Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fréttir DV Vopn, matur, mótorhjól, áfengi, tóbak og flkniefni eru meðal þess sem gert hefur verið upptækt á árinu á Kefla- víkurflugvelli. Kári Gunnlaugsson hjá tollgæslunni á vellinum segir sumarið vera tíma vopnasmygls hér á landi og að tollverðir séu einungis að vinna eftir lögum í landinu. Kári Gunnlaugsson Aðaldeildarstjóii tollgæslunnar scgir suinariö vcra timi vopnasmygls Ferðalöngum sem koma hingað til lands er mörgum hverjum ekki vel við þá sem taka á móti þeim á lokasprettinum í Leifsstöð og standa í vegi fyrir mörgum þeirra þegar kemur að innflutningi á ýmsum varningi: Tollvörðunum í Leifsstöð. Kári Gunnlaugs- son, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir þá einungis vera að vinna vinnuna sína. Ferðalangar reyni þó ýmislegt til að koma varningi í gegn, hvort sem hann sé ólöglegur eða ekki. Það skuggalegasta við innflutninginn eru þó án efa ffkniefni og vopn - sem færst hafa í aukana undanfarin ár. Blaðamaður DV gerði sér ferð í Leifsstöð á dögunum og fékk að líta þann varning sem fólk hefur reynt að smygla frá áramótum. f geymsl- unni yfir haldlagðan varning var að finna sverð, hnúajárn, byssur, hnífa, gaddakylfur og áfengi - svo dæmi séu teldn. Kári Gunnlaugs- son hjá Tollgæslunni segir að sum- arið sé tími vopnasmygls og að fs- lendingar reyni ýmislegt til að koma ólöglegum hlutum hingað til lands. Hnífar til að verja sig? Sveðjur, hnúajárn, handjárn, hnífar, kaststjörnur, byssur, mót- orhjól, áfengi og tóbak er með- al þess sem gefur að líta í geymslu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli yfir haldlagðan varning. Sveðjurn- ar sem blaðamaður fær að líta eru engin smásmíði og það sem meira er: Stórhættulegar. „Það er yfirleitt þannig með þessar sveðjur að fólk ÓTRÚLEGUR FJÖLDIMALA Heildarfjöldi mála(skýrslna): 2.768. Afengi undir 22%: 406 lltrar. Áfengi yfir 22%: 888 lítrar. Haldlagður en löglegur varningur: 6.424 stk. áleyflieg ívf: 439Stk. Matvara ýmis: 2,7 tonn. Ostar: 2,92 kg. Vindlingar: 58 karton. Annað reyktábak: 12,5 kg. Munntóbak: 56 kg. Neftóbak: 363 gr. Vindlar: 1.253 gr. Eggvopn: 242 stk. Skotvopn: 50 stk. Önnur vopn: 65 stk. Málsaðilar frá: Islandi: 1.583. Evrópulöndum: 668. BNA og Kanada: 25. Öðrum löndum: 404. Óskilgreindir: 88. Kynjaskipting: Karlar: 1885 Konur: 596. Börn: 146. Óskilgreindir: 140. - Ofangreindar upplýsingar eru frá tollgæslunni á Keflavlkurflugvelli og eru fyrir tímabilið l.janúartil 15. ágústáþessu ári. Flkniefnamáleru ekkiinni I töflunni. „Fólk hefur sagt að það þurfi butterfly og aðra hnífa til að verja sig og þá sérstaklega fólk í fíkniefnaheimin- um. Það gengur með þá grillu að það geti lent í hverjusemer" ætlar að setja þær upp á vegg sem skraut. Það ætlar náttúrulega eng- inn að fara niður í bæ og höggva mann og annan," segir Kári. Ásamt öðru eru svokallaðir but- terfly-hnífar algengir í geymslunni. Kári segist hafa heyrt ýmsar ástæð- ur fyrir tilraunum til smygls á þeim. „Fólk hefur sagt að það þurfi but- terfly og aðra hnífa til að verja sig og þá sérstaklega fólk í fíkni- efnaheiminum. Það gengur með þá grillu að það geti lent í hverju sem er," segir Kári. Alls hefur verið lagt hald á rúmlega 250 eggvopn það sem af er ár- inu og kemur mest af þeim frá Spáni. Loftbyssur sem geta leitt til dauða Við tölum um loft- byssur og önnur skot- vopn, en á sjötta tug þeirra hefur verið gerð- ur upptækur á árinu. „Fólk heldur oft að þær séu leikföng og gerir sér ekki grein fyrir hversu stórhættuleg tæki þær geta verið," segir Kári og bendir á að hægt sé að koma blýkúlum í þær og af stuttu færi geti þannig byssuskot drepið mann. „Við höfum dæmi hér heima um fólk sem hefur misst augu út af þessu og í Skotlandi dó drengur fýrir nokkru sem hafði fengið skot ur loftbyssu í höfuðið," segir Kári og bendir á að menn þurfi vopnaleyfi fyrir slíkum byssum og því séu þær gerðar upptækar. „Það varðar við vopnalög að hafa það meðferðis og við verðum lítið varir við að menn séu með leyfi." Smygl á samvisku fólks Alls hafa komið upp ríflega sjö þúsund mál þar sem fólk er að reyna að smygla ýmsum varningi, sem annars er löglegur. Fatnaður, skartgripir, tölvur og dýrar mynda- vélar eru meðal þess. „Það gerist þegar fólk reynir að sleppa við að borga virðisaukaskattinn og það er mikið um það," segir Kári, en heild- arverðmæti hluta sem má koma með hingað til lands er 46 þúsund krónur og 23 þúsund á hvern stak- an hlut. „Fólk kemur stundum og greiðir skattinn eftir að það hefur komið í gegn. Við tökum við því ef fólk er heiðarlegt því ekki vilja allir vera með það á samviskunni," segir hann og bendir á að ef fólk framvísi ekki hlutum sé lagt hald á þá tafar- iaust. „Þá skiptir engu nversu dýrir þeir eru og fólk getur keypt þá aftur á uppboði." Áfengi, tóbak og mótorhjól eru hlutir sem fundist hafa í fórum fólks og segir Kári að foreldrar líti oft á ólögleg mótor- hjól sem saklaus leikföng fyrir börn. Þrjú tonn af mat Og maturinn er engin undan- tekning. Það sem af er árinu hefur verið lagt hald á tæplega þrjú tonn af mat. Þar af er ríflega eitt og hálft tonn af mat- vælum umfram heimildir. Salami-pylsa og aðrar ósoðnar pylsur virðast vera vinsælastar þeg- ar kemur að mat- vælum en ríflega tonn hefur verið gert upptækt afþeim síðan um ára- mót. Að ógleymdum fíkniefnum, sem Tollgæslan hefur fengið hvað mest lof fyrir. Á þessu ári hafa fund- ist á fimmta kíló af kókaíni, fjögur kíló af amfetamíni og „flöskumál- in“ svokölluðu sem hefðu gefið af sér á þriðja tug kílóa af sama efni. „Það getur hver sem er átt von á því að á honum sé leitað, við reynum samt að meta það og ganga ekki of nærri einstaldingsfrelsinu," segir Kári. „Við reynum að gera þjóðinni gagn með því að stoppa fíkniefnainnflutning og annað. Við vinnum bara vinnuna okk- ar og framfylgjum þeim lögum sem þjóðinni er gert að fara eftir." gudmundur@dv.is j , ■ vopnasmygls til íslands Matur og vopn Matur og vopn eru einungis hluti þess sem smyglað er til íslands. Hér fyrir neðan gefur að llta vopn sem reynt var að smygla en hald lagtáá rlflega einni viku. DV-myndir Guðmundur Sumarið tími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.