Símablaðið - 01.05.1992, Page 7
í Suður-Ameríku nemur símaeign, og er
þá átt við stofnlínur, frá um 4,5 prósentum í
Mexíkó upp í 8,59 prósent í Argentínu.
Tölurnar í Austur-Evrópu eru 7,8 prósent
í Póllandi, 8,1 prósent í Ungverjalandi og
13,6 prósent í Tékkóslóvakíu.
Á íslandi er hlutfallið 46 prósent sem er
með því mesta í Evrópu og reyndar í heimi;
hærra en í Japan, á Bretlandi og Nýja Sjá-
landi.
í flestum þeim löndum sem verið er að
einkavæða símaþjónustu er hún ákaflega
vanþróuð og efnahagur landanna þolir ekki
þá fjárfestingu sem til þarf.
Einkavæðing í þessum ríkjum er talin
nauðsynleg til að ná í útlenda tækniþekk-
ingu og fjármagn.
Pólitísk trú
Frá miðjum áttunda áratugnum hefur
frjálshyggja eða auðhyggja rutt sér til rúms í
efnahagsmálum.
Þær kenningar ganga í stuttu máli út á að
ríkisgeirinn sé í eðli sínu einokunarfyrir-
brigði (og þar með neikvætt) sem lítt taki
tillit til þarfa viðskiptavina og kosti auk þess
skattgreiðendur drjúgan skilding. Einkageir-
inn sé hins vegar framtakssamur og frum-
legur, tryggi hagvöxt og hagkvæmni með
samkeppni.
Einstaklingurinn fær, óháð þörfum sínum,
það sem hann eða hún getur borgað fyrir.
Önnur skipan bjagar samkeppnina sem
auðvitað dregur þá úr hagkvæmni og hag-
vexti.
Símaþjónusta, innanlands
ódýrust á Islandi
Játi menn ekki pólitískar kennisetningar
þurfa þeir samt að vita hvort staðreyndirnar
sýni að einkavædd símaþjónusta sé hag-
kvæmari en opinberar stofnanir.
Slíkur samanburður er gríðarlega erfiður.
Tölur duga oft ekki til eða eru ekki saman-
burðarhæfar.
Hins vegar má notast við ýmsar vísbend-
ingar frá viðurkenndum alþjóðlegum aðil-
um. Lítum á nokkrar þeirra frá OECD,
Efnahags og framfarastofnuninni, en Islend-
Philip Bowyer.
ingar eru vitanlega aðilar að henni.
Ein leið til samanburðar er að bera sam-
an símaeign (stofnlínur) í löndum OECD.
Samkvæmt tölum hennar er símaeign mest í
Svíþjóð, 66 prósent, þvínæst í Sviss og Dan-
mörku 54 prósent, en í öllum þessum lönd-
um er símaþjónusta á vegum hins opinbera.
Hæsta einkarekna símafyrirtækið á listanum
er í Kanada með 51 prósent.
ísland hefur hlutfallið 46 prósent og er
mjög ofarlega á listanum. Fyrstu tvö löndin
sem eru neðan við meðaltal OECD-ríkj-
anna, sem nemur 41,37 prósentum, eru Jap-
an með 40,7 prósent og Bretland með 38,8
prósent, en þessi tvö lönd eru oft nefnd sem
dæmi um einkavæðingu.
Enn erfiðara er að bera saman vöxtinn í
símaeigninni þar sem hann er auðvitað háð-
ur því hvar menn vilja byrja að bera saman.
Þrátt fyrir það virðist vera sem að vöxturinn
hjá opinberum símfyrirtækjum í Frakkland,
írlandi og Noregi sé meiri en hjá hinum
einkavæddu. Tölurnar eru:
Frakkland 7,96 prósent
írland 7,4 prósent
Noregur 6,7
Japan 2,9
Bretland 4,2
SÍMABLAÐIÐ 5