Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1992, Page 20

Símablaðið - 01.05.1992, Page 20
Minningargreinar Ágúst Guðlaugsson Kjartan Steinbach Ágúst Guðlaugsson fæddist 23. ágúst árið 1912 á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Guð- laugur Skúlason og Una Gísjadóttir. Þrettán ára gamall hóf Ágúst störf hjá Landsíma Islands sem skeytasendill og ári síðar sem innheimtumaður hjá Bæjarsíma Reykjavíkur. Árið 1929 hóf hann störf sem línumaður á verkstæði Bæjarsímans og stundaði jafnframt nám í Iðnskólanum. Þaðan lauk hann símvirkjaprófi árið 1933 og var skipaður símaverkstjóri 1947, gegndi starfi yfirdeildarstjóra frá 1955 þar til hann tók við stöðu skrifstofustjóra Símstöðvar- innar í Reykjavík árið 1975. Hann lét af störfum vegna veikinda 1979. Ágúst kvænt- ist árið 1944 Júlíönnu Isebarn. Þau eignuð- ust tvo syni, Ágúst Hans og Svein Gísla. Ágúst andaðist 27. nóvember sl. Kjartan Steinbach fæddist 4. nóvember árið 1909 í Bolungarvík. Foreldrar hans voru ÓIi Steinbach og Karólína Bárðardótt- ir. Kjartan lauk prófi úr Loftskeytaskólan- um árið 1929 og var loftskeytamaður á tog- urum um tólf ára skeið. Hann starfaði sem loftskeytamaður á sím- stöðinni á fsafirði sumarið 1941 og á sím- stöðinni á Seyðisfirði veturinn 1942-’43. Hann hóf störf á Ritsímanum í Reykjavík árið 1943 og lauk símritaraprófi árið 1944, var skipaður símritari 1947, umsjónarmaður 1971, fulltrúi 1972 og tæknifulltrúi frá 1974. Hann lét af störfum árið 1977. Kjartan var kvæntur Soffíu Loptsdóttur Steinbach. Börn þeirra eru: Guðmundur, Ragnhildur og Kjartan. Kjartan andaðist 30. nóvember sl. Gísli Vilmundarson fæddist 25. janúar ár- ið 1928 í Kjarnholtum í Biskupstungum. Foreldrar hans voru Vilmundur Gíslason og Þorbjörg Guðjónsdóttir. Gísli stundaði nám í Flensborgarskóla og lauk þaðan prófi. Árið 1946 hóf hann störf hjá Bæjarsíman- um í Reykjavík, lauk símvirkjaprófi árið 1949 og var þá skipaður símvirki. Hann starfaði sem símvirkjaverkstjóri hjá sjálf- virku stöðvum Símstöðvarinnar í Reykjavík þar til hann fór á eftirlaun árið 1986. Árið 18 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.