Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1973, Qupperneq 13

Freyr - 01.10.1973, Qupperneq 13
Eldisker í laxeldisstöð — búnaður með fullkomnasta sniði. Þegar hrognum og svilum hefur verið hrært saman er hrognunum eftir nokkurn tíma (5 mín. — 2 klst.) hellt varlega í fötu, sem er hálffull af vatni. Bezt er að halla fötunni um leið og þetta er gert, svo að hrognin falli ekki beint niður í vatnið, heldur renni niður hliðar fötunnar. Á þessu stigi er rétt að hreinsa sprungin hrogn og annan óþrifnað úr hrognunum. Því næst eru hrognin látin standa í hálf- tíma til klukkustund, áður en þau eru lögð niður í klakstokkana eða skápana. Ekki getur það talizt frágangssök, þótt töluvert lengri tími líði, áður en hrognin eru lögð niður, ef vatnshiti er lágur. Þó verður að mæla með, að það sé gert innan 6 klukkustunda. Nýting frjóvgunar Hægt er að rannsaka hvort hrogn hafa frjóvgast, með því að láta þau liggja í sterkri ediksýru í nokkrar mínútur. Ef sólarhringur er liðinn frá frjóvgun, verður fóstrið í þeim hrognum, sem frjóvguðust, hvítt, annars verður allt hrognið hvítt. Þannig er hægt að finna út, hve mikill hluti hrognanna hefur frjóvgast með því að taka sýnishorn og finna, hvaða prósenta af hrognunum er frjóvguð. Má ætla að sama prósenta af öllum hrognunum í þeirri klakskúffu sé frjóvguð. Hrognamælingar Sérhver klak- og eldisstöð þarf að vita nokkurn veginn, hve mikið magn af hrogn- um hún hefur til klaks. Til að fá vitneskju um það er hrognamagnið mælt, um leið og hrognin eru lögð niður. Algengast er að mæla hrognin eftir rúmmáli. Til þess er notað lítramál, sem tekur einn lítra, með kvarða, sem sýnir tíundabrot úr lítra. Gæta verður þess að hella vatni af hrogn- unum eins og hægt er og lofa þeim að botnfalla vel, áður en lesið er af. Venju- legt er að láta ca 1—1,3 lítra í klakskúffu, sem er að stærð 33X63 cm, þó að skað- lausu megi láta 1,5 lítra. Til þess að vita hrognatöluna verður auðvitað að vita hrognafjöldann í hverjum lítra, en hann fer eftir stærð hrognanna. Hrognastærðin er mæld með því að telja þann fjölda hrogna, sem hægt er að raða í einfalda röð í 25 cm langan stokk. Gerð hefur verið tafla (sjá bls. 440) þar sem hægt er að lesa úr hrognafjöldann í einum lítra, ef vitað er um hrognafjöldann í stokknum. Þannig fær stöðvarstjórinn greinargóða hugmynd um hrognafjöldann í stöðinni. Nauðsynlegt er að skrifa niður kreistingardaginn. Einn- F R E Y R 439

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.