Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 12

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 12
í frjórri jörð getur það enst mjög vel. Það þolir beit ágætlega og sáir sér í túnum, þar sem vaxtarskilyrði eru góð, og ryður öðrum grösum frá. Stofnar. Lítið er um það, að ræktað sé fræ af eiginleg- um háliðagrasstofnum. Þeir eru aðeins 3 á skrá OECD. Miklu algengara er, að fræi sé safnað af háliðagrasi, sem vex villt í nágrenni fræsölufyrirtækja. Það fræ, sem best hefur reynst hér, kemur frá Oregon, en því mun safnað aí háliðagrasi, sem vex þar villt í fjöllum. Uppskera. Háliðagras gefur þokkalega uppskeru þar, sem skilyrði eru góð, en hefur ekki borið af öðrum tegundum í samanburð'artilraunum hér á landi. Háliðagras fer að spretta mjög snemma á vorin og skríður grasa fyrst, oft í endaðan maí. Það er því iðulega trénað og úr sér sprottið um það leyti, sem önnur grös eru að verða sláandi. Þetta vill verða til þess, að háliðagrasstaða er oft orkusnauð vegna þess, að háliðagrasið er slegið of seint. Auk þess er háliðagras fremur steinefnasnautt. Endurvöxtur er góður og háliðagras getur gefið góða há. Háliðagras þolir beit vel, en skepnur eru ekki sérlega sólgnar í það. Notkun. Háliðagras hefur einkum verið notað hér í blöndur með vallarsveifgrasi og túnvingli og verið ráðlagtþar, sem kalhættaer.Trúlegaer þetta alröng notkun. Vegna þess, hve há- liðagrasið erfljótvaxið, hentar það mjög illa í blöndur með öðrum grösum, en hins vegar mjög vel til að lengja sumarið, þ.e. að byrja það fyrr. Með því að sá háliðagrasi einu sér í raklend tún ætti að vera hægt að fá góða vorbeit, eða með því að verja það gegn beit, í góðar tún- spildur, þar sem byrja mætti túnaslátt mjög snemma, t.d. um miðjan júní. Sennilega kæmi þetta ekki síðurtil greina á Suðurlandi og öðrum stöðum, þar sem kalhætta er lítil, heldur en á kalhættusvæðum. HÁVINGULL. Hávingull (Festuca pratensis) er talinn hin besta fóðurjurt, bæði til beitar og siáttar. Hér á landi vex hann villtur á einum stað, þ.e. við Pétursey. Hans verður ekki mikið vart í túnum, enda mun hann ekki endast þar lengi. Hávingull erhávaxin jurt(70—100 sm) með fremur mjó blöð, dálítið snörp. Punturinn er mjór með fremur fáar hliðargreinar. Hávingull þrífst best í frjósömum moldar- jarðvegi, þar sem raki er nægur. Vonlaust er að ætla að rækta hann í þurrum sandi. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með hávingul hér á landi. Reynslan er yfirleitt sú, að stofnarnir endast stutt, en geta gefið dá- góða uppskeru, meðan þeir endast. Best hafa reynst stofnarnir Löken, Salten, Ötofte og Tammisto. Hávingull hefur verið í V-blöndu MR, en lítið notaður að öðru leyti. 276 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.