Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006
Fréttir DV
um helgina
Um helgina verður hald-
in bæjarhátíð í Mosfellsbæ
sem nefnist „f túninu heima"
en nafnið er sótt í smiðju
Halldórs Laxness. Hátíð-
in verður formlega sett í dag
kl. 19.45 í íþróttahúsinu að
Varmá. Dagskrá hátíðarinnar
er afar fjölbreytt og má með-
al annars nefna útimarkaði,
söngkeppni, reiðsýningu,
fimleika- og karatesýningar.
Á föstudagskvöldið verður
varðeldur og brekkusöngur í
Ullarnesbrekku og hápunkt-
ur hátíðarinnar er á laugar-
dagskvöld þegar þekktir tón-
listarmenn úr Mosfellsbæ
troða upp í Hlégarði.
Skemmtileg-
ur skólastjóri
Soffía Vagnsdóttir, nýi
skólastjóri Bolungarvíkur-
skóia, nýtir kennara skólans
á nýstárlegan hátt. Hefur
Soffia stofnað hljómsveit
sem lék við setningu skól-
ans. „Ég hóaði þeim saman
í lítið band með mér. Þau
taka mér eins og ég er og
við erum búin að æfa lítið
haustlag," sagði Soffía í við-
tali við bæjarblað fsafjarð-
ar, Bæjarins besta. Soffía er
líka frumkvöðull að hinni
árlegu Ástarviku á Bolung-
arvík. Það er því ljóst að hér
er á ferðinni frumlegur og
skemmtilegur skólastjóri.
10%jarðaðir
íkyrrþey
Um 10% allra jarðarfara
á íslandi á síðasta ári fóru
fram í kyrrþey miðað við 7%
árið 2004. ísleifur Jónsson,
útfararstjóri hjá Útfarar-
stofu íslands, sagði í samtali
við DV að jarðarfarir í kyrr-
þey væru heldur að aukast
en að margvíslegar ástæður
lægju að baki slíkri athöfn.
Oftast væri þó um að ræða
ósk hins látna.
Áframhald-
andi flótti úr
Ráðhúsinu
Sviðsstjóri skipu-
lags- og bygginga-
sviðs Reykjavík-
urborgar, Salvör
Jónsdóttir, hefur sagt
upp störfum. Upp-
sögn hennar olli
nokkurri umræðu og *►
orðahnippingum í
borgarráði á síðasta fundi
þess og sökuðu borgarráðs-
fulltrúar Samfylkingarinnar
meirihlutann um að hrekja
yflrmenn starfssviða úr
embættum. Salvör er einn
af fjórum æðstu embættis-
mönnum borgarinnar sem
láta af störfum eftir að nýi
meirihlutinn tók við stjórn-
artaumunum.
Ofbeldismaðurinn oghandrukkarinn Annþór Kristján Karlsson er kominn i Byrgið þar
sem hann er í meðferð. Annþór var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hrottalega lík-
amsárás á síðasta ári og hefur síðan setið inni bæði á Litla-Hrauni og Kvíabryggju. Fað-
ir fórnarlambs Annþórs segir þetta vera með ólíkindum en Guðmundur Jónsson í Byrg-
inu er sannfærður um að Annþór muni finna hinn þrönga veg.
Annþór handrukkari
afplánar næsta ár í Byrginu
Handrukkarinn ógurlegi Annþór Kristján Karlsson hefur held-
ur betur verið á ferð og flugi frá því að hann hóf að afplána
þriggja ára dóm sem hann fékk fyrir líkamsárás snemma á síð-
asta ári. Hann byrjaði á Litla-Hrauni, var síðan fluttur yfir á
Kvíabryggju vegna kvenmannsdeilna við gæsluvarðhaldsfang-
ann Ólaf Ágúst Ægisson eins og DV greindi frá á dögunum en
er nú kominn í Byrgið þar sem hann mun klára það rúma ár
sem hann á eftir af vistinni.
„Ég get staðfest það að Ann-
þór Kristján Karlsson kom hingað á
föstudaginn í síðustu viku og verð-
ur vistaður hjá okkur þar til hann
fær leyfi til að fara inn á Vernd," sagði
Guðmundur Jónsson í Byrginu í sam-
tali við DV í gær. Hann sagði Annþór
hafa sótt um sjálfan en Byrgið er eins
og flestir vita meðferðarheimili fyrir
áfengis- og fíkniefnaneytendur.
Allir velkomnir
Guðmundur sagði alla velkomna
í Byrgið. „Það er allt fullt út að dyr-
um og um 170 manns á biðlista. Við
höfum verið með þrjá til fjóra fanga
í einu og erum að jafnaði að ná
frábærum árangri," sagði
Guðmundur og bætti við að
það væri lítið vesen á þess-
um drengjum þótt marg-
ir þeirra væru harðsvírað-
ir glæpamenn. „Þetta eru
hjartagóðir menn sem
hafa þurft að verja sig
og sína undir ákveðn-
um kringumstæðum
á götunni. Hér fá þeir
aga og manneskju-
legra heimili heldur
en á Litla-Hrauni og
Kvíabryggju og það er
það sem þeir vilja.
Þetta hentar
þeim vel
°g
þeir fara eftir öllum reglum," sagði
Guðmundur.
Með ólíkindum
Benedikt Arason, faðir Birgis Rún-
ars Benediktssonar, sem var fóm-
arlamb Annþórs í líkamsárásarmáh
því sem hann fékk þrjú ár fyrir, sagð-
ist hafa heyrt af þessu fyrir nokkrn en
ekki trúað því. „Þetta er náttúrulega
með ólíkindum að þessi maður skuli
geta farið í Byrgið eftír ekki lengri
tíma af vistuninni. Þetta sýnir auðvit-
að svart á hvítu í hvers konar vand-
ræðum fangelsismál á íslandi em í
dag," sagði Benedikt.
„Hérfáþeiragaog
manneskjulegra heimili
heldur en á Litla-Hrauni
og Kvíabryggju og það
erþað sem þeir vilja."
Að búa til betri menn
Erlendur Baldurs-
son hjá Fangelsis-
málastofnun sagðist
ekki geta tjáð sig um
málefhi einstakra
fanga en sagði það
alls ekki óeðlilegt að
fangar væru fluttír
á milli stofnanna á
meðan vistunartíma
þeirra stæði. „Það
eru engar tilvilj-
anir hjá okkur
wmm
Byrgið 170 manns á
biðlista hjá þessu vinsæla
meðferðarheimili
samkvæmt Guðmundi
Jónssyni forstöðumanni.
Guðmundur Jonsson
Forstöðumaður Byrgisins segir
flesta glæpamenn vera
hjartgóða menn sem þurfi aga.
mæm
þegar fangar eru fluttír og menn eru
ekki fluttír vegna plássleysis. Hjá okk-
ur starfar hópur fólks við að meta
þetta og það er á þeim grunni sem
ákvarðanir eru teknar. Það er okkar
markmið að menn komi út sem betri
einstaklingar og ég held að flestír geti
verið sammála mér í því að það er
allra hagur ef þessir einstaklingar em
hvorki undir áhrifum áfengis
eða ffloiiefna," sagði Er-
lendur.
Strangar regl-
ur gilda um fanga
í Byrginu og er
þeim meðal annars
óheimilt að yfirgefa
svæðið nema í fylgd
með starfsmönnum.
„Það eru skýrar reglur
og ef þær eru brotnar
er tekið á því. Við höf-
um lent í slíku en yfir-
leitt gera menn sér grein
fyrir því að það er þeirra
hagur að fara eft-
ir reglunum," sagði
Erlendur.
oskar@dv.is
Annór Kristján Karlsson
Handrukkarinn ógurlegi er kominn
í meðferð f sveitasælunni í
Bláskógarbyggð þrátt fyrir að hafa
aðeins afplánað lltinn hluta
þriggja ára dóms sem hann fékk
fyrir hrottalega líkamsárás.
Keppnin Suðurnesjatröllið 2006 fer fram í september
Verður Boris aftur tröll Suðurnesja í ár?
„Þetta verður gríðarleg skemmt-
un og stemning í fallegu umhverfi,"
segir Hjalti „Úrsus" Árnason, kraft-
lyftingamaður með meiru og móts-
haldari Suðurnesjatröllsins 2006
sem haldið verður fyrstu helg
ina í september. Hjalti og
hans menn vinna nú á fullu
að undirbúningi keppninn-
ar.
„Keppnin hefst í Hafn-
arfirði, síðar verður farið til
Grindavíkur og svo end-
um við í Garðinum,"
segir hann.
Að sögn Hjalta
verða hinar hefð
bundnuíslensku
keppnisgrein-
ar á dagskrá,
svo sem hinn
margfrægi
Húsafellshellu-
Úrsusinrt Hjalti „Úrsus" Árnason stendur aðbaki
keppnlnni Suðurnesjatrölliö 2006. Hann vill
endilega fá umtalaöa, hrikalega sterka sveitamenn
íkeppnina. „Þessa sem sögurnar fara af.“
burður, bændaganga, lóðakast yfir
á, drumbalyfta og atlassteinar, svo
dæmi séu tekin. „Þótt við förum ekki
meira út á landsbyggðina en þetta
þá er þarna gríðarleg stemning sem
myndast."
Það getur hver sem er tekið þátt
í ár en keppendur eru að jafn-
aði sex til átta. „I fyrra voru sex
keppendur en þó voru þeir ekki
allir frá Suðurnesjum heldur
frá landinu öllu," segir Hjalti
og bætír við: „Svo erum
við alltaf að leita að
nýliðum og vilj-
um fá þessa
öflugu menn
úr sveitínni.
Þessa hrika-
lega sterku
sveitamenn
sem sögurnar
fara af," segir
Hjalti og bendir á að tími sé komin
tíl að þeir látí sjá sig - séu þeir tíl.
Kristinn Óskar Haraldsson, bet-
ur þekktur sem Boris, varð Suður-
nesjatröllið í fýrra en síðustu misseri
hefur hann verið nánast ósigrandi.
Hann er st'addur þessa stundina í
æfingabúðum í Bandaríkjunum þar
sem hann æfir fyrir keppnina Sterk-
asti maður heims - ásamt öðrum
tröllum víðsvegar að úr heiminum.
Hann mun koma frískur tíl fslands
og gaman verður að sjá hvort hann
verði Suðurnesjatröllið aftur. „Þetta
er þrususkemmtíleg keppni og mað-
ur stefnir alltaf að því að vinna," segir
Boris aðspurður um hvort hann ætli
að verja títilinn. „Það er kannski bara
eins gott - ef ég get ekki unnið meiri-
hlutann í keppninni hér heima er ég
í vondum málum í keppninni um
sterkasta mann heims," segir hann.
gudmundur@dv.is
Boris Kristinn Óskar
Haraldsson, beturþekktur
sem Boris, hefur verið
nánast
ósigrandi
síðustu
misseri.
Hann var
Suður-
landströll-
ið í fyrra og
stefnir að
því að
verða
það
aftur
lár.