Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006
Fréttir DV
BANASLYS í UMFERÐINNI
Frá slysstað Aðkoman að slysinu var hryllileg og allt var reynt til að bjarga Þóreyju en allt kom
fyrir ekki. DV mynd BB.is
Gamlárskvöld Þórey, ásamtÁsgeiri Þór
Elmarssyni, systursyni sinum, á gamlárskvöld
áðuren hún lést.
Með vinkonu sinni Þórey með Jóhönnu
Sigsteinsdóttur vinkonu sinni.
Á góðri stund Þóreyju var lýstsem engli I
mannsmynd.
A Siglufirði
Þórey ásamt móðurbróður slnum Slmoni
Helgasyni og Ellnborgu móður sinni.
að miðla því til þeirra sem ekki hafa
reynt," segir hann og talar um þeg-
ar þau hjón voru á leið út á land í
sumar. „Við vorum á leið heim og ég
sá bfl sem maður keyrði, með konu
og tvö börn innanborðs. Þegar við
erum komin áleiðis til Hrútafjarðar
tökum við eftir sama manni, á blúss-
andi siglingu fram úr öllum öðrum
á veginum. Eitt er að hætta sjálfum
sér en hvers eiga börnin og kon-
an að gjalda? Svona pælingar fara í
gang hjá manni á fullu," segir hann
og vísar svo til ungra ökumanna:
„Þú getur ímyndað þér - að eiga
sautján ára ungling og ert nokkuð
viss um að hann stundi ekki ógæti-
legan akstur. Hann er hins veg-
ar tiltölulega berskjaldaður vegna
reynsluleysis í aðstæðum sem geta
skapast við ógætilegan akstur ann-
arra og að sjálfsögðu á hann í meiri
hættu á að lenda í alvarlegu umferð-
arslysi þegar svona berserksgangur
rennur á menn," segir hann og vís-
ar í manninn sem hann sá á Blöndu-
ósi. „Fólk heldur að það sleppi - en
það er bara ekkert svoleiðis,-
Halda margir að þeir sleppi
„Ég legg mig svolítið eftir því að
taka eftir hvernig fólk er að keyra, í
flestum tilfellum er það í lagi en það
eru alltaf einhverjir sem skemma
fyrir heildinni og valda sjálfum
sér og öðrum hættu. Það er sama
hvernig slysið ber að. Afleiðingarn-
ar eru oft limlesting eða þaðan af
verra," segir Guðmundur og held-
ur áfram: „í þessari umræðu finnst
mér vanta að þeir eru líka til sem fá
varanlegan skaða, bæði líkamlegan
og andlegan."
Guðmundur segir sem íyrr að
hann taki inn á sig þjáningar að-
standenda þeirra sem lendi í slys-
um. Að lokum ræðir hann um slysa-
varnir og sérstaklega það sem fólk á
Vestfjörðum hefur þurft að búa við
í vegamálum og honum finnst sem
loforð um vegabætur séu notuð sem
kosningabeita.
„Maður fyllist vanmáttarkennd
þegar maður fær fregnir af því að
það eigi að draga úr endurbygg-
ingu á vegum hér á Vestfjörðum
enn frekar. í ísafjarðardjúpi erum
við til dæmis að aka á 50 ára niður-
gröfnum moldarvegi þar sem fjöldi
slysa hefur átt sér stað. Það er allt-
af gert ráð fyrir kostnaði á uppbygg-
ingu veganna en ekki gert ráð fyrir
því hverjir eða hversu margir munu
keyra þá. Hvað kostar mannslíf í því
samhengi?"
gudmundur@dv.is
Þurfti ekki að leggja
neitt undirtil að deyja
„Við erum og vorum öll mjög
náin systkinin" segir Rakel Guð-
mundsdóttir, systir Þóreyjar heit-
innar, sem lést í slysinu á Hnífsdals-
vegi þann 19. janúar síðastíiðinn.
Rakel stundar nám við Háskóla ís-
lands og var á höfuðborgarsvæðinu
þegar hún fékk tilkynningu um að
systir hennar hefði látist.
„Þetta er það versta sem ég og
hinir í fjölskyldunni höfum upplifað
og vonandi það versta það sem eft-
ir er, því svona martröð vill maður
ekki upplifa aftur."
Nóttina eftir slysið svaf Rakel lítið
sem ekkert en var komin til fsafjarð-
ar ásamt fimm ára dóttur sinni um
níu morguninn eftir. „Mér fannst
gríðarlega erfitt að trúa þessu og
beið eftir að vakna af þessari mar-
tröð en ég vaknaði því miður ekki."
Afneitun, reiði og málamiðlan-
ir fóru hring eftir hring í huganum,"
segir hún og heldur áfram. „Að vera
á flugvellinum á leið vestur og sjá
fólk vera að lesa um slysið í blöðun-
um daginn eftir var ekki þægilegt.
Ég hugsaði mikið um hvernig henni
hefði liðið á síðustu mínútunum eða
sekúndunum sem hún lifði, var hún
hrædd, datt hún kannski strax út?"
Rakel fékk að sjá Þóreyju daginn
eftir að hún lést. „Hún var svo falleg
og friðsæl, líkt og hún svæfi værum
blundi. Þegar hún var kistulögð fór-
um við hinar systurnar og snyrtum
hana og settum í fínu jólafötin, einn-
ig fengu dagbókin hennar og körfu-
boltabúningurinn að fylgja henni.
Mér fmnst að það hafi gefið mér
mikið að fá að undirbúa hana fyr-
ir kistulagninguna, enda sagði hún
alltaf að við tvær værum einu syst-
umar sem gætum teiknað almenni-
legar augabrúnir þegar við værum
að pæja okkur til," segir hún og talar
um að það hafi verið skrítið að hún
gæti aldrei vakið hana og sagt henni
hvað hún elskaði hana mikið. „Hún
var alltaf mesta tilfinningaveran í
fjölskyldunni, var óspör á fallegu
orðin í garð okkar hinna. Það er líka
alveg víst að eftir slysið hefur mað-
ur lært margt ogþá sérstaklega hvað
maður á mikið ef maður á góða fjöl-
skyldu."
Þeir deyja ungir sem guðirn-
ir elska er setning sem á við um
Þóreyju sem var rifin á brott í lífsins
blóma. „Hún lifði, myndi ég segja
öruggasta lífinu af okkur systkin-
unum fara," segir Rakel og vísar í að
Þórey hafi farið eftir öllum umferð-
arreglum og samfélagslegum gild-
um. „Mér fannst einhvern veginn
eins og ég hefði vitað af þessu," seg-
ir hún og vísar til gjafmildi Þórey-
ar. „Hún var alltaf að gefa mér eitt-
hvað sem hún hafði búið sjálf til og
Systkinin saman F.v. Þórir, Sara, Þórey
heitin, Helga Kristin og Rakel. Þetta erslðasta
mynd sem tekin var afsystkinunum saman
rétt fyrir áramótin slðustu.
lagt allt sitt í, persónulega og handa
dóttur minni. Af einhverjum ástæð-
um geymdi ég það allt á vísum stað
og geri enn."
Rakel segist alltaf eiga jafn erfitt
með að heyra um háskalegan akstur
ökumanna og segir hún það minna
sig á fráfall systur sinnar og hversu
örstutt er á milli lífs og dauða.
„Margt í umferðinni fer núna mun
meira fyrir brjóstið á manni en það
gerði áður. Það sem mér finnst sér-
staklega nöturlegt er hvernig fólk
skuli leyfa sér að leggja ekki einung-
is sitt eigið líf í hættu heldur annarra
líka." Það er eins og fólk átti sig ekki
á því að við lifum bara einu sinni og
að það þurfi ekki nema sekúndu-
brot til að breyta öllu segir hún og
heldur áfram: „Þessi áróður um að
fólk þurfi að keyra hægar er ekki
endilega alltaf besta forvörnin þótt
hún eigi við í flestum tilfellum. Syst-
ir mín gerði allt eftir bókinni og lenti
í þessu hræðilega slysi án þess að
keyra hratt, ölvuð eða neitt í þá átt-
ina. Þórey þurfti ekki að leggja neitt
undir til að deyja."
Rakel segir að henni finnist að
það þurfi að gera eitthvað meira
róttækt í umferðarforvörnum en
að beita þeim hræðsluáróðri sem
er í gangi í samfélaginu og beint er
að umferðinni því það virðist ekki
vera að skila sér nógu vel til fólksins.
Jafnvel einhver sjálfstæð samtök,
til viðbótar þeim sem starfandi eru
nú. „Það vantar eitthvað meira til
að vekja fólk til umhugsunar," seg-
ir hún og bætir við að henni finn-
ist að yfirvöld eigi að beita ökuleyf-
issviptingum í ríkari mæli en gert er
og sfðast en ekki síst að hækka bfl-
prófsaldurinn.
Lífsglöð Þórey var alltafmesta tilfinninga-
veran I fjölskyldunni að sögn Rakelar.
„Ég og Þórey vorum nánar eins
og við systkinin öll," segir hún en
aldursmunurinn á þeim er níu ár
og sáu eldri systurnar um að passa
tvíburana, Þóreyju og Þóri þeg-
ar þau voru að alast upp. „Hún var
svo mildll engill. Ef einhverjum leið
illa eða eitthvað var ekki eins og það
átti að vera, þá sá hún alltaf jákvæðu
hlutina," segir hún. „Maður reyn-
ir að setja þetta inn í lífið, því mað-
ur verður að lifa með þessu þótt það
sé ólíklegt að maður verði sáttur við
þetta," segir hún og heldur áfram:
„Að hafa átt hana í þessi sautján
góðu ár var og er það dýrmætasta
sem hægt er að fá í Iffinu og margar
góðar minningar eiga eftir að fylgja
okkur hinum það sem eftir er.“
gudmundur@dv.is
Lögreglumenn eru oft fyrstir á vettvang slysa
Með hnút í maganum
„Það er alltaf hnútur í maganum þegar við
fáum tilkynningu um alvarleg slys og förum á
staðinn," segirÁrni Friðleifsson, varðstjóri hjá
umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Lög-
reglumenn er oft með fyrstu björgunarliðum á
vettvang þegar umferðarslys verða. „Við erum
líka mannlegir og tökum svona slys nærri okk-
ur. Við ræðum svona slys okkar á milli, veltum
fyrir okkur aðdraganda og menn reyna oft að
tala sig í gegnum þetta saman," segir Árni og
heldur áfram: „Auðvitað er líka hægt að segja
að eftir því sem menn eru lengur í starfinu
komi ákveðin reynsla en að sjálfsögðu er erfitt
að sjá hvernig umferðin hefur tekið sinn toll,"
segir hann og bendir á að prestur sé í hálfu
starfi hjá lögreglunni.
,,Það getur vissulega verið erfitt að koma
Árni Friðleifsson
Segir alltaferfitt að fara á
vettvang alvarlegra slysa.
að slysunum,
vinna að vett-
vangsrannsókn
og reyna um leið
að halda ein-
beitingunni,"
segir Árni og vís-
ar í að truflun á
vettvangi sé oft
mjög mikil á fjölförnum stöðum sökum for-
vitni vegfarenda.
I umdæmi lögreglunnar eru banaslys-
in komin upp í sex. „Maður verður alltaf jafn
sár og svekktur eftir þessi slys. Sex slys eru sex
slysum of mikið," segir Árni.
gudmundur@dv.is
Prestar gegna mikilvægu hlutverki við skyndileg fráföll
Fólk veit oft hver tíðindin eru
Séra Vigfús Þór Árnason þjónar í Grafar- þeir hafi oft ekki nema nokkrar mínútur til að
vogsprestakalli. „Hvert andlát snertir svo marga undirbúa tilkynningar þegar slys verða.
í heild sinni. Einum lámum einstaklingi „Að sjálfsögðu bregður fólki ef einhver er
tengjast hátt í fimm hundruð manns Wk ekki lengur á meðal okkar en í slysunum er
í það minnsta. Svona nokkuð skap- / 'M ekki mínúta í undirbúning fyrir fólkið. Sjokk-
ar líka erfiðleika hjá almenningi en * er bara allt annað þegar þetta ber svona
á annan hátt að sjálfsögðu," segir ' í $ fljótt að," segir hann og bendir á að fólk læri
hann. X »' yfirleitt að lifa með andlátum en taki þau
„Það er ekki hægt að lýsa því með vissulega misjafnlega inn á sig. „Fólk lær-
orðum hvernig aðstæðurnar sem við 'v^ðÉBo^^kir að lifa með þessu en sættir sig þó nær
stöndum frammi fyrir eru. Himinn og ‘ aldrei við það."
jörð hrynur gjörsamlega hjá fólki Séra Sigfús bendir á að
það veit oftar en ekki hvað prestur- séraVigfús & prestar séu alltaf tilbúnir að
inn er að fara að segja þegar hann gBtf t Segirfólkoftvitahver 1 tala við fólk, þeir séu alltaf á
bankar upp á. Að hann sé ekki Á tiðindin eru þegar B/vakt. „Vaktin okkar er ávallt til
kominn til að flytja því gleðitíð- presta ber að garði. £ staðar."
indi," segir hann og bendir á að JHF " gudmundur@dv.is