Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 28
Það er vandinn að fóðra
þannig, að hyorki verði of
né van. Til þess þarf bæði
fóðurfræðilega þekkingu,
natni; og glöggskyggni á
eiginleika fóðursins og þrif
búfjárins hverju sinni.
komið í Ijós, að eftirtalin atriði hafa meira og
minna farið saman á þeim bæjum, þar sem
mest hefur verið kvartað undan þessu:
Lömbin mjög væn, enda verið fóðruð á góðri
töðu og mat að vild, jafnvel 100—200 g. á
dag, frá því, eða fljótlega eftir, að þau voru
tekin á hús. Samfara þessu hafa þau gjarnan
verið tekið snemma (okt.) á hús að mestu eða
öllu leyti: Fjárhúsin oft illa loftræst, verst í
stillu, og oft þröngt á lömbunum. Því er aftur
ekki að neita, að til eru bú, þar sem ófrjósemi
stafar fremur af of knappri fóðrun og af-
skiptasemi, en fyrrnefnda ástæðan er mun
algengari, og etv. sú eina hér norðanlands
og verður því ekki rædd frekar.
Að sjálfsögðu þurfa lömbin að taka út
eðlilegan þroska og vöxt á þessum tíma, sem
endranær, en án þess þó að offitna. Sá grun-
ur er fyrir hendi, að miklum vænleika þegar
lömbin koma af fjalli, geti fylgt minni vaxtar-
geta í einhvern tíma á eftir, enda þekkt að lyst
er tiltölulega lítil fyrsta kastið í túni.
Nauðfóðrun skapar því fremur fitumyndun
en vöxt. Allt öðru máli gegnir að sjálfsögðu
um lömb, sem af einhverjum ástæðum koma
rýraffjalli. Bændurmegaekki látaþað slásig
út af laginu, þótt lömbin séu ekki kviðuð að
ráði, fái þau gott hey að vild með kjarnfóðri,
holdin geta verið í bestalagi fyrirþví. Ef heyið
er hins vegar ekki upp á það besta, verður að
sjálfsögðu að vinna það upp með kjarnfóð-
urgjöf, eins að athuga með steinefni og
prótein samkvæmt fóðurþörfum. Það, sem
hér er í raun verið að reyna að segja, er að
fóðra samkvæmt þörfum og að hafa aðbún-
að og hirðingu í sem bestu lagi. Það er fyrst,
þegar þessi skilyrði hafa verið uppfyllt, sem
ástæðaertil að hafa áhyggjur, ef illagengur.
Áður en þessum hluta pistilsins lýkur, skal
freistast til að draga saman ögn skýrar þau
atriði, sem stuðla að aukinni frjósemi geml-
inganna (að þeir sýni beiðsli og fái):
1. Hyggja þarf fljótlega að holdafari lamb-
anna að hausti og láta þau ekki leggja af.
2. Best er að geta haft fremur rúmt á þeim á
húsi, og fyrir alla muni, bætið loftræst-
inguna eins vel og kostur er.
3. Kenna þeim fljótlega átið, en láta þau hafa
eins mikla hreyfingu og hægt er og tíð og
tími leyfir.
4. Með góðu heyi (1,7 kg í fóðureiningu og
þar undir) er óþarfi að gefa mikinn mat, og
því minni, sem heyið er betra, og étist það
vel og lömbin í góðu standi, má jafnvel
292
FREYR