Símablaðið - 01.05.1992, Page 26
Hjónin Valgerður Andrésdóttir og Ögmundur Jónasson, ásamt Ævari Kjartanssyni og Ól-
afi Tómassyni á 50 ára afmæli BSRB í Borgarleikhúsinu.
Þráðlaus
naflastrengur
Ef „Farsíma-fríkarnir“ spá rétt munum við í framtíðinni fá úthlutað einka símanúmeri
við fæðingu rétt eins og kennitala er okkur nú gefin þegar við komum í þennan heim. Þetta
er hægt því öll fjarskipti verða þráðlaus og símtækið verður eins sjálfsagt og armbandsúrið
er í dag.
Farsíminn mun um aldamót kosta jafnlítið og hefðbundinn sími kostar í dag og verða að-
eins 270 gr. á þyngd. Þetta mun að sjálfsögðu raska verulega „einkalífi“ þegar hægt verður
að ná sambandi við hvern sem er, hvar sem er.
Þeir eru margir sem dá það hreyfifrelsi sem fæst með fullkomnum fjarskiptum en hugsum
þá til þéttsetins hljómleikasalar eða fjölmenns fundar þar sem þú situr með þinn nýja síma
og þá miklu símagleði sem landanum er gefin.
Þessi dýrkun á hreyfifrelsinu hlýtur að knýja fram nýtt hegðunarmynstur sem t.d. bannar
símanotkun á fundum, í kvikmyndahúsum og við tónleikahald.
Erlendis eru nú þegar veitingastaðir þar sem maður skilur símann eftir í fatahenginu. Þar
er símanum svarað og gesturinn fær að vita hver hafi hringt.
Ef til vill verður lausnin svipuð og með reykingabannið, á ákveðnum svæðum má hringja
og annars staðar ekki.
(Lauslega þýtt og stílfært úr norsku)
24 SÍMABLAÐIÐ