sinni fara heim í helg-
arfrí. Og eftír því sem tíminn leið, vik-
urnar urðu að mánuðum, þeim mun
færri urðu lflca heimsóknir gömlu
vinanna til mín. Grensásdeildin varð
minn heimur, heimili mitt og strák-
amir urðu fjölskylda mín."
/ hugum einhverra strákanna á
Grensásdeildinni varð hugsunin um
hvað biði þeirra í kynlífi sterk. En ekki
í huga Badda:
„Blessuð vertu, ég var farinn að
stunda kynlíf á Grensás!" segir hann
og skellir upp úr. „Kynlífið var ekkert
mál fýrir mér. Mínar áhyggjur snemst
frekar um hvernig ég kæmist aftur á
veiðar og út í náttúrana."
í helgaifríunum skelltu vinimirsér
heim til stelpu á Njálsgötunni. Þeir
nutu lífsins og einhvem tima hvarf-
laði að þeim hvort þeir ættu ekki bara
aðfara til Amsterdam, byrja að dópa,
kaupa sér gleðikonur og drepa sig svo.
-Þessa sögu segir Baddi mérogaugun
tindra afgleðiyfirþessari endurminn-
ingu - sem aldrei varð að veruleika:
„Hver og einn okkar hafði sinn
háttínn á að bregðast við aðstæðum.
Sumir trylltust upp úr þurru, bmtu
allt og brömluðu. Ekki ég. Ég varð
aldrei reiður og spurði mig aldrei
hvers vegna þetta hefði komið fýrir
mig. Daddi, herbergisfélagi minn, var
skemmtilegur strákur sem sagði mér
sögur heilu næturnar. Minnti mig á
Svavar æskuvin minn..."
Æskan
Svavar, sem útvegaði Badda vini
sínum rafmagnstœkifrá pabba sínum
rafvirkjanum, svo Baddi gœti rifið þau
framkvæmdir!"
Fyrirmyndin var samt ekki í Ljós-
heimunum. Fyrirmyndin bjó á Akra-
nesi, Jóhannes Eyleifsson, foðurbróðir
Badda:
„Jóhannes ffændi var trillukarl,
harður karl og mikill töffari í mínum
augum. Á mínum æskuárum stund-
aði hann líkamsrækt, sem var ekki
algengt þá. Ég vfldi verða eins og Jó-
hannes og ætlaði að verða trfllu-
karl. Þess vegna hætti ég í skóla eft-
ir skyldunám. Mig langaði bara að
verða trillukarl, mig langaði aldrei til
að verða rfkur. í minni fjölskyldu er
litíð upp tfl þeirra sem fiska vel."
Baddi varði miklum tíma á Akra-
nesi hjá fóðurforeldrum sínum, en Ey-
leifur afi hans var brautryðjandi í út-
gerð þar:
„Hann var fýrstí skipstjórinn sem
gerði út frá Akranesi," útskýrir hann.
„Menn gerðu þá jafnan út frá Sand-
gerði, en afi fann fiskimið við Skag-
ann. Það er kaldhæðnislegt að afi,
þessi brautryðjandi og mikli sjómað-
ur, skyldi enda líf sitt á að drukkna 84
ára gamall. Foreldrar mínir, Guðrún
Elísabet Vormsdóttír og ísak Eyleifs-
son, voru orðin fullorðin þegar þau
eignuðust mig og vom ekid af þeirri
kynslóð foreldra sem fóm í útflegur
eða veiði með bömin sín. Þess vegna
var þessi tími á Skaganum mér dýr-
mætur, Iflct og sveitadvölin síðar."
GekkílRA 14ára
Strákurinn Baddi áttifleiri drauma
en þann að verða trillukarl. Þeir koma
fram eftirþví sem á samtalið líður:
„Mig langaði um tíma að verða
rafvirki og hef örugglega verið nokk-
uð virkur sem barn," segir hann bros-
andi. „Það var tfl dæmis ekki óhætt
að skflja mig eftír einan með nokkurt
rafmagnstæki, ég varð að skoða inn í
það...! Á tímabili langaði mig að verða
radíóamatör og gekk 14 ára í ÍRA."
IRA???
„Já, félag íslenskra radíóamötara,"
segir hann alsáell með að ég hafi fallið
fýrir þessu trikki.
Ég er eiginlega viss um að þetta
gœti orðið Jrábœr pikköpplína hjá
Badda, en ákveð að segja honum það
ekki. Geri honum það ekki til hœfis...
Hann myndi bara nota þetta á ein-
hverja aðra. En aftur að æskuárun-
um:
„Bubbi Morthens lýsir Heima- og
Vogahverfinu vel í bókinni sinni," seg-
ir Baddi. „Bubbi bjó rétt hjá mér en við
kynntumst aldrei. Þarna vom stöðug-
ir hverfisbardagar og lætí, en ég var
svo heppinn að kynnast lflca öðrum
heimi, Vest-
Skotfimimeistarinn
Komst nálægt því að ná ólympíulág-
marki fatlaðra í skotfimi.
Baddi i sveitinni
Virkur, forvitinn og ætlaði að verða
trillukarl.
«Éð£
Bjallan eftir slysið
Baddi hefur aldrei óskað þessaðhann
hefði frekar látið llfið.
JM NAUNGANN
hann. „Þegar fólk kom loksins á stað-
inn þurfti það að keyra inn í Hrúta-
fjörð tfl að hringja eftír hjálp, því eng-
ir voru farsímamir á þeim tíma. Eftir
einhvem óratíma kom sjúkrabfll ogþá
var orðið ansi af mér dregið. Ég man
eftír því að mér var velt upp í teppi og
skellt á sjúkrabörur. Mjög viðvanings-
legt, enda ófaglærðir á sjúkrabflnum
og ekki komnar þær sérstöku græjur
sem notaðar eru í dag fýrir hrygg- eða
hálsbrotið fólk. Það var farið með mig
á Hvammstanga og höfuðið saumað
saman og síðan var ég sendur með
sjúkraflugvél tfl Reykjavíkur."
í samlokubekk
„Á Borgarspítalanum var ég settur
í svonefndan „striker" sem er bekk-
ur sem er snúið á tveggja tíma frestí
allan sólarhringinn. Haka og enni
voru óluð niður og það eina sem ég
sá í nokkrar vikur var gólfið og loft-
ið. Það var ekki einu sinni hægt að
lesa á þessum bekk. Ég komst ekki í
almennflegt rúm fýrr en sex vikum
stofnunar.
Næsti dagur varð ekki jajh
skemmtilegur. Það var dagurinn sem
Baddi var skammaður af lækni fyrir
að hafa dottið í það. Læknirinn sagði
honum svona í leiðinni að hann yrði
lamaður fyrir lífstíð:
„Margir læknar eru gjörsamlega
vonlausir í mannlegum samskiptum.
Þessi var einn þeirra. Mér þótti þetta
mjög ósmekklegt. Enda hef ég forðast
lækna eins mikið og ég get. Vissulega
eru tíl frábærir læknar sem kunna að
tala við fólk og einn slíkan eignaðist
ég nýlega að góðum vini. Sá er Júlíus
Valsson gigtarlæknir sem ég kynntist
gegnum sameiginlegt áhugamál okk-
ar í Byssuvinafélaginu. Júhus kann
mannleg samskiptí og hefur reynst
mér ótrúlega vel. Margur læknirinn
gætí margt af honum lært."
Hvernig er að vera sautján ára og
fá þennan úrskurð? Hefur sú hugsun
einhvem tíma sótt að þér að þú hefðir
heldur kosið að deyja?
„Nei, sú hugsun hefur aldrei hvarf-
lað að mér. Ég hugsaði bara um einn
í sundur
og sett saman aftur. Svavar, semfór í
veiðiferðir með pabba sínum og sagði
Badda sögur úr náttúrunni. Svavar
Kristinsson rafverktaki, sem var jafn
óijúfanlegur þáttur í lífi Badda og
Friðrik Guðmundsson kaupmaður í
Melabúðinni og Þorbergur Halldórs-
son gullsmiður:
„Við brölluðum margt saman,
félagarnir. Við ólumst upp í sömu
blokkinni í Ljósheimum 6, blokk, sem
var engri annarri hk. Þar þekktust all-
ir og íbúarnir héldu saman þorra-
blót, árshátíðir og fóru til Þingvalla,
en ekkert toppaði gamlárskvöldin. Þá
stóðu allar dyr opnar."
Ekki það að félagamir hafi mikið
verið að heimsækfa nágrannana það
kvöld. Þeir höfðu öðrum hnöppum að
hneppa:
„Éins og þeim að láta reyna á end-
urbættu raktettumar okkar sem við
skutum á hrekkjusvínablokkina," seg-
ir hann glottandi. „Við vorum lflca
byrjaðir að grafa göng undir Suður-
landsbrautina þegar ég flutti í Kópa-
voginn, 11 ára gamall. Þá stöðvuðust
urbænum. Þar gat maður farið um
án þess að eiga á hættu að vera lam-
inn. Pabbi rak fiskbúð á horni Ægis-
götu og Ránargötu og ég fór oft með
honum vestureftir. Þar kynntíst ég
allt öðruvísi krökkum og var eigin-
lega sjálfala þar. Það er skrýtíð hvað
þetta voru ólfldr krakkar," segir hann
allt í einu hugsi. „Krakkarnir í Vestur-
bænum voru alltaf útí, miklu frjálsari
en þeir sem ég þekktí og það var eng-
inn fullorðinn sem fýlgdist með hvað
við vomm að gera. Það var mjög auð-
velt að nálgast krakkana í Vesturbæn-
um, rnaður talaði smástund við þá og
þá var maður kominn inn í hópinn.
Þarna var gríðarlegt frjálsræði. Við
lékum okkur mikið niðri á bryggju,
vomm að veiða, spiluðum fótbolta á
Landakotstúni og fengum stundum
lánaðan málningarbátinn hjá Shpp-
félaginu og fómm út á sjó.
Framhaldá
næstu síðu
Sjarmör og daðrari af guðs náð
Á bara eftir aöfinna þessa einu réttu.