Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1979, Page 39

Freyr - 01.05.1979, Page 39
Þyrlað um knosara Skilmerkileg grein Hlöðvers bónda Diðriks- sonar um nýja gerð HEUMA-sláttuþyrlu í 3. tbl. Freys þ. á. verður J.J.D. að undirlagi Gló- busar h/f, tilefni til athugasemda í 6. tbl. Freys. Þar er komið á framfæri þeim tíma- bæru fréttum, að það ágæta fyrirtæki „reyni eftir föngum að fylgjast með nýjungum í bú- vinnuvélum" og þó góð reynsla Hlöðvers sé ekki véfengd, er gert tortryggilegt að prófun- arskýrsla um vélina frá Bútæknideildinni á Hvanneyri liggi ekki fyrir. Er því ástæða til að skýra tildrög þessa máls nánar. Niemeyer (HEUMA) sláttuknosþyrlan er samsett af tveim tækjum, sláttuþyrlu, sem reyndar hefur verið prófuð á Hvanneyri, og svonefndum knosara, sem sprengir grasst- ráin og opnar þau undir þurrkinn. Þannig meðhöndlað á heyið að verkast með fyllstu fóðurgæðum á 2 — 3 dögum í samfelldum þurrki eftireina umferð með heyþyurlu, eðaá allt að 50% skemmri tíma en með venjuleg- um aðferðum. Sjálfgefið er að búvélainnflytjendur leitist við að fylgjast með nýjungum og komi á markað vélum sem þeir álíta að bætt geti búskaparhæfti. Ef vafi leikur á hæfni nýrrar vélagerðar er hægt að kaupa prófun á Hvanneyri og yfirleitt mun Bútæknideildin fylgjast með þeim búvélum, sem hér eru á markaði. En þróunin hefur verið ör og oft birtast vélar í endurbættri mynd strax árið eftir prófun og því matsatriði hvort og hven- ær á að senda vél til prófunar. Áður en búvélanýjungar koma á íslenskan markað, hafa þær oftast gengið í gegn um hreinsunareld margra erlendra prófunar- stöðva og umsagnir þeirra vakið áhuga bú- vélainnflytjenda. Þannig var rnáli háttað með vél þá, sem Hlöðver lýsir í fyrrnefndri Freys- grein sinni. Prófun hennar hjá IMAG-stofn- uninni í Wageningen, Hollandi, lauk í mars 1978 og um sama leyti kom greinargóð próf- unarskýrsla frá The West of Scotland Agri- cultural College. Varð þá Ijóst hverskonar þarfaþing hér var í uppsiglingu. Áður hafði raunar birst stórfróðlegt erindi dr. Manfred Schurig um heyverkun (sérútgáfa DLZ, Miinchen apríl 1977, Neuere Möglichkeiten der mechanischen Aufbereitung fon Wiesengras zur Verkurzung der Feld- Trocknungsphase), sem lýsti möguleikunum í þessum efnum. Niemeyer (HEUMA) sláttuknosþyrlan var kynnt á erlendum búvélasýningum í fyrravor. Þá lágu fyrirgóðarviðtökur bænda, sem búa við ótryggt verðurfar, svo sem á Bret- landseyjum. Tókst að fá hingað 2 vélar, fór önnur beint í sláttinn til Hlöðvers í Litlu-Hil- disey, en hina kynnti Hamar h/f meðal ann- arra búvélanýjunga ’á Landbúnaðar- sýningunni á Selfossi. Kjarni málsins er því sá, að reynsla Hlöðvers kemur heim við niðurstöður annarra, sem reynt hafa þessa nýju vél. Vona ég svo að okkur endist frjálslyndi til að taka undir þau orð Hlöðvers Diðrikssonar ,,að sé til sú tækni að flýta megi heyþurrkun til muna, þá á hún erindi til íslenskra bænda.“ Júlíus Halldórsson, Hamri h/f. FREYR 303

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.