Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006
Fréttir DV
Dögg Pálsdóttir
„Ég spai henni tíunda sæti enda fyrirsjáanlegt að konur ná ekki
langt i þessu prófkjöri."
„Dögg hefur sem lögmaður verið flokknum erfið i ýmsum málum
en mögulega nær hún upp i baráttusæti."
SigríðurAndersen
„Draumurinn um kvenkyns
frjálshyggjumann - niunda sæti."
Álitsgjafar DV röðuðu í vikunni upp væntanlegum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
því þeir eru afar sammála um það hvernig prófkjör flokksins muni fara í Reykjavík.
Flokkurinn gæti þvi sparað sér ómakið og losnað við innbyrðis deilur. Körlunum er al-
mennt spáð ofar en konunum en þó er kynskiptingin nokkuð jöfn ef litið er til þing-
mannafjölda.
Samantekt
1. Geir H. Haarde fær 100% stiga I
fyrsta sæti listans í Reykjavík,
rússnesk kosning.
2. Guðlaugur Þór Þórðarson fær 77
stig. Annað sætið innan seilingar og
einungis tveir álitsgjafar setja hann
neðará listann.
3. Björn Bjarnason fær 71 stig. Flestir
álitsgjafar telja hann öruggan með
þriðja sætið.
4. Guðfinna Bjarnadóttir, 57 stig.
Meirihluti álitsgjafa setur hana I
fjórða sætið.
5. Ásta Möller, 46 stig. Flest atkvæðin
falla á fjórða eða fimmta sæti.
6. Illugi Gunnarsson, 45 stig. Jafn
Ástu I baráttu um fjórða til fimmta
sætið.
7. PéturBlöndal, 38 stig. Talsverð
dreifing á bak við stigagjöf hans, allt
milli fjórða og tíunda sætis.
8. Sigurður Kári Kristjánsson, 22 stig.
Þarfað sætta sig við baráttusæti.
9. Birgir Ármannsson, 22 stig. I sömu
aðstöðu og Sigurður Kári.
10. Dögg Pálsdóttir, 11 stig. Virðist
eiga litla möguleika.
11. Grazyna M. Okuniewska, 6 stig.
Óvænt framganga en litlir möguleik-
ar.
12. Sigríður Andersen, 4 stig.
Hverfandi llkur á þingsetu.
Stefnir í harðan prófkjörsslag
í Siálfstæðisflokknum
Sjálfstæðismenn eiga í dag níu
þingfulltrúa í Reykjavíkurkjördæm-
unum tveimur og harður slagur er
í uppsiglingu innan flokksins um
örugg sæti á framboðslista hans
fyrir kosningarnar í vor. Samtím-
is er prófkjörið lokahrinan í valda-
baráttu sem staðið hefur innan
flokksins undanfarið í kjölfar brott-
hvarfs Davíðs Oddssonar úr for-
mannsstólnum. Margt bendir til að
flokksarmur Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra sé að fara með fulln-
aðarsigur í þeirri baráttu og fast er
sótt að sitjandi þingmönnum. Þykir
atíaga Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að
Birni Bjarnasyni hvað hörðust og eru
þeir ófáir sem telja að slæmt gengi í
prófkjörinu muni kosta hann mögu-
legan ráðherrastól. Það er þvf óhætt
að segja að Björn Bjarnason rói nú
lífróður fyrir pólitískri framtíð sinni.
Sitjandi þingmenn, eins og Birgir Ár-
mannsson, Sigurður Kári Kristjáns-
son, Pétur Blöndal og jafnvel Ásta
Möller eiga öll á hættu að lúta í lægra
haldi fyrir sterkum framboðum Guð-
finnu Bjarnadóttur og Uluga Gunn-
arssonar. Þau þykja bæði líkleg til að
skjóta þingmönnunum ref fyrir rass
í prófkjörinu og um leið skapa sér
styrka stöðu í valdakjarna flokksins.
Dögg Pálsdóttir, Sigríður Andersen
og Grazyna M. Okuniewska gera all-
ar tilkall til öruggs sætis á listanum
og án einhverrar þeirra yrði kynja-
skipting listans kvenréttindakonum
mikil vonbrigði.
Illugi Gunnarsson
„Velliðmn ogkemur ferskur inn, nærþriðja
sætinu - simpatískur ogansigóðuri gervi
krata með grænar áherslur."
„Hefur þegarsannaðsigog hlýtur aðná
nokkuð langt íþessu prófkjöri."
„Illugi hefur lengi verið eittmesta efni
sjálfstæðismanna og eftirlæti fjölmiðla-
manna. Hann mun hljóta næsta örugga
kosnlngu."
ÁstaMöller
„Óljóst meö hana - en virðist vera
að ná i gegn núna og liklegt að
flokkurinn vilji halda góðum
konum inni, sjöunda sæti."
„Á sitt fylgi ogsinmálsem duga
henni í sjöunda sætið."
„Nýtur þess að vera kona en
framboð Guðfinnu heldurÁstu i
neðri sætum."
„Ásta og Pétur Blöndal taka fjórða
og fimmta sætið og ólíklegt að þau
Guðfinna og lllugi hafi þau."
BirgirArmannsson
„Attunda sæti, duglegur og endalaust almennilegur, flýtur áfram á þvi og sumum
gæti fundist hann rödd skynseminnar i flokknum."
„Hefur unnið sig íálit. Simpatískur náungi sem höfðar til hófsamra."
„Birgir er grandvar og duglegur drengur en hann er helst til dauflegur til að menn
muni eftir honum iprófkjöri afþessari stærð. Geri samt ráð fyrir að hann verði í
öðru baráttusætinu."
„Birgir og Sigurður Kári verða i vandræðum í þessu prófkjöri, gæti jafnvel verið velt
úr sessi afSigriði Andersen og Dögg Pálsdóttur."
Pétur Blöndal
„Tíunda sæti, gæti dottið neðar en sennilega tórir hann inni
vegna þess hve hann býður sig fram í hátt sæti."
„Fjórða sætið, maður hinna hagrænu skynsemishyggjumanna."
„Sól Péturs hefur risið hærra áður en hann hlýtur þó að lafa inni."
Siaurður Kári Kristjánsson
„Tórfrinni eitt timabil enn, flýturá frjálshyggjufólkinu
Isjöttasætil."
„Dugnaóarstrákur en örugglega ekki allra. Áttunda
sæti."
„Sigurður Kári hefur verit duglegur og hægri armur
flokksins mun launa honummet áframhaldandi
þingsetu."
„Ungirmenn allra flokka hafa valdil vonbrigtum
sítasta kjörtímabil og sérstaklega á þat vit um Sigurt
Kára og Birgi Ármannsson."
20-30% afsláttur af rúmum
Nýtt kortatímabil
Baðsloppar
20% afsláttur
Handklæði
30% afsláttur
Rúmteppasett
20-40% afsláttur
Sængurfatnaður
20% afsláttur
Utsala
20-40% afsláttur
C
rúmco
Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14