Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1979, Side 10

Freyr - 01.05.1979, Side 10
vegi. Vallarsveifgras þolir traðk og umferð vel og er því mikið notað í íþróttavelli og grasfleti í skrúðgörðum. í vætutíð síðsumars og á haustin vill mjöl- sveppur setjast á blöð vallarsveifgrass, og veldur hann því, að skepnur sneiða hjá grasinu. Vallarsveifgras þolir beit ágætlega. Stofnar. Margir stofnar eru til af vallarsveifgrasi, og eru þeir 79 á skrá OECD árið 1977. Hér hefur um tylft þeirra verið reynd í tilraunum. Einna bestur hefur stofninn Fylking frá Svíþjóð verið, en norski stofninn Holt, sænsku stofn- arnir Atlas og Primo og danski stofninn Norma-Ötofte hafa líka reynst vel. Uppskera. Þótt vallarsveifgrasið sé fremur lágvaxið, getur það orðið mjög þétt og því gefið mikla uppskeru. Vallarsveifgras skríður yfirleitt í júní eða fyrst í júlí í meðalári og þyrfti að slá það um skrið, því að næringargildi þess minnkar fljótt eftir skrið. Endurvöxtur vall- arsveifgrass er góður, og sé það slegið, áður en það sprettur úrsér, geturfengist mikill og góð há af því. Vallarsveifgras er talið fremur lostæt jurt og skepnur sækjast gjarnan í að bíta það, einkum á haustin. Vallarsveifgras er stein- efnaríkt, sé það ekki svelt. Notkun. Vallarsveifgras er sjaldan notað eitt sér heldur í blöndum með öðrum tegundum, einkum vallarfoxgrasi og túnvingli, annað hvort hvoru fyrir sig eða báðum saman. I blöndum, þar sem vallarfoxgras er megin- uppistaðan, er vallarsveifgrasinu ætlað að sjá um háarsprettu og fylla í skellur, sem koma kunna í svörðinn. Blanda af vallar- sveifgrasi og túnvingli ætti að vera ákjósan- leg beitarblanda, því að bæði þola beit vel. TÚNVINGULL. Uppruni. Túnvingull (Festuca rubra) vex villtur beggja vegna Atlantshafsog eralgengurhérá landi. Hann hefur frá landnámstíð verið notaður til beitar og slægna og í seinni tíð er hann aðal- grasið, sem notað er við uppgræðslu örfoka lands. Lýsing. Túnvingull er puntgras. Besta einkennið á honum erblöðin. Þau eru mjó. Blöðin ásjálfu stráinu eru flöt, en neðri blöðin eru uppvafin, þannig að þau eru þráðlaga. Túnvingull hef- ur margar jarðrenglur og vex í breiðum. Hann er yfirleitt dökkgrænn á lit, lágvaxinn (40—80 sm), en þéttvaxinn. Vaxtarskilyrði. Ef til vill getur ekkert túngrasanna lifað við jafnbreytileg skilyrði og túnvingull. Hann vex ágætlega í illa ræstum mýrartúnum, en kann 274 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.