Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Síða 35

Freyr - 01.05.1979, Síða 35
Frá Búnaðarþingi. Askorun um nýja landgræðsluáætlun Búnaðarsamband Borgarfjarðar sendi Bún- aðarþingi erindi þess efnis að lagt yrði til að ný landgræðsluáætlun yrði gerð sem tæki við þegar áætlunartímabili „þjóð- argjafarinnar lýkur 1979“. Erindið var afgreitt með svofelldri ályktun og greinargerð: Búnaðarþing skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að láta nú þegar vinna framhalds landgræðslu- og gróðurverndaráætlun, svo að áframhald verði á því fjölþætta gróður- verndar- og ræktunarstarfi, sem hafið var með „Þjóðargjöfinni 1974“. Jafnframt verði tryggt nægilegt fjármagn til þessara framkvæmda. Greinargerð: Eins og öllum er kunnugt, var í tilefni 11 hundruð ára byggðar á íslandi, árið 1974, gerð umfagnsmikil landgræðsluáætlun til fimm ára og varið til hennar einum milljarð króna, hinni svokölluðu þjóðargjöf. í áætlun þessari er markið sett hátt. Stöðvuð skyldi jarðvegs- og gróðureyðing landsins. Koma gróðurnýtingu í byggðum og óbyggðum í það horf, að gróðri fari fram, auk fjölda annarra verkefna. Ekki er að eta, að miKið starf og gott hefur verið unnið fyrir þessa fjármuni á undan- förnum árum, þó að framlög ríkisins til ann- arra hluta landgræðslu en í áætluninni er, hafi því miður dregist saman á þessum árum og þannig skert framkvæmdamöguleika hennar. Þótt mikið starf hafi verið unnið frá 1974, er markmiðum þjóðargjafarinnarengan veginn náð. Kemur þar margt til: Ný uppblásturssvæði hafa myndast. Til- raunum í gróður- og beitarmálum er ekki lokið. Friðun gróðurs og gróðurlausra svæða má stórauka. Það má segja, að í okkar harðbýla landi séu verkefnin óþrjótandi. Nú er fimm ára framkvæmdatímabilinu að Ijúka. Fjárveitingu lýkur árið 1979, og árið 1980 er aðeins til ráðstöfunar verðbætur frá 1979. Það er flestum Ijóst, að hér má ekki láta staðar numið. Starfinu verður að halda áfram til þess að vernda landið okkar, þannig að við getum, að minnsta kosti, skilað því jafngóðu til niðja okkar og við tókum við því. Þess vegna er brýn nauðsyn, að ný áætlun verði gerð. sem byggir á þeirri miklu reynslu sem fengist hefur, og þeim verkefnum, sem ólokið er _ samkvæmt land- græðsluáætluninni. Til nánari skýringar skulu hér nokkur verk- efni talin: 1. Markvisst verði áfram unnið að stöðvun uppblásturs og gróðureyðingar landsins. 2. Beitartilraunum þeim, sem í gangi eru, verði lokið og þær gerðar upp. FREYR 299

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.