Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1973, Qupperneq 44

Freyr - 01.10.1973, Qupperneq 44
upp úr því, að nýta sem bezt þá birtu, sem fyrir væri, og allt væri því gert til þess að hanna sem björtust og hentugust hús, og að koma þeim sem haganlegast fyrir, venjulega með gafla austur-vestur, svo þau næmu sem mest ljós. Jón kvað ekki unnt að neita, að plasthús hefðu vissa kosti umfram glerhús, en hann áleit þó að ó- kostir þeirra væru fleiri og þeirrar skoðun- ar væru flestir garðyrkjubændur Norður- landa. Jón kvað Norðmenn byggja vönduð hús, og hefðu alla tíð lagt áherzlu á það, enda væru uppkomin gróðurhús í Noregi dýr, eða 150—200 Nkr hver fermetri. Færi verið þó mjög eftir því, hversu mikið kapp væri lagt á sjálfvirkni og nauðsynlegan stýribúnað henni tilheyrandi. Jón sagði, að ef gengið væri vel frá gleri gróðurhúsa, reyndist brothætta þess aldrei yfirþyrm- andi vandamál í Noregi, en þar gætu vind- ar stundum gnauðað svo um munaði þótt mikill veðurofsi væri þar sjálfsagt sjald- gæfari en hér. Ráðunauturinn vék að því, að lögð væri rík áherzla á að hafa loftræsikerfi húsa afkastamikið og gott, þannig að það full- nægði þörfum ræktunarinnar. í þeim til- gangi kvað hann viftubúnað að vísu þekkj- ast í Noregi, en þó hefði hann aldrei náð þar teljandi útbreiðslu og myndi vart gera á komandi árum, því bæði væri hann dýr í stofnkostnaði og rekstri, ef hann ætti að vera fullnógur til loftræsingar. Auk þess þættu mönnum vifturnar hávaðasamar í meira lagi. í Noregi sem og á hinum Norðurlöndunum kvað Jón nú mesta á- herzlu lagða á að byggja gróðurhús úr áli, og væri þá unnt að velja á milli burðargrinda úr áli eða galvanhúðuðu járni. Viðhaldskostnaður slíkra húsa væri lítill. Jón sagði 16 og 20 m breið hús lang- vinsælust, og væru þær breiddir því mest byggðar. Sérstaklega þættu þessar stærðir henta vel fyrir ýms blóm svo og til rækt- unar á gúrkum og tómötum. Aðspurður um hitun og hitakostnað húsa, upplýsti Jón, að kynnt væri með olíu og að kostnaður væri nokkuð breytilegur eftir veðurskil- yrðum héraða og landshluta, en algengt væri að árskostnaður á fermetrann næmi um 300—350 ísl. krónum. Hérlendis væri því varmakostnaður greinilega afar lágur. Jón kvað meðalstærð gróðrarstöðva í Noregi vera til muna minni en hér á landi, eða aðeins um 900 m2 glerflöt á stöð, en hér um 11—1200 m2, en þar kæmi líka til, að mjög víða væri ræktun í gróðurhúsum stunduð með öðrum búskap, ekki sízt væri það þannig hjá mörgum, sem stunduðu gúrku- og tómatarækt. Jón kvað Roga- landsfylki langþýðingarmesta ylræktar- fylkið hvað varðar tómata og gúrkur. Blóm væru ræktuð á víð og dreif um allt landið. í nyrztu héruðum (fylkjum) Noregs væru t. d. nær eingöngu ræktuð blóm, jafnt af- skorin blóm sem stofublóm. Taldi ráðu- nauturinn, að í Norður-Noregi væru máski aðeins finnanlegir 3—4 tómat- og gúrku- framleiðendur, og að ylræktarstöðvar væru þar líka fáar og smáar. í erindum sínum hvatti Jón framleið- endur til þess að tæknivæða eins og tök væru á, en sagðist hins vegar gera sér það ljóst, að slíkt væri hér verulegum erfið- leikum bundið bæði vegna smæðar rekst- urseininga (húsa) og í mörgum tilvikum óhentugs fyrirkomulags. Einnig hvað hann sér ljóst, að þetta væri mun dýrara hér en annars staðar, því allan útbúnað og annað nauðsynjaefni til ylræktarreksturs þyrfti að flytja inn, tollar væru háir og því þannig illa að garðyrkjunni búið, miðað við hvað þekktist annars staðar. Kvað Jón þetta t. d. greinilega sjást á flest- um gróðurhúsum hér og þeim búnaði, sem þeim tilheyrði. Menn hefðu sýnilega orðið að spara um of á öllum sviðum og alla tíð, og slíkt væri til skaða og tefði fyrir heilbrigðri og eðlilegri þróun ylrækt- ar. Hafi garðyrkjuskólinn á Reykjum þökk fyrir að stuðla að komu Jóns Stene hingað til lands, og sömuleiðis þökk fyrir ánægju- lega og eftirminnilega helgi og höfðingleg- ar veitingar fundardagana. Ó. V. H. 470 F R E V R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.