Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1992, Page 30

Símablaðið - 01.05.1992, Page 30
Ritgerð 8 ára drengs Amma er kona sem á engin börn sjálf, svo henni þykir vænt um litla drengi og stúlkur sem aðrir eiga. Afi er karlkyns amma. Hann fer í göngu- ferðir með litla drengi og þeir tala um trakt- ora og veiðiferðir. Ömmur hafa ekkert að gera annað en vera til. Þær eru gamlar svo þær ættu ekki að leika sér eða hlaupa hratt. Þær segja aldrei „Flýttu þér“. Þær eru oftast feitar en ekki of feitar til þess að hnýta skóreimarnar hjá krökkum. Þær eru með gleraugu og klæðast skrítn- um nærfötum og þær geta tekið út úr sér tennurnar og gómana. Ömmur þurfa ekki að vera neitt gáfaðar, bara að svara spurningum um hversvegna hundar eiga ekki ketti og afhverju Guð sé ekki giftur. Þær tala ekki smábarnamál við mann eins og gestir gera. Þegar þær lesa þá hlaupa þær ekki yfir og þeim er alveg sama þó þær lesi sömu söguna aftur og aftur. Allir ættu að eiga ömmu, sérstaklega ef maður á ekki sjónvarp því að þær eru þær einu sem hafa tíma. Þýtt úr ensku: Ásgerður Ingimarsdóttir Allt má nú reyna Hjartað í mér er hálfgerður laupur og reyni ég að sjálfsögðu allt til að fá þar bót á. Fyrir nokkrum dögum fór ég til nálastungulæknis. Hann sagði að nálastungur styrki ekki aðeins hjartað, ég myndi allur yngjast upp og styrkjast. Þegar ég lá svo í móki með allar nálarnar þá seytlaðist inn í hugann eftirfarandi: Fái ég nægar nálarstungur og nýjar öðlist lífsins myndir, verð ég kannski aftur ungur, endurtek svo gamlar syndir. Sigurður Guðmundsson 28 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.