Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Qupperneq 27
DV Helgin FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 27 og á sumrin vorum við á sífelldum ferðalögum. Ýmist að keyra eitt- hvert með mömmu eða fljúga með pabba. Ég held ég hafi komið í nán- ast öll bæjarfélög á landinu og skoð- að flesta flugvelli landsins. Við erum mikið útivistarfólk og stórfjölskyld- an hennar mömmu hittist til dæm- is árlega í útilegu. Við vorum líka öll eitthvað í íþróttum og Ninna systir er menntaður íþróttakennari. Ég var í handbolta og fimleikum, en langaði í fótbolta. Þar sem Fram var ekki með kvennafótbolta hætti ég í íþróttum." Hvaö meinaröu? „Fjölskyldan mín er svo miklir frammarar að ef það var ekki hægt að keppa með Fram, þá var eins gott að sleppa því bara!" segir hún hiæjandi. „Meira að segja inngiftir eru framm- arar! Reyndar var ég um tíma fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Ármanns, en það var alveg liðið inn- an fjölskyldunnar, þar sem sú deiid gat ekkert í fótbolta!" Heimilislífið eins og leikrit En aftur aö œskuárunum og fjöl- skyldulífinu. Hvernig var dcemigert heimilislífhjá ykkur? „Manstu eftir leikritinu Stund- arfriður?!" spyr hún á móti. „Okk- ar heimilislíf var dálítið svoleið- is. Mikii traffík á heimilinu, verið að hlaupa inn og út. Það var til dæm- is mjög sjaldgæft að öll fjölskyldan settist niður og borðaði kvöldmat, það gerðist eiginlega bara á jólum og gamlárskvöld. Dæmigerður dag- ur var þannig - og nú tala ég bara eftir sjö ára aldur því ég man ekkert fyrir það tímabil! - að við systurn- ar þrjár og vinir okkar vorum heima að leika okkur og borða Cocoa Puffs. Strákarnir voru orðnir táningar og Ninna systir komin með kærasta. Veistu, ég bara man ekki mikið eft- ir mömmu og pabba þarna heima!" segir hún og verður svolítið hissa á þeirri uppgötvun. „Það sem ég man þó vel er þegar mamma var að koma heim um kvöldmatarleytið og henn- ar beið hræðilegt ástand. Við vorum sko ekki að taka til og vaska upp. Hún opnaði dyrnar, komst ekki inn með matarpokana fyrir úlpum og skóm og svo byrjaði vinnan hjá henni. Hún eldaði, gekk frá í eldhúsinu, þvoði og straujaði af öllum og hefur ábyggi- lega aldrei sofnað fyrr en klukkan tvö á nóttunni. Hún er sko hetja." Búðarstúlka í Bolungarvík Lára átti auðvelt með nám, en ellefu ára var henni fariö að leiöast í skóla. „Eftir grunnskólann reyndi ég að fara í menntaskóla, en það tókst ekki betur til en svo að ég hætti í októb- er! Mömmu og pabba leist nú ekki á það, svo ég fór vestur í Bolungar- vík til tvíburasystur mömmu og ætl- aði að vinna í fiski. En þá var auð- vitað enginn fiskur...! Ég fékk vinnu í búðinni hjá Einari Guðfinnssyni og átti svo að fá að fara heim í jóla- frí. Þá fór að snjóa, með þeim afleið- ingum að það var ekkert flogið frá 18. desember fram að 4. janúar og ég var föst í Bolungarvík! Það er í eina skiptið sem ég hef orðið einmana. Á aðfangadag fékk ég ólýsanlega heimþrá, brenndi mig í ofanálag og hringdi grátandi heim. Á jóladag rof- aði til, en þá flaug Flugfélag Islands ekki, svo pabbi kom á Frúnni og sótti mig. Ég fór ekki vestur aftur. Ég gæti ekki búið á stað þar sem hætta er á að lokast inni dögum saman, en dá- ist að sama skapi að þeim sem það gera." Unglingurinn Lára neitaði semsé aö fara aftur vestur í Bolungarvík og til að halda friðinn fékk hún leyfi til að setjast að nýju á skólabekk í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nú skyldi reyna á námið. „Það var alveg jafn leiðinlegt og mig minnti; ég entist í hálfan mán- uð!" segir hún skellihlæjandi. „En það var ferð til fjár - eða þannig... Þar kynntist ég nefnilega manninum mínum, Hauki Ólafssyni. Ég hafði að vísu hitt hann um haustið þegar ég var að reyna að koma honum og vinkonu minni saman án árangurs. Sameiginlegur vinur okkar var ein- hvern tíma í heimsókn hjá mér þegar Haukur kom að sækja hann, íklædd- ur þessum fínu jakkafötum og með slifsi. Ég var svolítið litrík á þessum tíma, krúnurökuð með skærbleik- an lokk og valin næst verst klædda stúlkan í MH! Ég spurði Hauk í gríni hvort hann vildi ekki bara byrja með mér - settist svo í fangið á honum daginn eftir í skólanum og kallaði hann ástina mína. Allt í gríni - en fimm dögum síðar var ég orðin yfir mig ástfangin af honum og sú ást er enn til staðar." Fimm barna móðir en engin húsmóðir Já, það er einmitt talað um það hvað þið eruð ástfangin. „Er talað um það? Það er reynd- ar alveg rétt, við verðum sífellt ást- fangnari með árunum. Við giftum okkur fyrir þrettán árum og eigum fimm börn. Hann er bara svo æðis- legur þessi maður. Ég er í raun stein- hissa á því að hann skuli enn vera jafn ástfanginn af mér og skuli ekki hafa hent mér fyrir löngu eins og mamma spáði þegar við vorum að byrja að vera saman. Hún benti mér á að ég þyrfti að vera duglegri við að þrífa af honum og elda fyrir hann, en ég er bara alveg ómöguleg í því. Ég er engin húsmóðir. Ég vil hafa snyrtilegt í kringum mig og vil ekki vera í drasli, en mér finnast ryk og dauðir hlutir ekki skipta neinu máli. Hins vegar er ég góð mamma." I því hringir síminn og eftir því hvernig Lára svarar er ljóst hver er að hringja. „Hce, ástin mín!“ segir hún. Talar við hann í smástund, slítur eftir fal- lega kveðju og segir. „Hann Haukur er stórkostleg- ur. Hann starfar sem verkefnastjóri hjá Hugsmiðjunni, sem sérhæfir sig í vefsíðum fyrir fyrirtæki, einkum ráðuneytin, og við hjálpumst að með heimilið og uppeldi barnanna. Svo skúrum við fýrirtæki saman tvisvar í viku." Hún segirþau eiginlega hafa byrj- að lífið saman á öfugum enda. Byrj- uðu á að leigja og voru orðin foreldr- ar þegar Lára var nýorðin nítján ára ogHaukur árinu eldri. „Það var ótrúleg óheppni að fyr- irtækið sem Haukur vann hjá fór á hausinn mánuði eftir að við byrjuð- um að leigja!" segir hún brosandi. „Hann fékk sem betur fer vinnu stuttu síðar og ég var að vinna á leik- skóla þegar ég uppgötvaði að við ætt- um von á barni. Þegar Lilja Sóley var fimm mánaða fór ég aftur út að vinna og Hulda, tengdamamma mín, pass- aði hana." Níu manna fjölskylda i Háaleitishverfinu Hjónin Helga Jóhannsdóttir og Ómar Ragnarsson með börnin sin sjö. „Heimilislifið var svona eins og í leikritinu Stundarfriður!" Hetjan Helga „Mamma erhetja sem kenndi okkur börnunum sínum að lita á erfiðleika sem reynslu." I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.