Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1979, Page 25

Freyr - 01.05.1979, Page 25
Nauðsynlegt er að þekkja vel hætti iaxins, en margt getur verið að varast ef fara á að stunda kyn- bætur á „viiltum" laxastofni. Myndin er tekin frá könnun á göngulaxi á Kálfá 1977. kennda pörun, er að setja ófrjóvguð hrogn úr einstökum hrygnum í nokkur ílát, sem ekki er hægt að þekkja sundur. Velja skal hænga af handahófi og frjóvga hrogn úr hverri hrygnu með svilum úr tveim eða fleiri hængum. önnur aðferð, sem tryggir jafnvel meiri handahóf í pörun, er að velja nokkrar hrygn- ur (t. d. fimm) og nokkra hænga. Ófrjóvguð- um hrognum úr þessum fimm hrygnum er blandað saman og síðan skipt af handahófi í fimm ílát. Tveir eða fleiri hængar eru síðan notaðir til frjóvgunar í hverju íláti. Þessi að- ferð líkir eftir því, sem gerist í náttúrunni, þar sem hrygnurnar grafa hrognin í margar holur, nokkur hundruð í hverri. Hængarnir, aftur á móti, leita alltaf að nýrri hrygnu, sem er að fara að hrygna. Þetta flökt hænganna á milli hrygnanna tryggir margbreytileika í laxastofninum, og rétt er að mæla með, að eldisstöðvartaki þettatii fyrirmyndar, miðað við þá þekkingu sem fyrir hendi er. Hlutfall kynjanna í stofnfiski. í flestum tilfellum má komast af með mun færri hængaen hrygnurtil undaneldis. Hægt er að mæla með því, að hængar séu aðeins um 20% af stofnfiskunum. Þar, sem mjög margir laxar eru notaðir í undaneldi, t. d. yfir 1.000, er hugsanlegt að lækka hlutfall hænga niður í 10%. Hægt er að kreista hvern hæng a. m. k. fjórum sinnum á móti fjórum til níu hrygnum. í öllum tilfellum, nema þar, sem um mjög fáa undaneldisfiska er að ræða, ætti ofannefnd aðferð að tryggja það, að um skyldleikarækt verði ekki að ræða, og vera til mikils hagræðis fyrir laxabóndann á tvennan hátt: a) Hægt er að slátra fleiri hængum. b) Minni tjarnir þarf undir undan- eldisfiskinn. Æskilegt er, að frjóvguð hrogn séu úr laxi, sem gengið hefur upp á mismunandi tímum. Það getur ekki talist ráðiegt að fylla klak- húsið með hrognum úr hrygnum, sem t. d. eru snemm- eða síðgengnar. Stofnfiskurinn ætti frekar að vera einkennandi fyrir allan göngutímann. Aðeins er hægt að’ mæla með því að fá viðbótarhrogn (úr villtum laxi), ef skorturerá laxahrognum í eldisstöðinni. Þó er hugsan- legt, að slíkur aðkomustofn geti gefið eldis- stofninum jákvæða erfðaeiginleika, einkum er ætlunin er að koma á laxagöngum þar, sem iax hefur ekki verið fyrir, og villilaxinn, sem notaðurertil blóðblöndunar, erættaður úr nágrenni þess staðar. FREYR 289

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.