Símablaðið - 01.05.1992, Qupperneq 22
Frá Póst- og
símaskólanum
Jón Ármann Jakobsson.
Ræða skólastjórans, Jóns Ármanns
Jakobssonar við afhendingu prófskírteina
15. janúar 1992.
Góðir samstarfsmenn.
Ég vil fyrir hönd skólans bjóða ykkur vel-
komna við þessa afhendingu prófskírteina,
sem hefur verið fastur liður í starfsemi skól-
ans í rúmlega tuttugu ár.
Skólinn var rekinn með svipuðu sniði og
undanfarin ár. Reyndar hefur verið meira
um sjálfstæð námskeið, má þar nefna meðal
annars stjórnunarnámskeið. I febrúar á síð-
asta ári var sett upp slíkt námskeið sem var
ætlað yfirstjórnendum þessa fyrirtækis.
Námskeiðið var haldið í tvær aðskildar vik-
ur og var fyrri hlutinn haldinn í febrúar og
fram í mars en seinni hlutinn var haldinn
allar heilar vikur frá marslokum fram í júní-
byrjun. Á þessu námskeiði voru meðal ann-
ars tekin fyrir markmið og stefnumótun fyr-
irtækis og það verður að segjast að í dag á
þetta við. Ef reka á fyrirtæki með hag-
kvæmni verða markmið og stefna að vera til
staðar. Nú þegar er verið að breyta ýmsum
deildum þessa fyrirtækis í árangurseiningar,
þá er nauðsynlegt að þessi atriði séu skýr og
augljós. Vona ég að þátttakendur á þessum
námskeiðum hafi fengið góða innsýn í þessi
atriði á námskeiðinu og noti sér hana. Um
130 starfsmenn sóttu þessi námskeið.
Á vegum Starfsmannadeildar var á þessu
námskeiði haldinn fyrirlestur um starfs-
mannastjórnun og þar kom fram að verið er
að hanna starfsmannahandbók, sem mun
koma út áður en langt um líður.
Á þessum námskeiðum var einnig farið í
ýmis atriði um uppbyggingu fyrirtækisins
Póstur og sími og starfsemi þess og um-
hverfi.
Einnig voru tekin fyrir markaðsmál og
gæðamál sem eru mjög mikilvæg atriði í
rekstri fyrirtækja í dag.
í seinni hlutanum voru teknir fyrir stjórn-
unarstílar, tímastjórnun og starfslýsingar.
Tilgangur starfslýsinga skýrður og hvernig á
að nota þær til stjórnunar.
Tveir hópar hafa verið á námskeiðum fyr-
ir millistjórnendur nú í haust. Seinna í vetur
verða haldin fleiri slík námskeið.
Nú færist stöðugt í vöxt að notaðar séu
tölvur við vinnu og til vinnslu ýmissa verka
og verkefna og eru þessi tæki að koma á
hvert borð. Hugbúnaður eflist stöðugt og
meira hægt að framkvæma með honum. Allt
þetta krefst námskeiða og kennslu á þessi
tæki og hugbúnað. Til þess að skólinn geti
uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til slíkr-
ar kennslu í dag voru á síðasta ári keyptar
og settar upp í skólanum tölvur sem hæfa
þeim hugbúnaði, sem notaður er í dag. Hafa
verður í huga að þróunin í þessari tækni er
svo ör að tæki og búnaður verða úrelt eftir
tiltölulega skamman tíma, því er áríðandi að
fylgjast vel með þróuninni.
Verið er að taka upp nýtt kerfi í bókhaldi
hjá fyrirtækinu, svokallaðan bústjóra og
20 SÍMABLAÐIÐ