Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006
Helgin PV
Hera Jacobsen hitti uppáhaldsstjörnuna sína hana Birgittu Haukdal á Geysir Bistro Bar og spuröi hana
nokkurra spurninga - beint frá hjartanu. Hera á barnadiskinn Perlur sem Birgitta sendi frá sér fyrir síðustu
jól og á sér nokkur uppáhaldslög á disknum.
Jólamaturinn hennar
mömmu er bestur í heimi"
Blaðakonan Hera kom vel undirbúin íyrir viðtalið. Hún hafði
skrifað spumingarnar í þar til gerða minnisbók svo hún færi nú
ekki út af sporinu. Það var ekki að sjá annað en að Birgitta hafi
skemmt sér konunglega.
Það er best að kynnast bakgrunni
viðmælanda ágætlega áður enlengra
er haldið og þetta virðist Hera vita og
byrjar á klassískri skólaspurningu.
„Eg var í skóla á Húsavík sem þá hét
Barnaskólinn á Húsavík. Þegar ég
varð eldri fór ég í heimavistarskóla á
Laugum. Við bjuggum sem sé í skól-
anum og gerðum allt þar, borðuð-
um, sváfum, lékum okkur og lærð-
um," segir Birgitta dreymin. Hera er
alveg heilluð af hugmyndinni um
heimavistina enda finnst henni fátt
skemmtilegra en að vera í skólan-
um.
Ósk mín skærasta
Hera segist hafa gaman af því
að syngja. Hún spyr Birgittu af ein-
lægum áhuga hvaða lag henni þyk-
ir skemmtilegast af þeim sem hún
hefur sungið. „Það heitir að eilífu.
Rosalega rólegt og fallegt lag. Þetta
er svona ástarbréf sem ég er að
„Ég væri svo alveg til í
að eignast hundþegar
ég er orðin stór."
syngja," segir Birgitta. Nei, Hera hef-
ur ekki heyrt það lag. Spjallið berst
þá að plötunni Perlur, bamadiskn-
um sem Birgitta gaf út fyrir síðustu
jól. Þær em í engum vafa um hvert
sé besta lagið á þeim disk og segja í
einum kór: „Ósk mín skærasta," og
þá er hlegið.
Viktoría og Prinsessa
„Ég á fisk," segir Hera. „Átt þú
einhver gæludýr?" spyr Hera Birg-
ittu. „Nei ekki núna. En ég hef átt tvo
ketti. Fyrsta kisan mín afrekaði það
að ná níu ára aldri. Hún hét Ron-
ja eins og Ronja ræningjadóttir. Svo
fékk ég mér aðra kisu sem hét Vikt-
oría. Og svo átti ég Prinsessu sem
var kanína. Ég væri svo alveg til í að
eignast hund þegar ég er orðin stór,"
segir Birgitta og glottir.
Birgitta og bókasafnið
Talið berst að bókum og Hera
heillast upp úr skónum þegar Birgitta
segir henni að hún hafi búið til heilt
bókasafn með vinkonum sínum þeg-
ar þær voru litlar. „Mér fannst ofsa-
lega gaman að búa til sögur þegar ég
var lítil. Mamma og pabbi gerðu það
reglulega fyrir háttinn að spinna upp
heilu sögurnar fyrir mig. Mér fannst
þetta mjög heillandi. Þegar ég varð
aðeins eldri tókum við okkur sam-
an vinkonurnar og bjuggum til eina
bók á dag í þó nokkurn tíma. Bæk-
urnar stöfluðust upp þannig að úr
varð bókasafn. Svo tókum við bækur
eftir hvor aðra af bókasafninu - allar
myndskreyttar og fínar," segir Birg-
itta.
Jólamatur - bestur í heimi
Hera og Birgitta komust að því að
þær eiga ýmislegt sameiginlegt og eitt
af því var uppáhaldsmatur og uppá-
haldskaka. „Jólamaturinn hennar
mömmu er bestur í heimi," segir Birg-
itta. Hera tekur undir þetta en hennar
jólakokkur er þó afi hennar sem eldar
alltaf lambakjöt. í eftirrétt kemur svo
ekkert annað til greina fýrir þær stöll-
ur en frönsk súkkulaðikaka og lýsing-
ar þeirra á þessari naumalegu köku
eru ekki hafandi eftir því það myndi
bara valda því að fólk fengi þráhyggju
fyrir franskri súkkulaðiköku.
Hera Jacobsen tók viðtalið
Berglind Hasler tók saman