Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 Helgin PV Hugsaðu þér, níu, tíu ára krakkar, sá elsti kannski tólf ára, fullur bátur af krökkum og enginn í björgunarvesti! í dag væri Barnavemdamefnd ábyggi- lega kölluð út... Ég man ekki eftir því í minni æsku að það hafi komið dauður punktur eða mér leiðst." Margir þeirra sem kynntust Badda þegar hann var barn héldu aö hann yröi uppfinningamaöur: „Já, ég var alltaf að smíða og búa eitthvað til - til dæmis hrærivél. Ég hafði ríkt ímyndunarafl og ríka sköp- unargáfu." Kæra Adda, mig vantar... Þaö var á œskuárunum sem Baddi fékkfyrstáhuga á skotveiöi. Góður vin- ur foreldra hans var Leó Smith, mein- dýraeyðir borgarinnar, oghann reynd- istBadda vel: „Áhugi minn á skotfimi sem íþrótt og veiðum byrjaði á þessum árum. Leó átti uppstoppuð rándýr og hafði útbúið herbergi á mjög náttúrulegan hátt með trjágreinum og öðm. Þetta var heillandi heimur iyrir h'tinn strák. Áhugi minn á náttúrunni var þó meiri en á veiðunum. Ég sá náttúruna sem heillandi og framandi heim. Ég var sendur í sveit m'u ára, norður á Syðri Þverá í Húnavatnssýslu og þar kynnt- ist ég líka byssum og veiði. Stundum fór ég einn að veiða. Ég átti stöng, en ekki veiðihjól en hafði mín ráð. Þeg- ar mig vantaði eitthvað skrifaði ég bara öddu frænku í Danmörku, systur pabba: „Kæra Adda frænka. Mig vant- ar veiðihjól. Þinn Baddi." Ég var ekk- ert að eyða mörgum orðum í þetta - en Adda frænka sendi allt sem mig vant- aði! En það er eitt sem Baddi leggur áherslu á: „Það er tvennt ólíkt að drepa eða veiða. Ég hef enga ánægju af því að drepa eitt eða neitt. Því meira sem hafa þarf fyrir bráðinni, þeim mun meira spennandi verður veiðin. Svart- fuglaveiði finnst mér engin sportveiði; að keyra um á bát og skjóta 100 fugla á einum degi. Alltof einfalt og það getur hver sem er gert. Það er ekki sportveiði í mínum huga. Mér þykir skemmtileg- ast að stunda gæsaveiðar." Laxveiðisnobbið Baddi hefur afgerandi skoðanir á mönnum og málefnum. Eitt afþví sem honum þykir snobb er laxveiöi: „Ég fór einstaka sinnum í laxveiði með pabba, ffændum mínum og afa, en þótt það væri gaman gerði ég mér fljótt grein fyrir því að þetta væri of dýrt sport. Ég hef ekki haft efni á að kaupa laxveiðileyfi svo ég tók ákvörð- un um að laxveiði væri ekkert fýr- ir mig. Mér finnst of mikið snobb í kringum þetta og of mikil yfirborðs- mennska. Ég hafði aiveg jafn gaman af því að veiða sjóbirting og silung. Fyrir mér eru stangveiði og skotveiði tvennt ólíkt. Ólíkt að því leyti að það er meiri spenna í skotveiðinni, meiri ástríða og meira adrenalín, miklu meiri fýrirhöfn," segir hann og við- urkennir svo að hann hafi alltaf verið spennufíkill: „Bara eins og með konumar í lífi mínu," segir töffarinn og brosir. „Ég held að ég hafi laðast að röngum kon- um. Stelpumar sem mömmu þóttu æðislegar heilluðu mig ekki. Ekki þessar venjulegur, vandræðalausu konur..." Þessi einnar konu maöur viöur- kennir aö hann hafi nú orðiö skotinn í stelpum snemma, en ekki látið það trufla lífsitt: „Það var ekkert áreiti ff á konum fýrr en ég fór að eldast," segir hann bros- andi. „Eina áreiti frá konum var þeg- ar mamma kallaði á mig í mat. Stelp- ur vom bara asnalegar fannst okkur félögunum í Ljósheimunum og það sama gilti í Kópavoginum þar sem dúf- ur og kanínur áttu hug okkar allan." Konurnar í lífi Badda En hormónamir láta ekki aö sér hceöa. Á Grensásdeildinni kynntist Baddi einni ást, svo annarri og enn annarri og... „Veistu, ég var svo óþroskaður þeg- ar ég féll fýrir þeirri fyrstu og hún var líka óþroskuð. Ég reif mig út úr því sambandi. Kynntist svo annarri sem var svoh'tið eldri en ég og þá fékk sjálfs- traust. Nei, ég hef aldrei gifst, en var í sambúð í átta ár... og jú, það var mjög sárt þegar það samband rofnaði." Maöurinn les hugsanir. „En konur hafa komið og farið. Ég hef kynnst mörgum góðum konum í gegnum tíðina. Held samt að í eðli mínu sé ég einnar konu maður. Ég á bara eftir að finna þessa einu konu!" segir hann hlæjandi en verður svo hugsi: „Ég sé svolítið eftir því hvað ég hef verið kærulaus og lítið velt framtíð- inni fýrir mér. Þegar maður er orðinn heilsulaus eins og ég er orðinn núna, þá hálf sé ég eftir að hafa eytt tíma í einhver vonlaus dæmi." Er einhver af þessum konum, sem þú sæir þig meö núna og hugsar: „Ég heföi betur átt að...“? „Já, það er slík kona," svarar hann stutt og laggott. Leið til að lifa af Grensásdeildin. Baddi sautján ára og í myrkrinu segir Daddi herbergisfé- lagi hans honum sögur: „Mín leið til að lifa af var að lifa í núinu," segir hann. „Ég forðaðist að hugsa um framtíðina og söklcti mér niður f bækur um veiði. Við vorum flestir kærulausir og forðuðumst þessa ísköldu staðreynd." En er þaö ekki einmitt þaö sem við eigum öll að gera, að lifa í núinu? „Nei," svarar hann að bragði, „ég er ekki sammála þér um að maður eigi að lifa í núnu. Við erum ekki eilíf og við verðum aðeins að hugsa um framtíð- ina og skapa oldotr framtíð" Allt í lagi. Þaö er ekki smekklegt að fara aö deila við viömœlanda sinn, en þótt ég hafi bara þekkt Badda í nokkr- ar klukkustundir geri ég það samt. Hann vinnur. Þaö þarflíka aö huga aö framtíöinni. Lífið utan Grensásdeildar Margur kynni aö œtla aö eifiöasti hluti lífsreynslu Badda hafi veriö að dvelja á stofnun í marga mánuöi. Svo varekki: „Erfiðast var að útskrifast og fara heim," segir hann. „Koma inn á heim- ilið þar sem ekkert hafði breyst nema ég. Ég passaði ekld inn í gamla líf- ið. Ég var eins og marsbúi á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að þegar mað- ur útskrifast af svona stofiiun, þar sem maður hefur ekki átt neitt einkalíf mánuðum saman, þá er sjálfsvirðing- in í algjöru lágmarki. Á Grensás hafði ég enga stjóm á einu eða neinu, ekld einu sinni eigin líkama. Ég gat ekld far- ið ef mér mislíkaði eitthvað, Þetta var verra en að vera dýr í búri. Ég var sautj- án ára unglingur sem réði engu. Þetta er svipað og upplifun fólks sem hefur lent í fangabúðum. Um þetta má lesa í stórgóðri bók Garðars Sverrissonar, „Býr Islendingur hér?" þar sem Leifur Miiller lýsti vist í fangabúðum og heng- ingarleilcfiminni sem þar var notuð til að brjóta fólk niður. Á Grensásdeild- inni kom ókunnugt fólk og manni var ekki einu sinni sagt hvað gera ætti við mann. Það var eins og manns eigin lík- ami kæmi manni ekki við. Það var eins og manni hefði verið nauðgað. Þetta brýtur sjálfsvirðinguna algjörlega niður. Ég sagði bara einu sinni nei og það var þegar ég var spurður hvort 30 hjúkranamemar mættu sjá hvernig ég klæddi mig. Ég var sendur í alls kon- ar viðtöl og samþykkti hvað sem var. Ég sé oft eftir því að hafa ekki sagt NEI! Persónulegt samband við læknana var ekkert. Þeir komu daglega: „Hvernig höfum við það í dag?" - „Fínt," sagði ég og brosti. Punktur. Ekkd orð meira. Ég gat ekld talað við neinn. Fólldð sem kom að mér uppi á heiði fékk senni- lega áfallahjálp, en við mig var ekld rætt um sálarástand mitt. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég fer stund- um að eigin frumlcvæði upp á Grens- ás og tala við þá sem era að upplifa þetta sama og ég. Ég reyni að auðvelda þeim lífið. Það hefði hjálpað mér á sín- um tíma ef einhver hefði komið og tal- að við mig Einu manneskjumar sem ég gat talað við vora kærustumar og þær höfðu aldrei verið í minni stöðu. Alvarlegir hlutir vora h'tið ræddir milli okkar strákanna á Grensás. Við fórum þetta á kæraleysinu." Hugsjónafólk og viðskiptafólk „Þótt ég hafi brynjað ’ mig með kæruleysi hafði ég þennan brennandi áhuga á að prófa allt. Prófa hvað væri raunhæft og hvað ekld. Ég fór einn í kirkjugarðinn og Hljómskálagarðinn í grenjandi rigningu um miðja nótt að tína ánamaðka. Ég fór einn á hjóla- stólnum bæjarhlutanna á milli. Ég vildi og varð að prófa sjálfur og held að þetta hafi bjargað mér, ég fann út hvað var raunhæft og hvað ekki. Það fleytti mér áfram að hafa sjálfsbjargar- viðleitni og held hún hafi komið mér langt." En ekki alla leiö. Eins og Baddi bendir réttilega á, þá er bíll jafn nauö- synlegt hjálpartœki fyrir hreyfihaml- aöa og hjólastóllinn. Og ungur maöur, sem haföi starfað stutt, átti ekki mikla peninga fyrir bíl sem gat rúmaö hjóla- stól: „Ég tók út sparimerkin mín og fékk slysabætur en það dugði ekki fyrir bílnum. Það var bara happa og glappa hvað menn fengu í slysabætur. Mfri- ar dugðu ekki fyrir hálfri Ford Cort- inu. Þá greip gamall atvinnuveitandi minn, Sigurður Matthíasson í versl- uninni Víði, inn í og borgaði það sem upp á vantaði. Sigurður og synir hans, Eiríkur, sem rak 10-11 verslanimar og Matthías hjá Europris, komu mér til bjargar. Ég var í betri stöðu en marg- ur annar. Þeir sem höfðu verið und- ir áhrifum áfengis þegar þeir slösuð- ust fengu ekkert. Áttu engan að til að hjálpa sér. Þurftu að fá úttektamótu hjá félagsmálastofhun til að kaupa sér föt. Allir í minni stöðu verða að hafa bíl, annars erum við eins og fiskar á þurra landi. Það er hræðilegt að horfa upp á fólk sem á ekkert, á engan að og getur ekki fjármagnaö kaup á bíl," og nú fyrst á þessum klukkutímum örlar á reiði. Kerfið „Þetta fólk, sem ákvarðar sfysa- bætur, örorkubætur, styrki eða hvaða hjálpartæki við fáum niðurgreidd, hef- ur ekki hugmynd um í hvaða heimi hreyfihamlaðir búa," segir hann og bendir í kringum sig í litlu íbúðinni sinni. „Þeir vita ekki hvað það er að eiga að lifa á 105 þúsund krónum á mánuði, enda mátti lesa það í blöð- unum í fyiradag að mörgum fötluðum er komið fyrir á elliheimilum. Hvað er að gerast í íslensku samfélagi? Jú, það, að þeir rílcu verða sífellt ríkari og þeir fátæku fátækari. En það er fínt að búa héma í Kópavogi, Aðalsteinn Sigfús- son félagsmálastjóri er að taka á mál- unum. Hann hefur reynst mér mjög vel." Við beinum talinu aö lífsgildi, fólki og hugsunarhœtti: „Þessi lífsreynsla kenndi mér að skipta um gír. Það breyttist allt, gild- ismatið, hugsunarhátturinn og það, hvemig við erum sífellt að reyna að standa undir væntingum annarra. Við erum svo mómð af uppeldi okkar og það er svo margt sem okkur þykir sjálf- sagt, ómeðvitað. Karlímyndin. Kven- ímyndin. Konur tala stundum um fyr- irmyndir í blöðum. Ef þær era ekki eins og fyrirsætumar, þá eru þær óánægð- ar með sig. Þetta er sama dæmið, bara miklu víðfeðmara. Margir sem lenda í svona sfysum gera sér aldrei grein fyr- ir því. Ég held að við séum öll mótuð af okkar lífsreynslu á einhvem hátt, en ég finn enga samsvöran með öðram sem hafa lent í svona slysum. Við upplifum öll hlutina á okkar hátt." Baddi var einn í heimi sem hann þekkti ekki og haföi enga leiðsögn. Ekki nema sinn eigin lífsvilja og styrk. Það kom enginn til hans og leiöbeindi hon- um: „Það var enginn sem gat sagt mér þegar ég útskrifaðist af Grensásdeild- inni hvað biði mín. Þetta er ástæðan fyrir því að ég var einn af stofnendum SEM. Þetta er ein ástæða þess að ég fer að eigin frumkvæði á Grensásdeild- ina og ræði við fólk sem hefur lamast í slysum." Hefur eitthvaö breyst á 29 árum? Er ástandiö betra í dag? „Ástandið í þessum málum er skelfilegt Fólk gerir sér enga grein fyr- ir hvað það er mikið ragl í gangi í sam- bandi við þetta kerfi. Tökum örorku- matið sem dæmi. Vinur minn sem er Iamaður upp á háls fær sömu ör- orkubætur og manneskja sem kemst allra sinna ferða en er með handar- exem. Þeim mun meiri sem fötlunin er, þeim mun dýrara er að lifa þokka- lega eðlilegu lífi. Hvenær ætla þeir sem stjóma að vakna? Þetta getur ekld gengið svona lengur. Fyrir mttugu árum var talað um að úti í hinum stóra heimi væri öllum sama um náungann. Þannig er Island að verða í dag." Uppgjörið Fyrstu árunum eftir útskrift lýsir Baddi eins og hann hafi veriö áferöa- lagi í rússíbana: „Ég byijaði að drekka í þessu kæruleysi á Grensásdeildinni og hélt því bara áfram. Svo kom að uppgjörinu. Það er það tímabil þegar ég gafst upp á að standa undir væntingum sjálfs mín og ann- arra. Það má orða það svo, að ég fór að horfa á sjálfan mig sem aðra tegund. Ég vissi að ég væri ekki eins og „ann- að fólk" en ég vissi líka að mér var ná- kvæmlega sama hvað öðram fyndist um mig. Þegar kom að þessu uppgjöri hætti ég að drekka. Það hafði verið fer- legt vesen á mér, en þarna ákvað ég að hætta og fór að hugsa öðruvísi. Síðan era komin tuttugu ár. En það er allt gert til að lítillækka fólk í minni stöðu. Þó ég hafi unnið mest allt mitt líf, þá skerðast bætumar, þannig að það verður sáralítill fjárhagslegur ávinn- ingur af því að reyna að bjarga sér." Sjálfsbjargarviöleitni Badda eru engin takmörk sett. Hann er skotfimi- A gæsaskytteríi Reginmunurá að veiða eða drepa. Með veiðihundinum Dimmu Baddi hefur þjálfað marga veiðihunda á Isiandi. Dimmu átti hann i ellefu ár. Á hreindýraveiðum Baddi elskar að vera úti I náttúrunni. Lætur hjólastólinn ekki aftra sér Fer hvert á land sem er og lltur ekkl á að vinir hans séu að gera honum neinn greiða. Óvenjulegur ferðamáti Það skiptir ekki máli hvert farartækið er, markinu skalnáð. meistari, hefur unniö til fjölmargra verðlauna í ýmsum skotgreinum og komst nálægt því aö ná ólympíulág- marki fatlaöra í skotfimi. Hann hefur þjálfaö sig upp í aö beita efri hluta lík- amans þannig að harm sveigir hann og hleypir afhagalabyssu meö annarri hendi. Hann skýtur af markrifflinum liggjandi. Hann hoifist raunsær íaugu við framtíöina og veit aö einhveijir af draumum hans munu aldrei rætast: „Ég las mikið um veiðar meðan ég dvaldi á Grensásdeildinni og löng þró- un átti sér stað þar til ég varð alvöra veiðimaður. Strákunum leist ekkert á mig fyrst þegar ég fór að mæta á hagla- byssuaefingar og fór að tala um veiðar og aðrar hugmyndir sem ég hafði um þær. Hins vegar geri ég mér grein fyr- ir að það er farið að halla undan fæti pg sumir draumar munu aldrei ræt- ast. Veiðiferðin mín til Afrílcu verður aldrei farin," segir hann eins og ekk- ert sé sjálfsagðara. „En meðan heilsan leyfir og ég hef orku til mun ég stunda veiðar og æfa mig hjá skotfélögunum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að ég þarf önnur áhugamál þegar þessu sleppir. Þess vegna lærði ég ljósmynd- un. Eg ætla að hafa framtíðina eins og æskuna: þar verður aldrei dauður tími og mér mun aldrei leiðast." Nei, þaö er sko öruggt að þaö get- ur ekki oröiö dauöur tími í kringum þennan mann. Mann, sem búiö er að hanna heimasíðu um, wheelchair- hunter.com; mann sem segir meö aug- lýsingarödd í sítha við blaðakonu sem hann var að kynnast„takeyour time“... ogsvo á hann eftirað finna þessa einu réttu. Hann er einnar konu maöur. Ekki gleyma því... annakristine@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.