Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fréttir DV París grefur geitsína París IlHton, mesta dekurdúlla heimsins, hefur ákveðið að uppá- halds geitin hennar skuli graíin í virðuleg- um kirkjugarði. Geitin, sem bar nafnið Biliy, drapst nýlega og í framhald- inu keypti París grafreit íyrir hana í einum virðulegasta kirkjugarði Hollywood. Þar mun Billy hvíla í félagsskap fólks á borð við Marilyn Monroe, Dean Martin, Roy Orbinson og Jack Lemmon svo nokkrir séu nefndir. Par- ís telur geitina hafa verið stjömu á heimsvísu og því munu nokkrar svartar limm- ur íylgja henni til grafar og stór gospelkór syngja við útförina. Það íylgir ekki sög- unni hvort einhverjir ættingj- ar Billys verði viðstaddir. Gæs með ör í kroppnum Villigæs nokkur í Jackson í Mississippi hefur komist í sviðsljós fjöl- miðla fyrir að vera með ör þvert í gegnum kroppinn. Gæsin á ekki í erfiðleikum með að hreyfa sig, synda og fljúga þrátt fyrir þennan að- skotahlut. Hins vegar heldur gæsin sig í fjarlægð fiá öðr- um gæsum svo þær slasi sig ekki á örvaroddinum. Sér- fræðingar telja að gæsin finni fýrir miklum sársauka vegna þessa og muni deyja fljót- lega. Það er talið að gæsin hafi verið notuð sem skot- mark í æfingaskotum ein- hverra veiðimanna en það er bannað að veiða gæsir á þessum slóðum. McCartney vill ekki bók Sir Paul McCartn- ey er dauðhræddur um að konan hans fyrrver- andi, Heather Mills, skrifi minningabók um samband þeirra þar sem ýmsar safaríkar upplýs- ingar kæmu fram. Hann er svo skelkaður að hann hef- ur boðið Mills sem nemur 6 milljörðum króna fýrir að skrifa ekki þessa bók. Þar að auki fýlgir með árleg greiðsla upp á 180 milijónir. Þetta til- boð McCartneys kemur í kjölfar þess að Mills bauðst fjárhæð að jalhvirði 120 tniiij- óna króna fýrir að skrifa end- urminningar sínar. „Paul er skjálfandi á beinunum yfir því að Heather selji sína útgáfú af fjögurra ára sambandi þeirra," segir náirrn vinur Mills. Handtekinn 226 sinnum Kevin Holder glæpa- maður í Nebraska í Banda- ríkjunum hefur sett vafa- samt met í fylkinu. Hann hefur ver- ið handtekinn 226 sinnum á ferlinum og sakaskrá hans telur nú 43 þétt- skrifaðar síð- ur. „Hann er vel þekktur hjá lög- reglunni í Lincoln-sýslu," segir iögreglustjórinn þar. Meðal afbrota Kevins má nefna fíkniefnabrot, líkams árásir og árás á lögreglu- mann. Kevin var fýrst hand tekinn árið 1980 og hefur margoft setið í fangelsi síðan, lengst í fjögur ár frá 1996. Nú eru dómsyfirvöld búin að fá nóg af glæpum Kevins og sér hann fram á 60 ára fangelsi. Þekktasti hryðjuverkaleiötogi heimsins og bandarísk söngkona sem muna má fífil sinn fegurri eru varla efni í mikla ástarsögu. Hins vegar hefur komið upp úr kafinu að Osama bin Laden var forfallinn af ást til Whitney Huston og vildi ólmur sofa hjá henni. Þetta kemur fram í nýrri bók rithöfundarins Kola Boof fyrrverandi ástkonu og kynlífsþræl bin Ladens. Vildi sofa hjá Whitney og drepa Bobby Brown í nýjustu bók sinni „Diary of a Lost Girl" greinir rithöfundurinn Kola Boof frá þeim tíma er hún var ástkona og kynlífsþræll hryðju- verkaleiðtogans Osamas bin Laden. Fram kemur meðal annars að Osama taldi Whitney Houston vera múhammeðstrúar og að hún hefði lent á villigötum vestrænnar menningar. Rithöfundurinn Kola Boof frá Súdan hefur gefið út bókina „Di- ary of a Lost Girl" sem mun vera sjálfsævisaga hennar. Þar grein- ir hún meðal annars frá því er hún var ástkona og kynlífsþræll Osa- mas bin Laden, þekktasta hryðju- verkamanns í heimi. Osama mun, að sögn Kola, hafa verið forfallinn af ást til söngkonunnar Whitney Houston og ólmur viljað fá að sofa hjá henni. Þar að auki vildi Osama láta drepa Bobby Brown, eigin- mann Whitney. Sú fallegasta sem hann hefði séð „Hann tjáði mér að Whitney Houston væri fallegasta kona sem hann hefði nokkurn tímann séð," segir hin 37 ára gamla Kola Boof í samtali við Aftonbladet sænska. Ennfremur segir Kola að Osama hafi ekki getað hætt að tala um Whitney og að hann hafi haft uppi mikil áform um að ná henni til sín. Og það þótt hann teldi að tónlist hennar væri af hinu illa. Osama ætlaði að gefa Whitney stórt hús fyrir utan borgina Kharthoum. Og þar ætlaði hann hreinlega að slá eign sinni á hana. Á villi- götum „Hann var vanur að segja að hún væri svo faileg, hefði svo in- dælt bros og að í raun inni væri hún múham meðstrú- ar," segir Kola Ennfremur segir Kola að Osama hafi ekki getað hætt að tala um Whitney og að hann hafi haft uppi mikil áform um að ná henni til sín. Og það þótt hann teldi að tónlist hennar væri afhinu illa. Kola Boof Var á stkona og kynlifsþræll Osamas um sexmánaða skeið. Boof. Og bætir því við að hann hafi talið Whitney hafa lent á villigötum vestrænnarmenningar. „Hann sagði að hún hefði verið heilaþvegin af bandarískri menningu og af manni sínum Bobby Brown sem ætti að drepa." segir Kola. Hún skrifar einnig í æviminningum sín- um að Osama hefði ætíð haft tímarit á borð við Playboy og Star í skúff- um sínum. Osama bin Laden Vildi ólmur komast Irúmið með Whitney Houston Merk kona Sjálf er Kola Boof nokkuð merk kona. Fædd í Súdan en síðan ætt- leidd til Bandaríkjanna. Flutti til Marokkó 1996 og varð þar ástkona Osamas bin Laden um sex mánaða skeið. Gaf út sína fýrstu ljóðabók, „Every Little Bit Hurts" árið 1997 og hefur gefið út nokkrar bækur sfðan. Kola er ákafur talsmaður fyrir bætt- um réttindum afrískra kvenna og hefur áunnið sér virðingu á þeim vettvangi. En Whitney Houston er heiilum horfin, orðin langt leidd- ur fíkniefnaneytandi sem lokar sig af dögum saman með kynlífstækja- safni sínu. Astkona Myndin er tekin þegar Kola Boofvar ástkona Osamas bin Laden. Kínversk lén á netinu seld fyrir metfé eða andvirði 11 milljóna Eitt lénið selt á 3,5 milljónir kr. Kínverjar eru að verða einhver stærsti notendahópur internets- ins og nýlega fór fram uppboð þar í landi á lénum. Um var að ræða stærsta uppboð þessarar tegund- ar í landinu og alls seldust lén fyr- ir andvirði 11 milljóna króna sem er met fyrir þennan markað. Mest, eða andvirði 3,5 milljóna króna, var borgað fyrir umpc.cn og umpc. com.cn en þetta er skammstöfun fyrir „uitra-mobile personal comp- uting". Almenn lén-nöfn eins og art. com.cn og book.com.cn seldust vel yfir lágmarksverði og lénið caipiao. com seldist á jafnvirði 350.000 króna en caipiao þýðir happadrætti á kín- versku. „Ég held að með þessu upp- boði höfum við stigið skref fram á við á þessum markaði," segir Rang- er Wang sem skipulagði uppboðið í Peking og seldi umpc-lénin. En þótt þetta séu kannski stór- ar upphæðir fyrir kínverska mark- aðinn eru það smáaurar miðað við hvað lén geta selst á hér á Vestur- löndum, að sögn CNN. Hins vegar voru ekki allir sáttir við lágmarks- verðin sem í boði voru á uppboð- inu. Þannig barst til dæmis ekkert boð í lénið dvd.com.cn og fékk það uppboðshaldarann til að segja: „Ég geri ráð fyrir að þessi tækni sé þegar orðin úrelt." Lén seld Nýlega fór fram uppboð á lénum fyrirnetið I Kína og fékkst metféfyrirsum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.