Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 42
62 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Veiðimál DV Umsjón: Jón Mýrdal (myrdal@dv.is) Allar ábendingar eru vel þegnar; veiðisögur, óvænt veiði, hverjir voru hvar við veiöar... Allt sem við kemur veiðum og veiðimennsku. Gæsaveiðin byrjar vel Þó að gæsaveiðitimabilið sé rétt byrjað þá höfum við hjá Veiðimálum Mýrdals fengið góðar sögur af gæsaveiðinni. Menn hafa verið að gera góða túra fyrir austan og heyrðum við afveiðimönnum sem fengu 25 gæsir í einu kvöldflugi á Fljótsdalsheiði. Sumir veiðimenn hafa fullyrt að þetta tímabil verði betra en í fyrra. Fullyrða þeir veiðimenn sem við töluðum við að heiðargæsaungarnir væru betur á sig komnir en á sama tíma í fyrra. Svo höfum við heyrt að grágæsaveiðar á Vestfjörðum gangi vel. Grágæs er líka byrjuð að sjást íræktuðu landi frá Selfossi til Hafnar í Hornafirði. Hvernig nær maður sér í byssuleyfi og veiðikort? Nú þegar gæsaveiðitímabilið er hafið er mikið um nýliða í sportinu. Við fengum Jóhann K. Birgisson hjá Vesturröst til þess að tína til það helsta sem menn þurfa til gæsaveiði. Magnveiðimenn á undanhaldi Veiðimaður vikunnar „Það hefur verið gríðarleg þróun í gæsaveiði á seinustu árum og búnað- urinn hefur breyst mjög mikið," segir Jóhann en hann hefur stundað skot- veiðar í mörg ár. „Það eru komnar vandaðri vörur. Til dæmis eru gervi- gæsimar orðnar mun betri. Með til- komu felubyrgja hefur gæsaveiði breyst mjög mikið. Nú emm við farn- ir að skjóta á kornökmm sem voru ekki til fýrir 10 til 15 árum síðan," segir Jóhann og bætir við að það hafl orðið gríðarleg aukning í skotveiðinni. Mikil auking í heiðargæsaveiði „Það hefur orðið mikil aukning í heiðargæsaveiði. Menn eru farn- ir að nenna því að fara upp á heið- ar og leita að gæsinni. Það sem hefur breyst mikið er að það eru komn- ir upp hópar sem fara saman að veiða. Þessir hópar eru jafnvel með ákveðin svæði á leigu. Það sem er skemmtilegast við þetta er að menn eru farnir að líta á þetta sem sport en ekki bara að fara og reyna að skjóta sem mest," segir Jóhann og bætir við að skotveiðimenn verði að bera virðingu fyrir landinu og bráð sinni. Mönnum beri að tína upp tóm skot- hylki og ekki skilja eftir særðan fugl. Jóhann tók til fyrir okkur þann bún- að sem allir skotveiðimenn verða að eiga. Góður byrjendabúnaður get- ur hlaupið á bilinu 50-200 þúsund krónum. Veiðimaður vikunnar að þessu sinni er enginn annar en stjórn- málamaðurinn Steingrímur J. Sig- fússon. „Það er nú bara ein ferð á ári á efra svæði Selár en við erum hópur sem hefur farið í ein 20 ár. Við förum yfirleitt upp úr miðjum ágúst. í þessum hópi eru meðal annarra mágur minn og kunn- ingjar og faðir minn var vanur að koma með en er kominn á þann aidur að hann er hættur þessu. Þetta er árlegt tilefni til að hittast. Ég er kunnugur Selá frá blautu barnsbeini enda er ég þar á mín- um heimaslóðum. Ég ólst upp við veiðar í Hafralónsá og Kverká og líka í Selá. Mér fannst skemmti- legast að veiða í Selá þegar það var sem erfiðast. Það kostaði mikla göngu og jafnvel tjaldlegu. í dag er kominn vegur meðfram ánni þannig að þetta er mik- ið breytt. Það sem gerði veiðina svona skemmtilega á efra svæðinu var þessi friður sem fylgdi vegleys- unni. Þeir sem nenntu að leggja þetta á sig komust þá á mjög frið- sælt svæði og það var oft mikil veisla þegar maður kom þangað. Veiðin getur verið erfið á þessu svæði og menn búa þarna í veiði- húsi sem er að stofninum til eyði- býlið að Leifsstöðum. Þessi dal- ur er alger gersemi. Selá er alltaf að verða betri og nálgast það að verða perla númer 1 ogþað stefnir vel í ár hjá henni. Ég hef nú orðið gaman af að sleppa fallegum fisk- um. Ég hefði þurft að láta segja mér það tvisvar þegar ég var kapp- fyllstur í veiðinni að fá ánægju út úr því að sjá fallegan fisk synda burt." Góðurgalli Þaðer alveg nauðsynlegt fyrirmennað vera i góðum galla. Það er ekki neitt leiðinlegra en að vera búinn aðkoma sérfyrir ogverðasvo skítkalt. Góður galli kostarfrá 33 tilðOþúsund krónum. Gotterað kaupa sér vönduð undirföt. Gæsave/ðar eru stundaðará haustin og veiðistbest þegarbyrjað eru aö kólna. Haglaskot Jóhann segir menn eiga að kaupa vönduð skot og mælir með hagiastærð frá númer 2 til 4. Það er nokkuð mismunandi hvað skot kosta. Fyrir byrjendur er gott að byrja áþvlað kaupa 25 til 50 skot. Jóhann K. Birgisson Jóhann hefur mikla reynslu Igæsaveiði og aðstoðar menn I veiðibúðinni Vesturröst. Aukabúnaður Jóhann segir að það sé alveg nauðsynlegt að vera með gott höfuðljós þegar menn eru að stilla upp gervigæsum. Belti fyrir skot verði allir að eiga eins og góða vettlinga. Byssa og gönguskór Menn þurfa aö vera í góðum gönguskóm eða vöðlum alveg eftir þvl hvar þeireruað veiða. Byssan er Ftemington 1 l-87og kostarhún 74þúsund krónur. Góður búnaður Góður byrjendapakki kostar frá 50 til 200 þúsund krónum. Gott er að eiga felunet eða felubyrgi. Gæsaflauta hjálpar til en menn verða að hlusta vel á gæsirnar áður en þeir byrja að flauta á móti þeim. Gott er lika að bæta viö gerviálftum og stilla þeim svolítið langt frá gervigæsunum. Svo er bara um að gera að skella sér I veiðina en muna það að bera viröingu fyrir landinu og bráðinni. Þeir sem hyggjast sækja skotvopnanámskeið þurfa við skráningu að gefa upp nöfn tveggja meðmæl- enda og kennitölur þeirra. Meðmælendur þurfa ekki endilega að vera skot- vopnaleyfishafar. Verðið á skotvopnanámskeiðinu og veiðikortanámskeiðinu er 25 þúsund krónur. Það er Veiðistjórnunarsvið Um- hverfisstofnunar sem hefur umsjón með námskeiðum fyrir þá sem sækja um skot- vopnaleyfi og veiðikort. ✓ Sakavottorð verður að saekia um hjá lögreglu, krónur 1.350. Læknisv°tt°rð - sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis. B t/ Nýleg passamynd. ✓ UjnSÓkn um A-réttindi hjá lögreglu, krónur ✓ Læknisvottorði og nýlegri passamynd skal skila inn til lögreglustöðvar í því umdæmi sem umsækjandi hefur lögheimili í, að minnsta kost viku aður en námskeið hefst. Lögreglan í Reykjavík er í Borgartúni 7b. Skal því skilað í umslagi merktu nafni umsækjanda. Um leið oq gognum er skilað inn er sótt um sakavottorð hjá logreglu. Læknisvottorðið þarf að vera utgefið sérstaklega vegna byssuleyfis. Almennt ÍSTTTír ekki tekið 9i,t UrnsaekJendur skila avallt lækmsvottorðum inn til lögreglu í þvi umdæmi sem þeir eiga lögheimili í. ikotvoj----------li veir fyrirlestrardagar í bóklegu nam (2x4 ímar) sem enda á prófi. Svera þarf 75% éttu á prófinu. Fyrir námskeiðið hafa allir imsækjendur fengið send námsgögn sem ,eir hafa kynnt sér. A skotvopnanamskeið- nu er fjallað um lög og reglugerðir sem rarða skotvopn, landrétt og veiðirétt, vopn >g skotfæri, meðferð skotvopna, öryggis- nál og fleira. Próf er tekið í lok bóklegs iluta seinni daginn. I verklega hlutanum ;em farið er í á þriðja deginum fara iimsækjendur á skotsvæði og er kynnt enn frekar meðferð skotvopna og að skjota at haglabyssu og riffli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.