Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 35
DV Helgin FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 47 Fjölskyldan „Það voru ofsalegar tilfinningarsem fóru! gang, bæði hjá okkur og hjá fóstrunum þegar þær kvöddu stelpurnar.'' Gleðifundir Magnús Orri knúsar litlu systur þegar foreldrar hans og Marla Rós koma heim frá Kína. Magnús skírður Magnús Orri sklrður. Hér er hann ásamt mömmu sinni og pabba. Sæt saman Systkinin eru náin og góðirvinir. Sigrún Þorbergsdóttir og eiginmaður hennar Ástþór Vilmar Jóhannsson ættleiddu dóttur sína frá Kina. Ástrós Elísabet er allt það sem þau óskuðu sér og meira til. Sigrún segir frá ferðalaginu þegar þau hjónin fóru að sækja dótturina til Kína. 1 Ástrós Elísabet „Þetta var búið að vera langt ferli en erfiðleikarnir og biðin gleymdust um leið Vlð héldum til Peking þann 25. febrúar 2004 og vorum komin með Ástrósu Elísabetu í fang- ið þann 1. mars," segir Sigrún Þor- bergsdóttir kennari á Akranesi en hún og eiginmaður hennar, Ást- þórVilmar Jóhannsson, ættleiddu dóttur sína frá Kína. Ástrós Ehsa- bet er allt sem þau óskuðu sér og Sigrún segir þau enn í skýjunum. Með fimm öðrum til Kína Sigrún og Ástþór fóru í sam- floti með fimm öðrum væntan- legum foreldrum að sækja dæt- urnar til Kína. Eftir að hafa lent í Peking og dvalið þar í 3 daga hélt hópurinn til Guangxi-héraðs og til borgarinnar Nanning. „Það var ótrúlega góð stemning í hópnum og við höldum ennþá góðu sam- bandi okkar á milli. Við eyddum saman nokkrum dögum í Kína áður en við fengum stelpurn- ar og höguðum okkur þá eins og ferðamenn, vorum með kínversk- an leiðsögumann sem stýrði okk- ur algjörlega og passaði upp á að við fengum að sjá það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða," segir Sigrún þegar hún rifjar upp ferðalagið. Þekkti hana strax Sigrún segir eftirvæntinguna hafa verið mikla í hópnum og að þau hafi flestöll tekið svefntöflu kvöldið áður en þau sóttu stelp- urnar einfaldlega til að geta sofii- að fyrir spenningi. „Við fengum stelpurnar á ættleiðingarskrifstofu og þetta var rosalega flott og formleg athöfn," segir hún og tek- ur undir að um einhvers konar fæðingu sé að ræða. Þarna séu foreldrarnir að fá börnin í fang- ið í fyrsta skiptið þótt fiieðgang- an hafi verið með öðrum hætti en flestir eigi að venjast. „Sex fóstr- ur komu með þær í fanginu og ég þekkti dóttur mína strax," segir Sigrún og bætir við það hafi ver- ið svolítið áhyggjueftii í hópnum hvort þau myndu þekkja börn- in af myndunum sem þau höfðu fengið á sínum tíma enda stelp- umar allar búnar að stækka. Tilfinningarík stund „Nöfn okkar og nöfn barnanna voru kölluð upp og við fengum dótturina í fangið. Það var engin aðlögun, við þurftum ekki að sjá hana og fara aftur ffá henni held- ur var hún þarna komin til okk- ar. Það voru ofsalegar tilfinningar sem fóru í gang, bæði hjá okkur og hjá fóstrunum þegar þær kvöddu stelpurnar. Við vorum vel undir- búin og vissum að börnin gætu allt eins grátið eða, eins og í okk- ar tilfelli, verið alveg passíf. Það ýlfraði aðeins í Ástrósu Elísabetu og hún þorði varla að hósta. Við hefðum líklega fengið vægt sjokk ef við hefðum ekki verið undir það búin." Allar vel á sig komnar Eftir að hafa fengið dótturina í fangið fór litla fjölskyldan upp á hótelherbergi en kom svo aftur á skrifstofúna daginn eftir þar sem hinir nýbökuðu foreldrar skrif- uðu undir ættleiðingarpappír- ana. Næst lá leiðin aftur til Peking þar sem við tók mikil skriffinnska. Sigrún segir hópinn hafa haldið áfram í túristagírnum strax næsta dag eftir að hafa fengið stelpurn- ar í fangið. „Við héldum að við myndum vera uppi á hótelher- bergi næstu daga til að venjast dótturinni en okkar beið stíf en skemmtileg dagskrá að skoða og ferðast. Það skiptir miklu máli fyr- ir stelpurnar að halda hópinn til að byrja með enda undir miklu álagi og í kringum ókunnugt fólk. Þær komu af sama barnaheimili og ólust upp saman og höfðu jafn- vel sofið hhð við hlið og voru rojög nánar," segir Sigrún og bætir við að allar stelpurnar sex hafi verið vel á sig komnar, líkamlega og andlega. „Þær komu af góðu barnaheimili og læknirinn sem var með okkur í för var mjög ánægður með þær. Við vorum viðbúin öllu og höfð- um farið út með fulla tösku af lyfj- um en sem betur fer þurftum við ekki að nota þau." Mynd af fullsköpuðu barni Ástrós Elísabet var 14 mán- aða þegar hún komst í hendur foreldra sinna. Sigrún og Ástþór hófu ættleiðingarferlið í júlí 2002 og því liðu tæp tvö ár þar til þau fengu hana í fangið og Sigrún seg- ir það eðlilegan tíma. „Þetta er mjög löng meðganga," segir hún og brosir. „Við fengum myndir og upplýsingar um hana 9. jan- úar 2004 og urðum að bíða í sex vikur í viðbót áður en við lögðum af stað að sækja hana. Þann tíma notuðum við til að tengjast henni og ég gekk með myndina í vesk- inu og sýndi hana öllum, jafn- vel ókunnugum. Maður verður hálf skrítinn, gleðin er svo miki]. Þeir foreldrar sem eignast barn á venjulegan hátt fá sónarmyndir én ekki við. Eftir langa bið fengum við mynd af fullsköpuðu barni." íslensk en fædd í Kína í dag er Ástrós Elísabet næstum þriggja og hálfs árs, hress og kát stelpa. Fjölskyldan heldur sam- bandi við hinar fjölskyldurnar og Sigrún segir stelpurnar góðar vin- konur með sterk tengsl sín á milli. Aðspurð segist Sigrún ætla að gera sitt til að hjálpa Ástrósu Elísa- betu að halda í kínversku arfleifð- ina. „Við ætlum að hjálpa henni að kynnast Kína og segjum henni eins mikið um hennar uppruna og hún hefur þroska til að meðtaka. í dag veit hún að hún var eitt sinn lítið barn á barnaheimili í Kína og að mamma hennar og pabbi hafi komið með flugvélinni til að sækja hana. Við reynum líka að undirbúa hana fyrir að vera köll- uð „kínverska stelpan" og segjum henni að hún sé íslensk en að hún hafi fæðst í Kína." Erfiðleikarnir gleymast strax Sigrún og Ástþór höfðu reynt nokkrar glasafrjóvganir sem ekki tókust áður en þau ákváðu að ættieiða. Hún segir að sú ákvörð- un hafi'verið stór og að þetta geti verið erfið ákvörðun fyrir marga. „Það er fast í svo mörgum að barnið verði að vera af manns eigin holdi og blóði. Við fengum hins vegar fljótt á tilfinninguna að við hefðum átt hana mjög lengi. Þetta er æðislegt og það er svo ffábært að þetta ferli sé til, að ætt- leiða," segir hún og bætir aðspurð við að hún trúi ekki að hún myndi bera sterkari tilfinningar til dótt- urinnar þótt hún hefði gengið með hana. „Þetta var búið að vera langt ferli en erfiðleikarnir og bið- in gleymdust um leið og hún var komin til okkar." dögum í Kína fórum við á hótel í Nanchang og aðeins korteri síðar höfðum við fengið stelpurnar. Þetta gerðist allt mjög hratt og maður átt- aði sig ekki alveg á þessu strax," seg- ir hún og bætir við að María Rós hafi grátið þegar hún hafi verið komin til þeirra. „Við fórum með hana upp á hótelherbergi til að kynnast henni og svo varð ég að ganga ffá papp- írum seinna um kvöldið. Þegar ég kom til baka vildi hún ekki sjá mig og hékk utan í manninum mínum. Ég var ekkert að pína hana en þetta var mjög erfitt á köflum. Hún náði hins vegar að venjast mér í rólegheitunum og leitar nú jafnt til okkar beggja." Algjörir gullmolar Ingibjörg segir Magnús Orra hafa verið ánægðan að hitta þau aftur sem og nýju systur sína. „Hann varð strax rosalega ánægður með systurina en afbrýðissemin lét á sér kræla innan skamms enda ekkert skrítið. Það er ekki auðvelt að hafa verið aðalstjam- an en missa svo flugið. Við reyndum hins vegar að passa að hann fengi að vera með í öllu. Hann hefur allt- af verið góður við hana og í dag eru þau miklir vinir og mjög náin," seg- ir hún en Magnús Orri er 4 og hálfs árs og María Rós tveggja og hálfs árs. „Auðvitað rífast þau inn á milli eins og gengur og gerist en þaú eru bæði algjörir gullmolar. Þau eru börnin okkar og ég fann það um leið og ég fékk þau í fangið og ég gæti ekki elsk- að þau meira." Fyrsta myndm af Maríu Ein af myndunum sem Ingibjörg og Örn fengu afMaríu. Með mömmu María Rós með «J mömmu sinni á góðri stundu. indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.