Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1992, Síða 24

Símablaðið - 01.05.1992, Síða 24
Eftirlaunadeild FIS - fagnar 15 ára afmæli Föstudaginn 28. febrúar sl. hélt Eftirlaunadeild FIS upp á 15 ára afniæli deildarinnar meö veglegu hófí í Sigtúni við Austurvöll. Hófíð sóttu hátt í hundrað manns, bæði félagar og gestir. Veislustjóri var Jón Tómasson, fyrrverandi símstöðvarstjóri. Formaður deildarinnar, Þóra Timmermann, setti samkomuna og er ræða hennar birt hér í blaðinu. Margar ræður voru fíuttar Eftirlaunadeildinni til heilla. Áður en borðhaldi lauk sagði Pétur Pétursson, fyrrverandi útvarpsþulur, frá ýmsum uppákomum, á léttum nótum, úr bæjarlífínu hér fyrr á árum. Að loknu borðhaldi sýndu hjónin Hafstcinn Örn Guðmundsson, fyrrverandi varaformað- ur FIS og kona hans, Aldís Gunnarsdóttir, listdans við mikinn fögnuð veislugesta. Að lok- um var stiginn dans við undirleik Braga Hlíðberg, harmonikuleikara. Þessi kvöldstund í Sigtúni var einstaklega ánægjuleg og var Eftirlaunadeildinni til mikils sóma í alla staði. Ræða Þóru Timmermann Góðir gestir og félagar! í kvöld erum við hér samankomin til að fagna 15 ára afmæli Eftirlaunadeildar Félags íslenskra símamanna. Til þessa fagnaðar býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin. Heiðursgestir hér eru: Póst- og símamála- stjóri, Olafur Tómasson og kona hans, Stef- anía María Pétursdóttir, Ogmundur Jónas- son, formaður BSRB og kona hans Valgerð- ur Andrésdóttir, Ágúst Geirsson, umdæmisstjóri og kona hans Kristín Zoéga, Jón Kárason og frú áttu að vera hér heið- ursgestir, en þau geta því miður ekki komið, þeir Ágúst og Jón eru fyrrverandi formenn FÍS og núverandi heiðursfélagar. Frú Ragn- hildur Guðmundsdóttir, formaður FÍS og varaformaður BSRB, sem stendur við hlið okkar, og er hún okkar dýrlingur. Guð- mundur Jóhannesson, formaður Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja og Helgi Hallsson, ritstjóri Símablaðsins. Bræðrafélag okkar hjá Póstinum tekur einnig þátt í þessari hátíð með okkur, og eru fyrrverandi póstmenn innilega velkomnir. Eins og við vitum, hefur verið sagt í ræðu og riti, að símamannastéttin hafi jafnan ver- ið forystusveit opinberra starfsmanna á sviði félagsmála og svo mun rétt vera. Stjórn FÍS hafði forgöngu um stofnun þessarar deildar og var fyrsti fundurinn haldinn í Sigtúni við Austurvöll þann 23. febrúar 1976. Formaður FÍS var þá Ágúst Geirsson, og kynnti hann þar aðdraganda að stofnun deildarinnar. Fundurinn var vel sóttur og ríkti þar mik- ill einhugur og áhugi á því að deildin starf- aði vel að málefnum eftirlaunafólks. Á þess- um fundi fór fram fyrsta kosningin. Stjórn deildarinnar var kosin til eins árs og skipti með sér verkum þannig: Sæmundur Símonarson, formaður, Andr- és G. Þormar, varaformaður, Helga Finn- bogadóttir, ritari, Þóra Timmermann, gjald- keri og Brynjólfur Björnsson, meðstjórn- andi. Til vara: Guðrún Möller og Júlíus Páls- son. Nú er það svo, að flest öll launþegafélög eru stofnuð til hagsbóta fyrir félagsmenn í lífskjarabaráttunni, það höfum við sannar- lega gert, þótt ekki sé það á hefðbundinn hátt. Þótt við séum launþegar getum við sáralítið haft áhrif á kjör okkar hvað laun varðar. En kjarabaráttan er víðfeðm og nær til fleiri þátta en launa, svo við höfum ýmsa góða hluti gert. Þegar við hættum störfum verður mikil breyting á lífi okkar. Við hættum því amstri og erfiði sem gaf okkur lífsfyllingu, við 22 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.