Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1973, Síða 45

Freyr - 01.10.1973, Síða 45
NORSK EFNAHAGSAÐSTOÐ við byggingu votheyshlaðna, eru veruleg svo sem frá hefur veið greint í Frey, enda hefur hrað- þróun á því sviði verið meðal hænda að verka vothey. Ríkið veitir efnahagslega aðstoð allt að 60% af kostnaði við að reisa votheyshlöður, en í þeim kostnaði er talinn allur frágangur, með frá- rennsli vökvans og söfnun hans í geymi. Hámarks- upphæð til einstaklings er þó ákveðin, en hún nemur, samkvæmt núgildandi lögum þar í landi, 7000 krónum norskum eða um það bil 110.000 ís- lenzkum með núverandi gengi. Bændur hafa notfært sér þessa aðstöðu í stórum stíl og á þann hátt aflað fóðurs á sérlega ódýran hátt og með efldum verkunaraðferðum, þar sem maurasýran er, öðlast afbragðsfóður handa jórtur- dýrum. SVÍAR hverfa frá mjólkurframleiðslu og svo hefur verið um 20 ára skeið samfleytt. Er nú svo komið, að þeir flytja til landsins mjólk og mjólkurvörur í nokkrum mæli á vissum árstímum. Árið 1950 voru 268.000 mjólkurframleiðendur í Svíaríki, en 1972 aðeins 72.000. Kúastofninn hefur Iíka rýrnað stór- lega, því að 1950 voru kýrnar 1.635.000, en 1972 aðeins 693.000. Hinsvegar hefur afurðamagn á kú aukizt mikið, eða frá 2.910 kg á árskú að meðal- tali í 4.300 kg á tímabilinu. í eftirlitsfélögunum eru nú 49% af kúnum, en aðeins 23% árið 1950. f landinu eru starfandi 137 samvinnu-mjólkur- stöðvar, er taka á móti 95% af allri mjólkurfram- leiðslunni. STÓRFRAMLEIÐSLA ALIFUGLAAFURÐA Frá því hefur verið sagt í FREY nokkrum sinnum, að erlendis virðist allt stefna að því, að afurðir alifugla séu að verða ein grein á verksmiðjufyrir- komulagi í framleiðsluháttum. Nýverið er frá því sagt, að í Bretlandi stefni nú ört til þessa og er nefnt sem dæmi, að fuglakóngurinn W. EAST- WOOD, sem að undanförnu hefur verið langstærsti framleiðandi eggja og fuglakjöts þar í Iandi, hafi nú ákveðið að auka varphænufjölda sinn úr 4,3 milljónum í 6,3 milljónir. Markmið hans er að framleiða 20% af öllum eggjum, sem framleidd verða í Bretlandi, og til þess að geta þetta hefur hann sótt um að mega byggja svo að hann geti aukið stofninn í 12 milljónir hænsna. Einnig er það ætlan hans að gerast framleiðandi að 20% holdakjúklinga þar í Iandi, og hann er ekki langt frá því marki því að sala hans af þeirri vöru er nú talin vera 43 milljónir kjúklinga. En hann er ekki bara við þessar tvær fjalir felldur. Hann er líka kalkúnaframleiðandi og er svo sagt, að framleiðsla hans á því sviði sé nú árlega 2 milljónir kalkúna. Það er enginn smá- bóndi, sem hér um ræðir. RÝRNUN KÚASTOFNS SVÍA á síðari árum, hefur haft í för með sér truflanir í kynbótastarfseminni vítt um sveitir. Nautgripasæðingar voru um skeið almennar og vel kerfaðar og eru það raunar enn, en í um- ræðum í félagsskap nautgriparæktarmanna s.l. vetur var í alvöru um það talað að hafa frjálsari athafnir í atferli félagsmanna í þeim efnum, með öðrum orðum: slaka á félagsbundnum fyrirmælum og ákvörðunum, m. a. að leyfa nautahald hér og þar, sjálfsagt af því að sumstaðar eru orðnar mikl- ar fjarlægðir milli bænda, sem stunda nautgripa- rækt. Á meðal annarra atriða, sem einnig voru á dag- skrá, var spurningin um hvort doðahætta í kúm sé að einhverju leyti arfgeng. Við þær umræður var því slegið föstu, að eðlilegt sé að aldrei skuli alin naut undan kúm, sem fengið hafa doða. Á það var þó einnig bent um leið, að sjálfsagt færu eigendur afbragðs kúa ekki að lýsa því yfir, að þessi eða hinn kostagripur hafi fengið doða, einu sinni eða oftar, ef von sé um góða sölu afkvæma kýrinnar. Á hinu Ieitinu töldu menn eðlilegt að rannsaka og prófa að hve miklu leyti er um að ræða arf- geng fyrirbæri, sem leiða til doða. Virtist þar eðii- Iegt að álykta, að fyrirbærið sé háð lífeðlisþáttum í efnaskiptum skepnanna, eða svo tjáir blaðið I.AND, er sagði frá þessum málum á liðnum vetri. FRÆNDUR OKKAR Norðmenn, sendu á markað 1663 milljónir lítra mjólkur árið sem leið. Þar í landi eru nú 63.500 bændur, sem eiga kýr. Þar safnast smjörbirgðir og því um kennt, að verð á smjöri hafi hækkað 60% frá fyrra ári. Til þess að eiga alltaf næga mjólk til neyzlu telja Norðmenn nauðsynlega offram- leiðslu samtals 125 milljónir lítra á ári. Mjólkur- búunum fækkar þar en mjólkurframleiðslan er vaxandi. F R E Y R 471

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.