Freyr - 01.10.1973, Side 21
Tafla 2. Snýkjudýr viltra sauðn'auta
Sníkjudýr Staður
Taenia sp. Ellesmere eyja, Thelon V. F.1
Filaria sp. Ellesmere eyja, Thelon V. F.
Moneizia expansa Ellesmere eyja, Thelon V. F.
Moneizia sp. Bathurst eyja, Nunivak eyja, Grænland.
Eimeria cf. crandallis Bathurst eyja.
Eimeria cf. faurei Bathurst eyja.
Eimeria ? sp. nov. Bathurst eyja.
Eimeria sp. Devon eyja.
Cysticerus tenuicollis Ellesmere eyja, Thelon V. F
Dictyocaulus viviparus Ellesmere eyja, Nunivak eyja, Thelon V. F.
Nematodirella longispiculata Ellesmere eyja, Thelon V. F., Bathurst eyja
Nematodirella alcidis Nunivak eyja.
Nematodirus tarandi Nunivak eyja.
Ostertagia circumcincta Ellesmere eyja, Thelon V. F.
Echinococcus granulosus Ellesmere eyja, Thelon V. F.
Capillaria sp. Bathurst eyja.
Actinomyces sp. Grænland.
Actinomyces hovis Ellesmere eyja, Nunivak eyja, Prince of Wales eyja.
Haemonchus sp. Nunivak eyja.
Trichostrongylus sp. Nunivak eyja.
i Thelon Villidýra Friðland, Norðvestur Kanada.
öðlast náttúrlegar líkamsvarnir á móti.
Samanburður sníkjudýra á þessari skrá við
athuganir á íslenzkum búpeningi væri
fróðlegur. Þegar sauðnautabúin voru stofn-
sett í Alaska, Kanada og Noregi, þá var
þetta mál þaulhugsað og vandlega að þessu
gætt. Nákvæmt dýralækniseftirlit var haft
á dýrunum frá degi til dags og reglu-
bundnar athuganir á saur gripanna fór
stöðugt fram, og er svo enn í dag. Engin
veikindi eða sjúkdómar hafa borizt með
þessum innfluttu sauðnautum og það er
ekki minnsta ástæða til þess að halda að
öðruvísi yrði á íslandi. Hinsvegar er sjálf-
sagt að gera allt mögulegt til þess að forð-
ast þessa hættu, þó lítil sé, ef sauðnaut
verða flutt til íslands. Skoða ætti dýrin
nákvæmlega af dýralækni rétt eftir að
þau eru handsömuð og síðan má hafa þau
sér í sóttkví um langan tíma, t. d. á eyju
þar sem er sæmilegur hagi og ekki aðrir
gripir. Þar má halda áfram athugunum
eins og þeim, sem lýst er að ofan.
Reynslan annarsstaðar hefur leitt í ljós
að mesta hættan á þessu sviði er sú, að
sauðnautin veikist af sníkjudýrum annars
búfénaðar, og eins og áður segir hafa þau
litla náttúrlega mótstöðu gegn mörgum
þeim sníkjudýrum, sem viðhafast í sauðfé
og nautgripum. Það þarf því ekki síður að
leggja áherzlu á að sauðnautin hafi sem
minnst samband við sauðfé og nautgripi,
F R E Y R
447